Hann er á spítala en ekki hefur komið í ljós hversu alvarlega slasaður hann er.
Lögreglan í Los Angeles staðfesti í kvöld að kylfingurinn Tiger Woods hefði lent í bílslysi. Í fréttatilkynningu frá lögregluembættinu segir að lögreglan hafi brugðist við árekstri fyrr í kvöld við gatnamót Rolling Hills Estates og Rancho Palos Verdes. Fór það svo að einn bíll valt og varð fyrir miklu tjóni.
Ökumaður bílsins var Tiger Woods og þurfti hann að fara á spítala til að gera að sárum hans. Ekki kemur fram hversu illa haldinn hann var. Tiger var einn í bílnum. Einnig kemur fram að aðeins einn bíll hafi verið í árekstrinum og því sakaði engan annan en kylfinginn.
Lögreglan hefur hafið rannsókn á málinu. Vísir mun flytja frekari fréttir af líðan Tiger þegar þær berast.
This morning @LMTLASD responded to a roll-over collision in which @TigerWoods was injured. Please see our statement... pic.twitter.com/cSWOxKZC1w
— LA County Sheriffs (@LASDHQ) February 23, 2021
BREAKING: Tiger Woods transported to hospital with injuries following vehicle crash with "major damage," LA County Sheriff's Dept. says. pic.twitter.com/hxcGYAig8D
— MSNBC (@MSNBC) February 23, 2021