Hringdi í lögreglustjórann vegna Ásmundarsalar á aðfangadag Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 20:16 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Samsett/Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir að lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnabrot í Ásmundarsal, hvar fjármálaráðherra var staddur. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Áslaugu að hún hafi ekki verið að skipta sér af rannsókn málsins. Hátt í fimmtíu manns voru samankomnir í Ásmundarsal í Reykjavík á Þorláksmessu, þegar tíu manna samkomubann var í gildi. Lögregla hafði afskipti af samkomunni og greindi frá því í dagbókarfærslu til fjölmiðla að morgni aðfangadags að „einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hefði verið á staðnum. Síðar staðfesti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að hann hefði verið í salnum. Bæði Áslaug og Halla staðfesta við Ríkisútvarpið að þær hafi rætt saman í síma um málið á aðfangadag. Áslaug segir í svari sínu að hún hafi hringt í Höllu til að spyrja um verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Hún hafi ekki gert athugasemdir við framkvæmd lögreglu í málinu. Þá hafi hún ekki rætt málið frekar við lögreglustjórann og ekki haft afskipti af rannsókninni. Lögregla lauk rannsókn á Ásmundarsalarmálinu í lok janúar og sendi það ákærusviði. Þá greindi fréttastofa frá því nú í febrúar að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði áréttað reglur um samskipti við fjölmiðla við starfsfólk sitt. Embættið hafði áður lagst í skoðun á því hvort dagbókarfærslan, sem þótti óvenju ítarleg, teldist öryggisbrestur í skilningi persónuverndarlaga. Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglumál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Söguleg dagbókarfærsla ekki tilkynningarskyldur öryggisbrestur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áréttað þær reglur sem eru í gildi í samskiptum við fjölmiðla við þá sem starfsmenn embættisins sem sjá um gerð dagbókarfærslna sem sendar eru út á degi hverjum. 10. febrúar 2021 11:17 Rannsókn lokið: Ásmundarsalarmálið sent ákærusviði Lögregla hefur lokið rannsókn á mögulegum sóttvarnabrotum í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns verður málið sent ákærusviði lögreglunnar í dag, ef það er ekki þegar komið þangað. 22. janúar 2021 10:22 Ósáttur við Ásmundarsalarumræðu með mótmælendur í baksýn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom á framfæri óánægju og furðu með umfjöllun um heimsókn sína í Ásmundarsal undanfarna viku í áramótaþættinum Kryddsíld á Stöð 2 í dag. Hann sagði það skipta máli„að fara rétt með og horfa á staðreyndir“ og kvað það skjóta skökku við að stjórnarandstaða kallaði eftir þingfundi „til að ræða samkomu í húsi hér í bæ“ en ekki „stóru málin.“ 31. desember 2020 14:47 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Hátt í fimmtíu manns voru samankomnir í Ásmundarsal í Reykjavík á Þorláksmessu, þegar tíu manna samkomubann var í gildi. Lögregla hafði afskipti af samkomunni og greindi frá því í dagbókarfærslu til fjölmiðla að morgni aðfangadags að „einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hefði verið á staðnum. Síðar staðfesti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að hann hefði verið í salnum. Bæði Áslaug og Halla staðfesta við Ríkisútvarpið að þær hafi rætt saman í síma um málið á aðfangadag. Áslaug segir í svari sínu að hún hafi hringt í Höllu til að spyrja um verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Hún hafi ekki gert athugasemdir við framkvæmd lögreglu í málinu. Þá hafi hún ekki rætt málið frekar við lögreglustjórann og ekki haft afskipti af rannsókninni. Lögregla lauk rannsókn á Ásmundarsalarmálinu í lok janúar og sendi það ákærusviði. Þá greindi fréttastofa frá því nú í febrúar að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði áréttað reglur um samskipti við fjölmiðla við starfsfólk sitt. Embættið hafði áður lagst í skoðun á því hvort dagbókarfærslan, sem þótti óvenju ítarleg, teldist öryggisbrestur í skilningi persónuverndarlaga.
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglumál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Söguleg dagbókarfærsla ekki tilkynningarskyldur öryggisbrestur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áréttað þær reglur sem eru í gildi í samskiptum við fjölmiðla við þá sem starfsmenn embættisins sem sjá um gerð dagbókarfærslna sem sendar eru út á degi hverjum. 10. febrúar 2021 11:17 Rannsókn lokið: Ásmundarsalarmálið sent ákærusviði Lögregla hefur lokið rannsókn á mögulegum sóttvarnabrotum í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns verður málið sent ákærusviði lögreglunnar í dag, ef það er ekki þegar komið þangað. 22. janúar 2021 10:22 Ósáttur við Ásmundarsalarumræðu með mótmælendur í baksýn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom á framfæri óánægju og furðu með umfjöllun um heimsókn sína í Ásmundarsal undanfarna viku í áramótaþættinum Kryddsíld á Stöð 2 í dag. Hann sagði það skipta máli„að fara rétt með og horfa á staðreyndir“ og kvað það skjóta skökku við að stjórnarandstaða kallaði eftir þingfundi „til að ræða samkomu í húsi hér í bæ“ en ekki „stóru málin.“ 31. desember 2020 14:47 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Söguleg dagbókarfærsla ekki tilkynningarskyldur öryggisbrestur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áréttað þær reglur sem eru í gildi í samskiptum við fjölmiðla við þá sem starfsmenn embættisins sem sjá um gerð dagbókarfærslna sem sendar eru út á degi hverjum. 10. febrúar 2021 11:17
Rannsókn lokið: Ásmundarsalarmálið sent ákærusviði Lögregla hefur lokið rannsókn á mögulegum sóttvarnabrotum í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns verður málið sent ákærusviði lögreglunnar í dag, ef það er ekki þegar komið þangað. 22. janúar 2021 10:22
Ósáttur við Ásmundarsalarumræðu með mótmælendur í baksýn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom á framfæri óánægju og furðu með umfjöllun um heimsókn sína í Ásmundarsal undanfarna viku í áramótaþættinum Kryddsíld á Stöð 2 í dag. Hann sagði það skipta máli„að fara rétt með og horfa á staðreyndir“ og kvað það skjóta skökku við að stjórnarandstaða kallaði eftir þingfundi „til að ræða samkomu í húsi hér í bæ“ en ekki „stóru málin.“ 31. desember 2020 14:47