Aðalfundir húsfélaga Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 07:30 Nú fer að verða hægt að halda aðalfundi húsfélaga en stærri húsfélög hafa þurft að fresta þeim vegna covid. Samkomutakmarkanir hafa haft bein áhrif á eigendur margra fjöleignarhúsa sem ekki hafa getað haldið fundi vegna þeirra þar sem fjöleignarhúsalögin heimila ekki rafræna fundi. Nú liggur hins vegar fyrir að fleiri fá að koma saman. Að auki liggja fyrir drög að frumvarpi um breytingar á lögum um fjöleignarhús þar sem lagt er til að laga tiltekin ákvæði laganna að tækniframförum í rafrænum samskiptum svo sem að heimila rafræna húsfundi, nota rafræn skjöl og tölvupósta í samskiptum innan húsfélaga. Þar sem lögunum hefur ekki verið breytt miðast umfjöllunin hér við þau eins og þau eru. Ákveðnar formreglur gilda um boðun húsfunda og töku ákvarðana. Því er mikilvægt að rétt sé staðið að málum svo ákvörðun sé lögmæt og bindandi fyrir eigendur. Samkvæmt lögum um fjöleignarhús skal aðalfundur húsfélags haldinn ár hvert fyrir lok aprílmánaðar. Aðalfundir eru hins vegar ekki ólögmætir af þeirri ástæðu einni saman að þeir séu ekki haldnir innan þeirra tímamarka. Félagsmálaráðuneytið hefur frá því í byrjun apríl 2020 lagt til að aðalfundum verði frestað vegna þeirra aðstæða sem hafa verið og bent á þann möguleika að halda aðalfundinn sem halda átti í fyrra með aðalfundinum í ár. Boða þarf til aðalfundar skriflega og með sannanlegum hætti með minnst 8 og mest 20 daga fyrirvara. Í fundarboði skal greina fundartíma, fundarstað og dagskrá. Þá skal geta þeirra mála sem ræða á og meginefni tillagna þeirra sem leggja á fyrir fundinn. Vilji eigandi fá mál tekið fyrir og til atkvæðagreiðslu á aðalfundi skal hann greina stjórn frá því skriflega með þeim fyrirvara að unnt sé að geta þeirra í fundarboði. Á aðalfundi skulu fyrir tekin eftirtalin mál: Skýrsla stjórnar og umræður um hana. Framlagning ársreikninga til samþykktar og umræður um þá. Kosning formanns. Kosning annarra stjórnarmanna. Kosning varamanna. Kosning endurskoðanda og varamanns hans. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár. Ákvörðun hússjóðsgjalda. Mál sem tiltekin eru í fundarboði. Önnur mál. Mismunandi er hve margir þurfa að samþykkja ákvörðun og hve margir þurfa að vera á fundi til að ákvörðun teljist lögmæt. Meginreglan er sú að samþykki einfalds meirihluta eigenda nægi miðað við hlutfallstölur á löglega boðuðum húsfundi án tillits til fundarsóknar. Sé hins vegar um að ræða ákvarðanir sem allir eigendur þurfa að samþykkja eða 2/3 hlutar eigenda bæði miðað við fjölda og eignarhluta eru gerðar kröfur um fundarsókn. Eðli málsins samkvæmt þurfa allir að vera á fundi og greiða atkvæði með ákvörðun sem allir þurfa að samþykkja. Þegar um er að ræða ákvarðanir sem 2/3 hlutar þurfa að taka verður a.m.k. helmingur eigenda bæði miðað við fjölda og eignarhluta að vera á fundi og tilskilinn meiri hluti þeirra að greiða atkvæði með tillögu. Sé fundarsókn ekki nægileg en tillagan þó samþykkt með 2/3 hlutum atkvæða á fundinum bæði miðað við fjölda og eignarhluta þá skal innan 14 daga halda nýjan fund og bera tillöguna aftur upp á honum. Sá fundur getur tekið ákvörðun án tillits til fundarsóknar og fái tillagan tilskilinn meiri hluta (2/3) á fundinum telst hún samþykkt. Höfundur er lögmaður hjá Fasteignamálum Lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Nú fer að verða hægt að halda aðalfundi húsfélaga en stærri húsfélög hafa þurft að fresta þeim vegna covid. Samkomutakmarkanir hafa haft bein áhrif á eigendur margra fjöleignarhúsa sem ekki hafa getað haldið fundi vegna þeirra þar sem fjöleignarhúsalögin heimila ekki rafræna fundi. Nú liggur hins vegar fyrir að fleiri fá að koma saman. Að auki liggja fyrir drög að frumvarpi um breytingar á lögum um fjöleignarhús þar sem lagt er til að laga tiltekin ákvæði laganna að tækniframförum í rafrænum samskiptum svo sem að heimila rafræna húsfundi, nota rafræn skjöl og tölvupósta í samskiptum innan húsfélaga. Þar sem lögunum hefur ekki verið breytt miðast umfjöllunin hér við þau eins og þau eru. Ákveðnar formreglur gilda um boðun húsfunda og töku ákvarðana. Því er mikilvægt að rétt sé staðið að málum svo ákvörðun sé lögmæt og bindandi fyrir eigendur. Samkvæmt lögum um fjöleignarhús skal aðalfundur húsfélags haldinn ár hvert fyrir lok aprílmánaðar. Aðalfundir eru hins vegar ekki ólögmætir af þeirri ástæðu einni saman að þeir séu ekki haldnir innan þeirra tímamarka. Félagsmálaráðuneytið hefur frá því í byrjun apríl 2020 lagt til að aðalfundum verði frestað vegna þeirra aðstæða sem hafa verið og bent á þann möguleika að halda aðalfundinn sem halda átti í fyrra með aðalfundinum í ár. Boða þarf til aðalfundar skriflega og með sannanlegum hætti með minnst 8 og mest 20 daga fyrirvara. Í fundarboði skal greina fundartíma, fundarstað og dagskrá. Þá skal geta þeirra mála sem ræða á og meginefni tillagna þeirra sem leggja á fyrir fundinn. Vilji eigandi fá mál tekið fyrir og til atkvæðagreiðslu á aðalfundi skal hann greina stjórn frá því skriflega með þeim fyrirvara að unnt sé að geta þeirra í fundarboði. Á aðalfundi skulu fyrir tekin eftirtalin mál: Skýrsla stjórnar og umræður um hana. Framlagning ársreikninga til samþykktar og umræður um þá. Kosning formanns. Kosning annarra stjórnarmanna. Kosning varamanna. Kosning endurskoðanda og varamanns hans. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár. Ákvörðun hússjóðsgjalda. Mál sem tiltekin eru í fundarboði. Önnur mál. Mismunandi er hve margir þurfa að samþykkja ákvörðun og hve margir þurfa að vera á fundi til að ákvörðun teljist lögmæt. Meginreglan er sú að samþykki einfalds meirihluta eigenda nægi miðað við hlutfallstölur á löglega boðuðum húsfundi án tillits til fundarsóknar. Sé hins vegar um að ræða ákvarðanir sem allir eigendur þurfa að samþykkja eða 2/3 hlutar eigenda bæði miðað við fjölda og eignarhluta eru gerðar kröfur um fundarsókn. Eðli málsins samkvæmt þurfa allir að vera á fundi og greiða atkvæði með ákvörðun sem allir þurfa að samþykkja. Þegar um er að ræða ákvarðanir sem 2/3 hlutar þurfa að taka verður a.m.k. helmingur eigenda bæði miðað við fjölda og eignarhluta að vera á fundi og tilskilinn meiri hluti þeirra að greiða atkvæði með tillögu. Sé fundarsókn ekki nægileg en tillagan þó samþykkt með 2/3 hlutum atkvæða á fundinum bæði miðað við fjölda og eignarhluta þá skal innan 14 daga halda nýjan fund og bera tillöguna aftur upp á honum. Sá fundur getur tekið ákvörðun án tillits til fundarsóknar og fái tillagan tilskilinn meiri hluta (2/3) á fundinum telst hún samþykkt. Höfundur er lögmaður hjá Fasteignamálum Lögmannsstofu.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun