Enski boltinn

Millwall bjargaði stigi undir lokin | Læri­­sveinar Roon­ey á sigur­braut

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik Luton Town og Millwall.
Úr leik Luton Town og Millwall. Justin Setterfield/Getty Images

Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Millwall sem heimsótti Luton Town í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli en mark Millwall kom á sjöttu mínútu uppbótartíma. 

Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Millwall sem heimsótti Luton Town í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli en mark Millwall kom á sjöttu mínútu uppbótartíma.

Þá vann Derby County góðan 2-0 sigur á Huddersfield Town.

Jón Daði var í stöðu vinstri vængmanns í 3-4-3 leikkerfi Millwall í kvöld. Líkt og aðrir leikmenn Millwall tókst honum ekki að brjóta varnarmúr heimamanna og var íslenski framherjinn tekinn af velli á 75. mínútu er Gary Rowett reyndi að hrista upp í hlutunum.

Að lokum var það miðvörðurinn George Evans sem jafnaði metin í blálokin eða á sjöttu mínútu viðbótartíma. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Jón Daði og félagar sitja nú í 11. sæti með 43 stig.

Sigur Derby var þriðji sigur liðsins í síðustu fjórum leikjum en liðið tapaði gegn Watford í síðustu umferð. David Marshall átti frábæra markvörslu í stöðunni 0-0 og hjálpaði það Derby að landa þremur stigum en George Edmundson skoraði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu og Martyn Waghorn tvöfaldaði forystuna um miðjan síðari hálfleik.

Lokatölur 2-0 og heldur áfram að lyfta sér upp töfluna. Hrútarnir eru komnir upp í 18. sæti deildarinnar, sjö stigum fyrir ofan fallsæti. Segja má að deildin sé einkar þétt en Bournemouth er í 6. sæti með 49 stig eða 12 stigum meira en Derby.

Önnur úrslit í kvöld

Birmingham City 1-3 Norwich City

Middlesbrough 1-3 Bristol City

Rotherham 0-1 Nottingham Forest

Wycombe Wanderers 1-0 Reading




Fleiri fréttir

Sjá meira


×