„Hafið við Vestmannaeyjar hefur tekið marga“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2021 06:16 „Þetta er náttúrulega bara eins og krabbamein á íslenska þjóðfélaginu og réttarsögunni að hafa ekki leyst þetta mál,“ segir Jón Ármann um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Það verður að teljast ólíklegt að líkamsleifar sem komu í troll við Vestmannaeyjar árið 1980 séu Geirfinnur Einarsson. Spurningin er hvar þær eru niðurkomnar og hvers vegna þær hafa ekki verið rannsakaðar. Þetta sagði Jón Ármann Steinsson í samtali við Bítið á miðvikudagsmorgun en Vísir birti á dögunum grein eftir Jón þar sem hann rekur sérkennilega sögu umræddra líkamsleifa. Í greininni tengir hann fundinn við rannsókn lögreglu á dularfullum mannaferðum í Eyjum í kjölfar hvarfs Geirfinns, sem greint var frá árið 2019. „Þeir geymdu hauskúpu í 25 ár sem þeir fundu niður á söndunum í Ölfusá, sem síðan var dna-greind og þá kom í ljós að það var maður sem hafði horfið 1987. Það var mikill léttir fyrir aðstandendur. Og þetta mál er ekkert öðruvísi,“ sagði Jón í Bítinu. „Þeir“ eru lögregla en Jón segir óskiljanlegt að engin svör hafi fengist hjá henni hvar beinin sem sjómenn á Hásteini ÁR-8 drógu úr sæ væru niðurkomin, né að gerð hefði verið á þeim rannsókn. Grein Jóns: Hvílir Geirfinnur hér? Það er augljóst að margir hafa áhuga á málinu en frá því að greinin birtist hafa Jóni borist fleiri en 180 vinabeiðnir á Facebook, auk símatala og ábendinga. „Fólk hefur mikinn áhuga á þessu máli, því þetta er náttúrulega bara eins og krabbamein á íslenska þjóðfélaginu og réttarsögunni að hafa ekki leyst þetta mál,“ segir hann um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Hann ítrekar þó að ólíklegt verði að teljast að beinin tilheyri Geirfinni, þar sem sex ár liðu á milli þess sem hann hvarf og þess að þau fundust. Hafa ekki heimild til frumkvæðisathuganna En hvað með að bera kennsl á líkamsleifarnar? Þessu var freistað að svara í Reykjavík síðdegis á miðvikudag. Fyrir svörum var Runólfur Þórhallsson, formaður kennslanefndar og aðstoðardeildarstjóri greiningardeildar ríkislögreglustjóra, en hann sagði nefndina ekki hafa heimildir til að ráðast í frumkvæðisathuganir. „Þetta er þannig að það eru lögregluembættin um allt land sem eru með rannsóknarforræði í öllum málum og það eru lögregluembættin sem óska eftir aðstoð kennslanefndar þegar upp koma mál,“ sagði hann. Tækninni hefði vissulega fleygt fram en forsenda þess að ráðist væri í athugun á borð við að rannsaka jarðneskar leifar, væri rökstuddur grunur. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ sagði Runólfur. „Vissulega er þetta mál búið að vera mikið í umræðunni en þarna eru aðstandendur sem eiga um sárt að binda. Þannig að ég held að málshátturinn okkar góði eigi bara mjög vel við.“ Runólfur sagði að jafnvel þótt kennslanefnd hefði verið stofnuð 1989 hefði hún safnað að sér upplýsingum um eldri mál eftir bestu getu og vitað væri að mannskæð sjóslys hefðu orðið við Vestmannaeyjar bæði 1979 og 1980. Spurður að því hvort hann teldi að beinin sem komu í trollið hefðu þá tilheyrt einhverjum sem fórust á sjó þessi ár sagðist hann ekki treysta sér til að segja neitt um það. „Ég bara bendi á þá staðreynd að hafið við Vestmannaeyjar hefur tekið marga.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Lögreglumál Vestmannaeyjar Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
Þetta sagði Jón Ármann Steinsson í samtali við Bítið á miðvikudagsmorgun en Vísir birti á dögunum grein eftir Jón þar sem hann rekur sérkennilega sögu umræddra líkamsleifa. Í greininni tengir hann fundinn við rannsókn lögreglu á dularfullum mannaferðum í Eyjum í kjölfar hvarfs Geirfinns, sem greint var frá árið 2019. „Þeir geymdu hauskúpu í 25 ár sem þeir fundu niður á söndunum í Ölfusá, sem síðan var dna-greind og þá kom í ljós að það var maður sem hafði horfið 1987. Það var mikill léttir fyrir aðstandendur. Og þetta mál er ekkert öðruvísi,“ sagði Jón í Bítinu. „Þeir“ eru lögregla en Jón segir óskiljanlegt að engin svör hafi fengist hjá henni hvar beinin sem sjómenn á Hásteini ÁR-8 drógu úr sæ væru niðurkomin, né að gerð hefði verið á þeim rannsókn. Grein Jóns: Hvílir Geirfinnur hér? Það er augljóst að margir hafa áhuga á málinu en frá því að greinin birtist hafa Jóni borist fleiri en 180 vinabeiðnir á Facebook, auk símatala og ábendinga. „Fólk hefur mikinn áhuga á þessu máli, því þetta er náttúrulega bara eins og krabbamein á íslenska þjóðfélaginu og réttarsögunni að hafa ekki leyst þetta mál,“ segir hann um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Hann ítrekar þó að ólíklegt verði að teljast að beinin tilheyri Geirfinni, þar sem sex ár liðu á milli þess sem hann hvarf og þess að þau fundust. Hafa ekki heimild til frumkvæðisathuganna En hvað með að bera kennsl á líkamsleifarnar? Þessu var freistað að svara í Reykjavík síðdegis á miðvikudag. Fyrir svörum var Runólfur Þórhallsson, formaður kennslanefndar og aðstoðardeildarstjóri greiningardeildar ríkislögreglustjóra, en hann sagði nefndina ekki hafa heimildir til að ráðast í frumkvæðisathuganir. „Þetta er þannig að það eru lögregluembættin um allt land sem eru með rannsóknarforræði í öllum málum og það eru lögregluembættin sem óska eftir aðstoð kennslanefndar þegar upp koma mál,“ sagði hann. Tækninni hefði vissulega fleygt fram en forsenda þess að ráðist væri í athugun á borð við að rannsaka jarðneskar leifar, væri rökstuddur grunur. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ sagði Runólfur. „Vissulega er þetta mál búið að vera mikið í umræðunni en þarna eru aðstandendur sem eiga um sárt að binda. Þannig að ég held að málshátturinn okkar góði eigi bara mjög vel við.“ Runólfur sagði að jafnvel þótt kennslanefnd hefði verið stofnuð 1989 hefði hún safnað að sér upplýsingum um eldri mál eftir bestu getu og vitað væri að mannskæð sjóslys hefðu orðið við Vestmannaeyjar bæði 1979 og 1980. Spurður að því hvort hann teldi að beinin sem komu í trollið hefðu þá tilheyrt einhverjum sem fórust á sjó þessi ár sagðist hann ekki treysta sér til að segja neitt um það. „Ég bara bendi á þá staðreynd að hafið við Vestmannaeyjar hefur tekið marga.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Lögreglumál Vestmannaeyjar Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent