Skoðun

Um­hverfis­málin hjá VR

Helga Ingólfsdóttir skrifar

Á vettvangi stjórnar VR hefur á síðustu árum verið unnið að því að félagið uppfæri umhverfisstefnu sína og setji fram sín markmið í umhverfismálum. Á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum er félagið í fararbroddi. Í gildi er umhverfisstefna en markmiðið er að uppfærð umhverfisstefna VR verði hluti af nýrri sjálfbærnistefnu félagsins sem taki á umhverfismálum, félagsmálum og stjórnarháttum (UFS)

Í samráði við Circular Solutions ehf var umhverfisstefna félagsins uppfærð á síðasta ári og sett fram markmiðaáætlun sem er núna í innleiðingarferli. Að kolefnisjafna starfsemi VR er meðal þess sem er í vinnslu ásamt fleiri mælanlegum markmiðum sem snúa bæði að innri starfsemi félagsins eins og ferðum starfsmanna til og frá vinnu og viðburðum á vegum félagsins sem og ytri þáttum í starfsemi félagins eins og m.a. fjárfestingum.

VR hefur þannig sett sér mælanleg markmið í umhverfis og loftslagsmálum og horfir til þess aðumhverfisstefna VR verði hluti af nýrri sjálfbærnistefnu félagsins. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar VR 9. September 2020.

Sem fráfarandi formanni umhverfsnefndar Vr er mér ljúft og skilt að koma þessum upplýsingum á framfæri vegna greinaskrifa Helgu Guðrúnar Jónasdóttur á Visi.is þann 23. Febrúar 2021 umhverfismál og meint aðgerðaleysi VR á þeim vettvangi.

Framundan eru miklar áskoranir í umhverfis- og loftslagsmálum sem kalla á breytta hegðun í neyslu og samgöngum okkar allra. Við höfum upplýsingar um að við erum að slá met í magni á sorpi á hvern íbúa þannig að það er verk að vinna. Í fyrsta lagi að minnka magnið og svo í öðru lagi að koma sorpi í rétta förgun og endurvinnslu. Hvernig við förum á milli staða skiptir svo líka miklu máli, færri ferðir og ferðir þar sem fleiri ferðast saman er það sem við þurfum að hugsa um. VR mun verða öflugur þáttakandi í því að takast á við nýjar áskoranir í umhverfis- og loftslagsmálum eins og öðrum hagsmunamálum sem snúa að félagsmönnum VR.

Höfundur er bókari, bæjarfulltrúi og stjórnarmaður í VR.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×