Körfubolti

„Vorum fúlar út í okkur í hálf­leik því við vorum ekki að spila eins og Valur"

Andri Már Eggertsson skrifar
Helena tekur vítaskot í leik kvöldsins.
Helena tekur vítaskot í leik kvöldsins. vísir/vilhelm

„Varnarleikurinn í þriðja leikhluta var það sem vann leikinn í kvöld, við byrjuðum leikinn ekki vel, vorum flatar sem endurspeglaðist í slakri vörn og ræddum við um það í hálfleik að gera talsvert betur," sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Vals, eftir sigur liðsins á Haukum í kvöld.

„Við byrjuðum leikinn ágætlega en annar leikhluti var ömurlegur hjá okkur, við vorum að pirra okkur á hlutum sem við höfðum ekki stjórn á, okkur fannst þær vera að tudda okkur sem við létum fara í taugarnar á okkur en það var bara aumingjaskapur í okkur."

Valur kom inn í seinni hálfleikinn frábærlega það gekk allt upp hjá liðinu bæði varnar og sóknarlega sem gerði Haukunum lífið leitt, Valur snéri taflinu algjörlega við og litu aldrei um öxl eftir það.

„Það er svakalega gaman að spila körfubolta þegar allt gengur upp. Þegar við leggjum okkur fram getum við spilað geggjaða vörn, maður áttar sig ekki alveg á stöðunni þegar maður er inná vellinum en þegar ég kom á bekkinn var frábært að sjá hvað forskotið okkar var gott," sagði Helena um þriðja leikhluta liðsins.

„Við verðum að spila með stolti, við vitum að við erum góðar en við verðum þó að leggja okkur fram, því það þýðir ekkert að vera með hangandi haus þá getum við tapað á móti hverjum sem er og vorum við fúlar út í sjálfan okkur í hálfleik þar sem við vorum ekki að spila eins og Valur."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×