Loðnutorfur í Faxaflóa og við Grímsey ekki tilefni til að auka loðnukvótann Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2021 17:23 Uppsjávarveiðiskipið Polar Amaroq. Síldarvinnslan Tilkynningar skipa um miklar loðnutorfur síðasta sólarhring, bæði í norðanverðum Faxaflóa og við Grímsey, urðu til þess að Hafrannsóknastofnun lét gera sérstaka mælingu í dag til að fá úr því skorið hvort hér væru á ferðinni nýjar loðnugöngur eða meira magn en áður var búið að mæla. Fyrstu niðurstöður gefa ekki tilefni til ráðgjafar um að auka loðnukvótann, að sögn Sigurðar Guðjónssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Í frétt á vef Síldarvinnslunnar í morgun er haft eftir Geir Zoëga, skipstjóra grænlenska uppsjávarskipsins Polar Amaroq, að skipverjar hafi komið í „svakalega torfu“ í Jökuldýpi sunnan Snæfellsjökuls. „Hún er tæpar fimm sjómílur á lengd og þétt. Hún er frá kili og niður undir botn. Hér er sko alvöru vertíðarganga á ferðinni. Þetta hljóta að vera nokkur hundruð þúsund tonn. Við erum nú að mæla þessa risalóðningu og síðan ætlum við að svipast frekar,“ sagði Geir skipstjóri á vef SVN en Hafrannsóknastofnun fól áhöfninni á Polar Amaroq að mæla loðnugönguna. Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson siglir frá Hafnarfirði.Egill Aðalsteinsson Rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni, sem er í árlegum vetrarleiðangri að kanna ástand sjávar, var jafnframt snúið í átt til Grímseyjar og Skjálfanda til að kanna loðnugöngur þar. Hér má sjá feril skipsins. Að sögn forstjóra Hafrannsóknastofnunar er gangan í Faxaflóa komin að hrygningu. Hún er ekki talin ný loðnuganga að vestan eða norðan heldur hluti af þeirri göngu sem búin er að fara niður með Austfjörðum og vestur með suðurströndinni og áður var búið að mæla. Sömuleiðis séu göngurnar fyrir norðan land ekki taldar vera viðbót við það magn sem áður hafði mælst, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
Í frétt á vef Síldarvinnslunnar í morgun er haft eftir Geir Zoëga, skipstjóra grænlenska uppsjávarskipsins Polar Amaroq, að skipverjar hafi komið í „svakalega torfu“ í Jökuldýpi sunnan Snæfellsjökuls. „Hún er tæpar fimm sjómílur á lengd og þétt. Hún er frá kili og niður undir botn. Hér er sko alvöru vertíðarganga á ferðinni. Þetta hljóta að vera nokkur hundruð þúsund tonn. Við erum nú að mæla þessa risalóðningu og síðan ætlum við að svipast frekar,“ sagði Geir skipstjóri á vef SVN en Hafrannsóknastofnun fól áhöfninni á Polar Amaroq að mæla loðnugönguna. Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson siglir frá Hafnarfirði.Egill Aðalsteinsson Rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni, sem er í árlegum vetrarleiðangri að kanna ástand sjávar, var jafnframt snúið í átt til Grímseyjar og Skjálfanda til að kanna loðnugöngur þar. Hér má sjá feril skipsins. Að sögn forstjóra Hafrannsóknastofnunar er gangan í Faxaflóa komin að hrygningu. Hún er ekki talin ný loðnuganga að vestan eða norðan heldur hluti af þeirri göngu sem búin er að fara niður með Austfjörðum og vestur með suðurströndinni og áður var búið að mæla. Sömuleiðis séu göngurnar fyrir norðan land ekki taldar vera viðbót við það magn sem áður hafði mælst, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum.
Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39
Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56