Verulega dró úr tapi Sýnar milli ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 18:21 Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar. Vísir/vilhelm Tap fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar nam 405 milljónum króna árið 2020 samanborið við 1.748 milljóna króna tap árið áður. Tap milli ára dróst því saman um 76 prósent. Tekjur ársins 2020 hækkuðu jafnframt um 975 milljónir milli ára, eða um 4,9 prósent. Þetta kemur fram í ársreikningi Sýnar fyrir árið 2020 sem samþykktur var á stjórnarfundi félagsins í dag. Tekjur á fjórða ársfjórðungi 2020 námu 5.413 milljónum króna sem er aukning um 478 milljónir króna frá sama tímabili árið 2019, samkvæmt tilkynningu. Þá jukust tekjur Sýnar um 4,9 prósent árið 2020 miðað við árið áður, líkt og áður segir. Heimsfaraldur kórónuveiru hafi þó haft talsvert áhrif á bæði reikitekjur og auglýsingatekjur félagsins. EBITDA ársins 2020 nam 5.739 m.kr. og hækkaði um 230 m.kr. miðað við árið 2019. EBITDA hlutfallið er 27,6% á árinu 2020 samanborið við 27,8% á árinu 2019. Tap á fjórða ársfjórðungi 2020 nam þremur milljónum króna samanborið við 2.132 milljón króna tap á sama tímabili 2019. Tap ársins 2020 nam 405 milljónum króna samanborið við 1.748 milljón króna tap árið 2019. „Virðisrýrnun að fjárhæð 2.452 m.kr. var færð í 4F 2019. Söluhagnaður að fjárhæð 872 m.kr. vegna sölu á færeyska dótturfélaginu P/F Hey er innifalinn í hreinum vaxtagjöldum árið 2019,“ segir í tilkynningu Sýnar. Undir Sýn heyra fjarskipti Vodafone og fjölmiðlar undir merkjum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/vilhelm Handbært fé frá rekstri á árinu 2020 nam 5.912 milljónum samanborið við 5.377 milljónir árið 2019, sem er aukning um 10%. Eiginfjárhlutfall félagsins var 27,8% í lok ársins 2020. Sýn segir í tilkynningu að áætlanir félagsins geri ráð fyrir að heimsfaraldurinn haldi áfram að hafa áhrif á reksturinn, sér í lagi reikitekjur og kostnað í erlendri mynt. Væntingar séu um að dragi úr neikvæðum áhrifum þegar líður á árið. Haft er eftir Heiðari Guðjónssyni forstjóra Sýnar í tilkynningu að árangur af nýrri stefnu félagsins hefði skilað hagnaði árið 2020, ef leiðrétt er fyrir áhrifum heimsfaraldursins. Þá hafi tekist að fjölga viðskiptavinum Stöðvar 2 um 14 prósent á árinu 2020 auk þess sem samkomulag hafi tekist í öllum meginatriðum varðandi sölu á óvirkum innviðum farsímakerfisins. Stefnt sé að því að undirritun samninga takist vel fyrir birtingu árshlutauppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2021. Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjölmiðlar Fjarskipti Markaðir Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Þetta kemur fram í ársreikningi Sýnar fyrir árið 2020 sem samþykktur var á stjórnarfundi félagsins í dag. Tekjur á fjórða ársfjórðungi 2020 námu 5.413 milljónum króna sem er aukning um 478 milljónir króna frá sama tímabili árið 2019, samkvæmt tilkynningu. Þá jukust tekjur Sýnar um 4,9 prósent árið 2020 miðað við árið áður, líkt og áður segir. Heimsfaraldur kórónuveiru hafi þó haft talsvert áhrif á bæði reikitekjur og auglýsingatekjur félagsins. EBITDA ársins 2020 nam 5.739 m.kr. og hækkaði um 230 m.kr. miðað við árið 2019. EBITDA hlutfallið er 27,6% á árinu 2020 samanborið við 27,8% á árinu 2019. Tap á fjórða ársfjórðungi 2020 nam þremur milljónum króna samanborið við 2.132 milljón króna tap á sama tímabili 2019. Tap ársins 2020 nam 405 milljónum króna samanborið við 1.748 milljón króna tap árið 2019. „Virðisrýrnun að fjárhæð 2.452 m.kr. var færð í 4F 2019. Söluhagnaður að fjárhæð 872 m.kr. vegna sölu á færeyska dótturfélaginu P/F Hey er innifalinn í hreinum vaxtagjöldum árið 2019,“ segir í tilkynningu Sýnar. Undir Sýn heyra fjarskipti Vodafone og fjölmiðlar undir merkjum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/vilhelm Handbært fé frá rekstri á árinu 2020 nam 5.912 milljónum samanborið við 5.377 milljónir árið 2019, sem er aukning um 10%. Eiginfjárhlutfall félagsins var 27,8% í lok ársins 2020. Sýn segir í tilkynningu að áætlanir félagsins geri ráð fyrir að heimsfaraldurinn haldi áfram að hafa áhrif á reksturinn, sér í lagi reikitekjur og kostnað í erlendri mynt. Væntingar séu um að dragi úr neikvæðum áhrifum þegar líður á árið. Haft er eftir Heiðari Guðjónssyni forstjóra Sýnar í tilkynningu að árangur af nýrri stefnu félagsins hefði skilað hagnaði árið 2020, ef leiðrétt er fyrir áhrifum heimsfaraldursins. Þá hafi tekist að fjölga viðskiptavinum Stöðvar 2 um 14 prósent á árinu 2020 auk þess sem samkomulag hafi tekist í öllum meginatriðum varðandi sölu á óvirkum innviðum farsímakerfisins. Stefnt sé að því að undirritun samninga takist vel fyrir birtingu árshlutauppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2021. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjölmiðlar Fjarskipti Markaðir Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira