Fékk aðsvif á leiðinni inn í klefa: „Byrjaði að titra og náði ekki andanum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. febrúar 2021 20:16 Geir Guðmundsson í leik gegn FH fyrr á leiktíðinni. vísir/vilhelm Geir Guðmundsson, stórskytta Hauka í Olís deild karla, fékk aðsvif á leiðinni inn í klefa í hálfleik er Haukar spiluðu gegn ÍR í Olís deild karla á dögunum. Geir ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins. Geir fékk þungt högg á höfuðið í fyrri hálfleiknum er Haukarnir heimsóttu botnlið ÍR og þurfti af velli. Síðar um kvöldið kom í ljós að Akureyringurinn hefði fengið heilahristing en hann lýsti atburðarásinni í kvöld. „Þetta var frekar þungt högg. Maður hefur fengið höfuðhögg áður en maður fann strax mikinn rykk. Svo datt maður bara niður og ég fann það strax að það yrði erfitt að standa upp,“ sagði Geir Guðmundsson. „Ég fann brot af tönninni í munninum á mér og sagði það strax. Þetta var frekar vont. Ég fann strax fyrir orkuleysi og það var erfitt fyrir mig að horfa á leikinn. Það var erfitt að díla við hávaðann svo ég horfði bara niður á jörðina með lokuð augun.“ Vinstri handar skyttan ætlaði að rölta hægt og rólega með Elíasi, sjúkraþjálfara Hauka, inn í búningsklefa Hafnarfjarðarliðsins í hálfleik en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. „Það er ekki fyrr en í hálfleik, tuttugu mínútum eftir höggið, að ég ætla að fara labba inn í klefa og Elli sjúkraþjálfari styður við mig. Þegar ég er hálfnaður af þessari 60 metra leið þá finn ég að ég er alveg búinn á því og tek smá pásu til að ná andanum.“ „Þá byrjaði ég að titra, næ engri öndun í gegn og fæ aðsvif. Sem betur fer var Elli þarna svo ég datt ekki aftur og hann hjálpar mér niður í fósturstellingu þangað til ég næ andanum. Þá var hringt á sjúkrabíl.“ Hann segir að honum hafi þó ekki litist á blikuna. „Mér leist ekkert á þetta. Ég hafði enga stjórn. Ég náði ekki andanum og fann að ég var dofinn í puttunum. Öll orka var búin og þetta leit ekkert sérstaklega vel út,“ en hann bætir við að hann sé á batavegi. „Ég finn strax mun á mér frá því í gær. Ég tel það gott merki og nú eru það bara einkennin sem ráða för. Þegar ég get reynt á mig án þess að vera með einkenni þá er ég klár.“ Klippa: Sportpakkinn - Geir Guðmundsson Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir „Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30 Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 26-29 | Haukar mörðu botnliðið Haukar komu sér aftur upp í 1. sæti Olís-deildar karla eftir sigur á stigalausum ÍR-ingum í Austurbergi í kvöld. Lokatölur, 26-29. 22. febrúar 2021 19:29 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira
Geir fékk þungt högg á höfuðið í fyrri hálfleiknum er Haukarnir heimsóttu botnlið ÍR og þurfti af velli. Síðar um kvöldið kom í ljós að Akureyringurinn hefði fengið heilahristing en hann lýsti atburðarásinni í kvöld. „Þetta var frekar þungt högg. Maður hefur fengið höfuðhögg áður en maður fann strax mikinn rykk. Svo datt maður bara niður og ég fann það strax að það yrði erfitt að standa upp,“ sagði Geir Guðmundsson. „Ég fann brot af tönninni í munninum á mér og sagði það strax. Þetta var frekar vont. Ég fann strax fyrir orkuleysi og það var erfitt fyrir mig að horfa á leikinn. Það var erfitt að díla við hávaðann svo ég horfði bara niður á jörðina með lokuð augun.“ Vinstri handar skyttan ætlaði að rölta hægt og rólega með Elíasi, sjúkraþjálfara Hauka, inn í búningsklefa Hafnarfjarðarliðsins í hálfleik en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. „Það er ekki fyrr en í hálfleik, tuttugu mínútum eftir höggið, að ég ætla að fara labba inn í klefa og Elli sjúkraþjálfari styður við mig. Þegar ég er hálfnaður af þessari 60 metra leið þá finn ég að ég er alveg búinn á því og tek smá pásu til að ná andanum.“ „Þá byrjaði ég að titra, næ engri öndun í gegn og fæ aðsvif. Sem betur fer var Elli þarna svo ég datt ekki aftur og hann hjálpar mér niður í fósturstellingu þangað til ég næ andanum. Þá var hringt á sjúkrabíl.“ Hann segir að honum hafi þó ekki litist á blikuna. „Mér leist ekkert á þetta. Ég hafði enga stjórn. Ég náði ekki andanum og fann að ég var dofinn í puttunum. Öll orka var búin og þetta leit ekkert sérstaklega vel út,“ en hann bætir við að hann sé á batavegi. „Ég finn strax mun á mér frá því í gær. Ég tel það gott merki og nú eru það bara einkennin sem ráða för. Þegar ég get reynt á mig án þess að vera með einkenni þá er ég klár.“ Klippa: Sportpakkinn - Geir Guðmundsson Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir „Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30 Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 26-29 | Haukar mörðu botnliðið Haukar komu sér aftur upp í 1. sæti Olís-deildar karla eftir sigur á stigalausum ÍR-ingum í Austurbergi í kvöld. Lokatölur, 26-29. 22. febrúar 2021 19:29 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira
„Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30
Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 26-29 | Haukar mörðu botnliðið Haukar komu sér aftur upp í 1. sæti Olís-deildar karla eftir sigur á stigalausum ÍR-ingum í Austurbergi í kvöld. Lokatölur, 26-29. 22. febrúar 2021 19:29