Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2021 10:07 Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var stærsti skjálftinn sem mælst hefur í þessari hrinu 5,7 af stærð. Hann varð klukkan 10:05 og átti upptök sín þrjá kílómetra suðsuðvestur af Keili. Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. Á höfuðborgarsvæðinu fundust skjálftarnir virkilega vel. Á Suðurlandsbraut 10 í Reykjavík, skrifstofum fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hristist allt og nötraði á þriðju hæð upp úr klukkan tíu. Síðan hefur starfsfólk reglulega fundið fyrir skjálftanum. Fylgst er með gangi mála í skjálftavaktinni neðst í fréttinni. Eins og sjá má á jarðskjálftatöflu Veðurstofu Íslands urðu fjölmargir stórir skjálftar á afar skömmum tíma í morgun. Síðan hafa bæst við kröftugir skjálftar sem finnast víða á suðvesturhorni landsins.Veðurstofa Íslands Stærsti skjálftinn upp úr klukkan tíu var 5,7 að stærð samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Fjölmargir skjálftar hafa mælst á svæðinu síðan þá og margir yfir þrír að stærð. Upptök skjálftanna voru nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Skjálftarnir eiga upptök sín á kunnuglegum slóðum; í grennd við fjöllin Fagradalsfjall og Keili á Reykjanesi. Vefur Veðurstofu Íslands lá niðri um tíma sökum álags en hefur nú rétt úr kútnum. Afar stór skjálfti varð á Suðvesturhorninu þann 20. október síðastliðinn sem rataði í heimspressuna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í viðtali við Washington Post þegar sá skjálfti reið yfir. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var í pontu Alþingis eins og frægt er orðið. Skjálftarnir eiga upptök sín í grennd við fjallið Keili á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm Fulltrúi fréttastofu í Grindavík segir stærsta skjálftann klárlega einn þann stærsta sem hann hefur fundið fyrir. Þar finni fólk vel fyrir eftirskjálftum í kjölfar stóra skjálftans. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segist ekki muna eftir annarri eins hrinu. Hann er á leið til Grindavíkur fyrir hönd fréttastofunnar og verður í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd sem að sýna áhrif skjálftanna? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var stærsti skjálftinn sem mælst hefur í þessari hrinu 5,7 af stærð. Hann varð klukkan 10:05 og átti upptök sín þrjá kílómetra suðsuðvestur af Keili. Ekki er sjáanlegur neinn gosórói. Enn er verið að yfirfara skjálftana sem gengið hafa yfir síðustu mínúturnar og liggur því ekki fyrir hve margir skjálftar hafa orðið yfir til dæmis fjórum en þó nokkrir hafa verið yfir þremur. Hér má sjá samansafn myndbanda sem lesendur Vísis hafa sent okkur af skjálftunum. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og í ummælakerfinu þar fyrir neðan má síðan sjá hvernig lesendur upplifðu skjálftana víðs vegar um landið.
Á höfuðborgarsvæðinu fundust skjálftarnir virkilega vel. Á Suðurlandsbraut 10 í Reykjavík, skrifstofum fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hristist allt og nötraði á þriðju hæð upp úr klukkan tíu. Síðan hefur starfsfólk reglulega fundið fyrir skjálftanum. Fylgst er með gangi mála í skjálftavaktinni neðst í fréttinni. Eins og sjá má á jarðskjálftatöflu Veðurstofu Íslands urðu fjölmargir stórir skjálftar á afar skömmum tíma í morgun. Síðan hafa bæst við kröftugir skjálftar sem finnast víða á suðvesturhorni landsins.Veðurstofa Íslands Stærsti skjálftinn upp úr klukkan tíu var 5,7 að stærð samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Fjölmargir skjálftar hafa mælst á svæðinu síðan þá og margir yfir þrír að stærð. Upptök skjálftanna voru nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Skjálftarnir eiga upptök sín á kunnuglegum slóðum; í grennd við fjöllin Fagradalsfjall og Keili á Reykjanesi. Vefur Veðurstofu Íslands lá niðri um tíma sökum álags en hefur nú rétt úr kútnum. Afar stór skjálfti varð á Suðvesturhorninu þann 20. október síðastliðinn sem rataði í heimspressuna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í viðtali við Washington Post þegar sá skjálfti reið yfir. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var í pontu Alþingis eins og frægt er orðið. Skjálftarnir eiga upptök sín í grennd við fjallið Keili á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm Fulltrúi fréttastofu í Grindavík segir stærsta skjálftann klárlega einn þann stærsta sem hann hefur fundið fyrir. Þar finni fólk vel fyrir eftirskjálftum í kjölfar stóra skjálftans. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segist ekki muna eftir annarri eins hrinu. Hann er á leið til Grindavíkur fyrir hönd fréttastofunnar og verður í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd sem að sýna áhrif skjálftanna? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var stærsti skjálftinn sem mælst hefur í þessari hrinu 5,7 af stærð. Hann varð klukkan 10:05 og átti upptök sín þrjá kílómetra suðsuðvestur af Keili. Ekki er sjáanlegur neinn gosórói. Enn er verið að yfirfara skjálftana sem gengið hafa yfir síðustu mínúturnar og liggur því ekki fyrir hve margir skjálftar hafa orðið yfir til dæmis fjórum en þó nokkrir hafa verið yfir þremur. Hér má sjá samansafn myndbanda sem lesendur Vísis hafa sent okkur af skjálftunum. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og í ummælakerfinu þar fyrir neðan má síðan sjá hvernig lesendur upplifðu skjálftana víðs vegar um landið.
Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd sem að sýna áhrif skjálftanna? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Grindavík Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Ölfus Mosfellsbær Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira