Eiginkona El Chapo handtekin í Bandaríkjunum Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2021 07:40 Hin 31 árs Emma Coronel Aispuro var handtekin í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Myndin er frá 2019. AP/Seth Wenig Emma Coronel Aispuro, eiginkona hins mexíkóska eiturlyfjabaróns, Joaquín Guzmán, betur þekktur sem El Chapo, var handtekin í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Hún er grunuð um aðild að skipulögðu, alþjóðlegu eiturlyfjasmygli. Guzmán var handtekinn árið 2016 eftir um hálft ár á flótta þar sem honum hafði tekist að flýja úr fangelsi. Hann var árið 2019 svo dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum þar sem hann afplánar nú í öryggisfangelsi. Hann var um árabil leiðtogi Sinaloa-eiturlyfjahringsins. Bandaríska dómsmálaráðuneytið greindi frá handtöku hinnar 31 árs Aispuro í gær, en hún er sökuð um að hafa átt aðild að smygli á einu kílói af heróíni, fimm kílóum af kókaíni, einu tonni af maíjúana og hálfu kílói af metamfetamíni til Bandaríkjanna. Þá er hún sömuleiðis grunuð um að hafa átt þátt í skipulagningu flótta El Chapo frá Altiplano-fangelsinu í Mexíkó 2015. Sömuleiðis er hún grunuð um að hafa átt þátt í að skipuleggja flóttatilraun fyrir Guzman í tengslum við framsal hans til Bandaríkjanna árið 2017. Bandaríska alríkislögreglan FBI stendur að baki rannsókninni. Sinaloa-eiturlyfjahringurinn var komið á fót í Culiacán í Sinaloa í Mexíkó undir lok níunda áratugarins og er talinn vera einn stærsti eiturlyfjahringurinn í landinu. Dómstóll í New York dæmdi El Chapo í lífstíðarfangelsi árið 2019, án möguleika á reynslulausn. Hann var sakfelldur fyrir eiturlyfjasmygl, peningaþvætti, skiplagða glæpastarfsemi, auk fjölda morða og mannrána. Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir El Chapo í lífstíðarfangelsi Einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims, fyrrverandi leiðtogi Sinaloa-hringsins, Joaquin "El Chapo“ Guzmán, var í dag dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar í Bandaríkjunum. 17. júlí 2019 15:45 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira
Guzmán var handtekinn árið 2016 eftir um hálft ár á flótta þar sem honum hafði tekist að flýja úr fangelsi. Hann var árið 2019 svo dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum þar sem hann afplánar nú í öryggisfangelsi. Hann var um árabil leiðtogi Sinaloa-eiturlyfjahringsins. Bandaríska dómsmálaráðuneytið greindi frá handtöku hinnar 31 árs Aispuro í gær, en hún er sökuð um að hafa átt aðild að smygli á einu kílói af heróíni, fimm kílóum af kókaíni, einu tonni af maíjúana og hálfu kílói af metamfetamíni til Bandaríkjanna. Þá er hún sömuleiðis grunuð um að hafa átt þátt í skipulagningu flótta El Chapo frá Altiplano-fangelsinu í Mexíkó 2015. Sömuleiðis er hún grunuð um að hafa átt þátt í að skipuleggja flóttatilraun fyrir Guzman í tengslum við framsal hans til Bandaríkjanna árið 2017. Bandaríska alríkislögreglan FBI stendur að baki rannsókninni. Sinaloa-eiturlyfjahringurinn var komið á fót í Culiacán í Sinaloa í Mexíkó undir lok níunda áratugarins og er talinn vera einn stærsti eiturlyfjahringurinn í landinu. Dómstóll í New York dæmdi El Chapo í lífstíðarfangelsi árið 2019, án möguleika á reynslulausn. Hann var sakfelldur fyrir eiturlyfjasmygl, peningaþvætti, skiplagða glæpastarfsemi, auk fjölda morða og mannrána.
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir El Chapo í lífstíðarfangelsi Einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims, fyrrverandi leiðtogi Sinaloa-hringsins, Joaquin "El Chapo“ Guzmán, var í dag dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar í Bandaríkjunum. 17. júlí 2019 15:45 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira
El Chapo í lífstíðarfangelsi Einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims, fyrrverandi leiðtogi Sinaloa-hringsins, Joaquin "El Chapo“ Guzmán, var í dag dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar í Bandaríkjunum. 17. júlí 2019 15:45