Erum með ungt og nýtt lið svo það þýðir ekkert að vera spá í framhaldið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. febrúar 2021 07:46 Arnar Daði, þjálfari Gróttu, er búinn að brenna sig á að hugsa of langt fram í tímann. Nú er það bara einn leikur í einu. Vísir/Vilhelm Arnar Daði Arnarsson segir það leiðinlegt að tala í klisjum en það sé nákvæmlega það sem Gróttu liðið sé að gera. Taka einn leik fyrir í einu. Hann ræddi við Stöð 2 og Vísi í Sportpakkanum í gærkvöld. Gróttumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sex marka sigur á Selfyssingum, 26-20, sem eru með eitt best mannaða lið landsins. Í upphafi leiktíðar var það talið nánast vonlaust verk að gera Gróttu að samkeppnishæfu liði í deild þeirra bestu. Annað hefur komið á daginn en Grótta er með níu stig í 10. sæti deildarinnar. „Skrítið, við förum upp þarna í miðju Covid og okkur fannst á einhverjum tímapunkti eins og leikmannaglugginn væri ekkert alltof stór. Þegar uppi er staðið náðum við í frábæra blöndu af leikmönnum, óreyndir leikmenn sem hafa fengið fá tækifæri í bland við leikmenn sem hafa spilað margar mínútur og mörg tímabil í deildinni. Þegar uppi er staðið og mótið er hálfnað erum við á fjandi góðum stað,“ sagði Arnar Daði Arnarsson í viðtalinu í gær. Um sigurinn á Selfyssingum „Ég held við höfum tekið það í tímabilið að allir leikir gefa okkur, það er bara spurning hvað það er. Þú talar um að þetta hafi verið óvæntustu úrslitin en ég veit ekki með það, mér fannst þetta vera sannfærandi og við vorum tilbúnir í bátana. Það er þétt leikið, við vissum það og Selfyssingarnir kannski í erfiðri stöðu þannig við nýttum okkur það og sigurinn var góður.“ Varðandi Gróttu liðið „Ég ætla ekki að tala um það – svona reynslulítill – að ég sé með einhverja töfralausn en það gengur vel núna og maður er að reyna að njóta augnabliksins. Þetta er ekkert sjálfsagt, það er ekkert sjálfsagt að liðið sé svona samrýnt og allir klárir í bátana og gera það sem mönnum er sagt að gera. Við æfum mjög vel, það eru langir myndbandsfundir en það virðist ekki skipta neinu máli. Þegar menn sjá að þeir eru að uppskera þá eru þeir tilbúnir að leggja meira á sig en vanalega.“ „Ég segi bara sem betur fer erum við að ná í þessa tvo sigurleiki núna í röð og þrátt fyrir við séum bara með þrjá sigurleiki eftir 11 leiki erum við búnir að sýna það og sanna að undirbúningur hjálpar liðum mikið. Þetta snýst um svo marga þætti,“ sagði þessi ungi þjálfari einnig. Hvernig sér Arnar Daði framhaldið fyrir sér? „Bara Haukar á mánudaginn, síðan kemur Stjarnan. Ég sagði eftir leikinn í gær – ég veit það er viðbjóðslega leiðinlegt að heyra þetta – en við tökum bara einn leik fyrir í einu. Það er að koma okkur á þann stað sem við erum.“ „Við erum með ungt og nýtt lið svo það þýðir ekkert að vera spá í framhaldið. Ég gerði þau grundvallarmistök að vera spá of langt fram í tímann fyrir leikinn gegn Þór og var okkur kippt niður á jörðina en ég er fullviss um að sá leikur hefur hjálpað okkur í síðustu tveimur leikjum.“ „Ég vaknaði eftir Þórsleikinn brosandi ótrúlegt en satt, það er nýr leikur á fimmtudaginn og strákarnir voru klárir í það verkefni. Æfðum fáránlega vel fyrir Fram leikinn og ef eitthvað þá hjálpaði þetta tap fyrir Þór okkur í undirbúningnum. Náðum í sigur þar og fórum strax aftur niður á jörðina fyrir leikinn á Selfossi. Það er nýtt verkefni strax á mánudaginn á móti Haukum og bara frábært að fara á uppeldisvöllinn og loksins áhorfendur, það verður bara vonandi fullt hús og mikil stemmning,“ sagði Arnar Daði, þjálfari Gróttu, að lokum. Klippa: Arnar Daði: Lengra viðtal Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Sportpakkinn Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir „Þegar mótið er hálfnað erum við á fjandi góðum stað“ Gróttumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sex marka sigur á Selfyssingum, 26-20, sem eru með eitt best mannaða lið landsins. Í upphafi leiktíðar var það talið nánast vonlaust verk að gera Gróttu að samkeppnishæfu liði í deild þeirra bestu. 23. febrúar 2021 20:30 Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. 22. febrúar 2021 21:26 „Greinilega mikill tilfinninga rússíbani þessi frumraun hans í Olís deildinni“ Farið var yfir dramatískan sigur Gróttu á Fram í Olís deild karla í Seinni bylgjunni í gær. Þjálfari Gróttu mætti í skrautlegt viðtal að leik loknum, fóru Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar þáttarins yfir það. 20. febrúar 2021 13:50 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Gróttumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sex marka sigur á Selfyssingum, 26-20, sem eru með eitt best mannaða lið landsins. Í upphafi leiktíðar var það talið nánast vonlaust verk að gera Gróttu að samkeppnishæfu liði í deild þeirra bestu. Annað hefur komið á daginn en Grótta er með níu stig í 10. sæti deildarinnar. „Skrítið, við förum upp þarna í miðju Covid og okkur fannst á einhverjum tímapunkti eins og leikmannaglugginn væri ekkert alltof stór. Þegar uppi er staðið náðum við í frábæra blöndu af leikmönnum, óreyndir leikmenn sem hafa fengið fá tækifæri í bland við leikmenn sem hafa spilað margar mínútur og mörg tímabil í deildinni. Þegar uppi er staðið og mótið er hálfnað erum við á fjandi góðum stað,“ sagði Arnar Daði Arnarsson í viðtalinu í gær. Um sigurinn á Selfyssingum „Ég held við höfum tekið það í tímabilið að allir leikir gefa okkur, það er bara spurning hvað það er. Þú talar um að þetta hafi verið óvæntustu úrslitin en ég veit ekki með það, mér fannst þetta vera sannfærandi og við vorum tilbúnir í bátana. Það er þétt leikið, við vissum það og Selfyssingarnir kannski í erfiðri stöðu þannig við nýttum okkur það og sigurinn var góður.“ Varðandi Gróttu liðið „Ég ætla ekki að tala um það – svona reynslulítill – að ég sé með einhverja töfralausn en það gengur vel núna og maður er að reyna að njóta augnabliksins. Þetta er ekkert sjálfsagt, það er ekkert sjálfsagt að liðið sé svona samrýnt og allir klárir í bátana og gera það sem mönnum er sagt að gera. Við æfum mjög vel, það eru langir myndbandsfundir en það virðist ekki skipta neinu máli. Þegar menn sjá að þeir eru að uppskera þá eru þeir tilbúnir að leggja meira á sig en vanalega.“ „Ég segi bara sem betur fer erum við að ná í þessa tvo sigurleiki núna í röð og þrátt fyrir við séum bara með þrjá sigurleiki eftir 11 leiki erum við búnir að sýna það og sanna að undirbúningur hjálpar liðum mikið. Þetta snýst um svo marga þætti,“ sagði þessi ungi þjálfari einnig. Hvernig sér Arnar Daði framhaldið fyrir sér? „Bara Haukar á mánudaginn, síðan kemur Stjarnan. Ég sagði eftir leikinn í gær – ég veit það er viðbjóðslega leiðinlegt að heyra þetta – en við tökum bara einn leik fyrir í einu. Það er að koma okkur á þann stað sem við erum.“ „Við erum með ungt og nýtt lið svo það þýðir ekkert að vera spá í framhaldið. Ég gerði þau grundvallarmistök að vera spá of langt fram í tímann fyrir leikinn gegn Þór og var okkur kippt niður á jörðina en ég er fullviss um að sá leikur hefur hjálpað okkur í síðustu tveimur leikjum.“ „Ég vaknaði eftir Þórsleikinn brosandi ótrúlegt en satt, það er nýr leikur á fimmtudaginn og strákarnir voru klárir í það verkefni. Æfðum fáránlega vel fyrir Fram leikinn og ef eitthvað þá hjálpaði þetta tap fyrir Þór okkur í undirbúningnum. Náðum í sigur þar og fórum strax aftur niður á jörðina fyrir leikinn á Selfossi. Það er nýtt verkefni strax á mánudaginn á móti Haukum og bara frábært að fara á uppeldisvöllinn og loksins áhorfendur, það verður bara vonandi fullt hús og mikil stemmning,“ sagði Arnar Daði, þjálfari Gróttu, að lokum. Klippa: Arnar Daði: Lengra viðtal Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Sportpakkinn Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir „Þegar mótið er hálfnað erum við á fjandi góðum stað“ Gróttumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sex marka sigur á Selfyssingum, 26-20, sem eru með eitt best mannaða lið landsins. Í upphafi leiktíðar var það talið nánast vonlaust verk að gera Gróttu að samkeppnishæfu liði í deild þeirra bestu. 23. febrúar 2021 20:30 Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. 22. febrúar 2021 21:26 „Greinilega mikill tilfinninga rússíbani þessi frumraun hans í Olís deildinni“ Farið var yfir dramatískan sigur Gróttu á Fram í Olís deild karla í Seinni bylgjunni í gær. Þjálfari Gróttu mætti í skrautlegt viðtal að leik loknum, fóru Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar þáttarins yfir það. 20. febrúar 2021 13:50 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Þegar mótið er hálfnað erum við á fjandi góðum stað“ Gróttumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sex marka sigur á Selfyssingum, 26-20, sem eru með eitt best mannaða lið landsins. Í upphafi leiktíðar var það talið nánast vonlaust verk að gera Gróttu að samkeppnishæfu liði í deild þeirra bestu. 23. febrúar 2021 20:30
Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. 22. febrúar 2021 21:26
„Greinilega mikill tilfinninga rússíbani þessi frumraun hans í Olís deildinni“ Farið var yfir dramatískan sigur Gróttu á Fram í Olís deild karla í Seinni bylgjunni í gær. Þjálfari Gróttu mætti í skrautlegt viðtal að leik loknum, fóru Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar þáttarins yfir það. 20. febrúar 2021 13:50