Manchester City vann öruggan 2-0 sigur á Borussia Mönchengladbach í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöld. Sigurinn sýndi og sannaði að Pep Guardiola virðist vera kominn með lausn á þeim vandræðum sem hafa hrjáð hann í keppninni undanfarin ár. Til að mynda hefur liðið aðeins fengið á sig eitt mark í Meistaradeildinni á þessari leiktíð, það kom eftir fjórtán mínútur gegn Porto í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Síðan þá hefur liðið haldið marki sínu hreinu. Manchester City have not conceded a goal in 616 minutes of Champions League football, keeping 6 consecutive clean sheets #UCL pic.twitter.com/J6MeF6IHw1— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 24, 2021 Það þarf ekkert að fara eins köttur í kringum heitan graut með þá staðreynd að frammistaða liðanna hans Pep í Meistaradeildinni hafa verið vonbrigði undanfarin ár. Mikið hefur verið rætt og ritað um 1-3 tapið gegn Lyon á síðustu leiktíð. Þar áður var það dramatískt – og mögulega ósanngjarnt - tap gegn Tottenham Hotspur þar sem staðan var 4-4 að loknu einvíginu og City datt út á útivallarmörkum. Tímabilið 2017-2018 var Man City liðinu hans Pep svo slátrað af Liverpool, samtals 5-1. Það hefur einkennt Katalónann að breyta liðum sínum þegar komið er í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur gert ýmsar breytingar á liði sínu og leikstíl til að reyna ná stjórn á þessum leikjum, eitthvað sem hefur oftar en ekki mistekist hrapalega. Nú virðist Pep hins vegar vera með lið, leikstíl og leiktíð þar sem hann hefur fullkomna stjórn á öllu. Allavega síðan City-lið hans tapaði 2-0 fyrir Tottenham þann 21. nóvember á síðasta ári. Sigurgangan ógurlega Eftir tapið gegn lærisveinum José Mourinho hefur Man City farið á einhverja ótrúlegustu sigurgöngu síðari ára. Liðið hefur spilað 17 leiki í ensku úrvalsdeildinni og hafa 15 af þeim unnist. Það sem meira er, liðið hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í þessum leikjum. City hefur leikið þrjá leiki í FA-bikarnum. Vissulega gegn tveimur liðum í ensku B-deildinni og svo einu í ensku D-deildinni. Þrír sigrar, níu mörk skoruð og tvö fengin á sig. Í deildarbikarnum vannst 4-1 sigur á Arsenal og 2-0 sigur á Manchester United. Að lokum hefur liðið leikið fjóra leiki í Meistaradeildinni síðan liðið tapaði síðast leik, þrír hafa unnist og einn endaði með jafntefli. Alls hefur City því spilað 26 leiki án þess að bíða ósigurs og aðeins fengið á sig átta mörk á þeim tíma. Þá hefur liðið unnið 19 leiki í röð í öllum keppnum. Loksins virðist Pep vera kominn með þessa stjórn og þetta skipulag sem hann þráir. Loksins virðist sem liðið hans sé tilbúið að gera atlögu að Meistaradeildartitlinum. Hann segir ástæðuna fyrir góðu gengi liðsins þó einfalda: City er einfaldlega með það mikið af rándýrum leikmönnum að þeir geti ekki annað en unnið. Guardiola asked for the one thing that can explain the 19-game winning streak: "We have a lot of money to buy a lot of incredible players."— Simon Bajkowski (@spbajko) February 24, 2021 Sigur City í gær hefur eflaust glatt Pep meira en allir aðrir sigrar liðsins á undanförnum þremur mánuðum. Þá sérstaklega sú staðreynd að Gladbach átti varla færi í leiknum en honum gekk bölvanlega gegn Gladbach á meðan hann þjálfaði í Þýskalandi. Skilvirkar skyndisóknar Gladbach voru eitthvað sem Pep hafði ekki séð áður er hann mætti til Þýskalands. Raunar segir sagan að leikirnir gegn Gladbach hafi fengið hann til að breyta hugmyndafræði sinni er varðar bakverði. Í staðinn fyrir að vera upp og niður vænginn og hjálpa þá færði hann bakverðina inn á miðjuna til að koma í veg fyrir skyndisóknir andstæðinganna. Pep hefur reyndar tekið það skrefi lengra í ár með leikstíl João Cancelo á þessari leiktíð. Bakvörðurinn knái er nánast orðinn að sóknarsinnuðum miðjumanni oft á tíðum. Hann átti stóran þátt í mörkum City-liðsins gegn Gladbach í fyrrakvöld úr stöðu vinstri bakvarðar. Cancelo lagði upp fyrra markið á Bernardo Silva og gaf svo aftur á Silva sem skallaði boltann fyrir fætur Gabriel Jesus sem gat ekki annað en skorað. Mörkin má sjá hér að ofan. Að því sögðu þá var Cancelo ekki mikið úti vinstra megin eins og sést hvað best í tístinu hér að neðan. Þarna má sjá hvar meðalstaða leikmanna var á vellinum í 2-0 sigri Manchester City á Borussia Mönchengladbach í gær. Tístið sýnir enn fremur hversu mikla yfirburði City hafði í leiknum. This is what absolute domination looks like. Man City did not let Gladbach out of their own half. #UCL pic.twitter.com/vY4Gyt8ECB— Squawka Football (@Squawka) February 24, 2021 Nýtir breiddina sem City-liðið hefur Ekki nóg með það að Pep sé búinn að finna leikstíl sem gæti loksins fært honum frægð og frama, það er að vinna Meistaradeildina án þess að hafa Lionel Messi í liði sínu. Þá virðist hann hafa fundið réttu leiðina til að nýta breiddina í leikmannahópi sínum. Pep er mikið gagnrýndur fyrir að gera fáar skiptingar í leikjum, meira að segja þegar liðið hans er að valta yfir andstæðinga sína. Það sem er hins vegar áhugavert er að hann gerir fjölda breytinga milli leikja. Undanfarið hefur hann gert þrjár til fjórar breytingar á byrjunarliði sínu milli leikja. Í 1-0 sigrinum gegn Arsenal þann 21. febrúar gerði Pep aðeins eina breytingu á meðan leik stóð. Kevin De Bruyne fór af velli og Jesus kom inn á þegar 63 mínútur voru liðnar. De Bruyne var svo hvíldur gegn Gladbach – enda að koma úr meiðslum – á meðan Jesus spilaði 80 mínútur áður en hann var tekinn af velli fyrir Sergio Agüero, sem var að spila sínar fyrstu mínútur eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í dágóða stund. Oleksandr Zinchenko byrjaði gegn Arsenal en spilaði ekkert gegn Gladbach. Fernandinho var fyrirliði gegn Arsenal en spilaði ekkert gegn Gladbach og John Stones spilaði allan leikinn gegn Arsenal en ekkert Gladbach. Aymeric Laporte spilaði ekkert gegn Arsenal en allan leikinn gegn Gladbach, sömu sögu er að segja af Kyle Walker, Rodri og Phil Foden. Skömmu eftir að City komst í 2-0 gegn Gladbach var Raheem Sterling tekinn af velli, svo Foden á sama tíma og Jesus. Raheem Sterling og Phil Foden hafa staðið sig vel á þessari leiktíð.EPA-EFE/Stu Forster Þetta þema hefur einkennt leiki City undanfarið. Auðvitað eru sumir leikmenn sem spila meira en aðrir, Sterling hefur til að mynda tekið þátt í 23 af 25 leikjum liðsins í deildinni en hinn óstöðvandi İlkay Gündoğan hefur til að mynda aðeins tekið þátt í 19 af 25 deildarleikjum City. Þá er mikið rót á öftustu línu liðsins. Walker, Cancelo og Zinchenko deila mínútunum í sitt hvorum bakverðinum. Þá er Benjamin Mendy einnig til taks en hann hefur leikið sex leiki í deildinni til þessa. Hann hefur hins vegar ekki komið við sögu í deildinni síðan í 1-1 jafnteflinu gegn West Bromwich Albion þann 15. desember en að sama skapi byrjaði hann alla leiki liðsinsí FA-bikarnum. Í miðvarðarstöðunum skipta þeir Rúben Dias, Stones og Laporte leikjunum á milli sín á meðan Nathan Aké er enn frá vegna meiðsla. Þá fær Rodri einstaka sinnum hvíld á miðjunni og Fernandinho minnir á hversu megnugur hann er í staðinn. Pep reynir svo að hvíla þá sem spila hvað mest ef sigurinn er kominn í hús. Sterling var tekinn af velli á 80. mínútu í stöðunni 3-1 gegn Everton og İlkay Gündoğan í stöðunni 3-0 gegn Tottenham. Fernan enn í boði Manchester City er sem stendur með tíu stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni, komnir í úrslit enska deildarbikarsins, mæta Everton í átta liða úrslitum FA-bikarsins og eru mögulega sigurstranglegasta liðið í Meistaradeild Evrópu um þessar mundir. Fullkomnunarsinninn Pep er eflaust ekki sáttur með neitt annað en fernuna en eflaust er hann hvað spenntastur fyrir sigri í Meistaradeildinni, titill sem hann hefur ekki unnið í áratug. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Í beinni: Ísland - Grænhöfðaeyjar | Strákarnir okkar hefja leik Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti
Til að mynda hefur liðið aðeins fengið á sig eitt mark í Meistaradeildinni á þessari leiktíð, það kom eftir fjórtán mínútur gegn Porto í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Síðan þá hefur liðið haldið marki sínu hreinu. Manchester City have not conceded a goal in 616 minutes of Champions League football, keeping 6 consecutive clean sheets #UCL pic.twitter.com/J6MeF6IHw1— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 24, 2021 Það þarf ekkert að fara eins köttur í kringum heitan graut með þá staðreynd að frammistaða liðanna hans Pep í Meistaradeildinni hafa verið vonbrigði undanfarin ár. Mikið hefur verið rætt og ritað um 1-3 tapið gegn Lyon á síðustu leiktíð. Þar áður var það dramatískt – og mögulega ósanngjarnt - tap gegn Tottenham Hotspur þar sem staðan var 4-4 að loknu einvíginu og City datt út á útivallarmörkum. Tímabilið 2017-2018 var Man City liðinu hans Pep svo slátrað af Liverpool, samtals 5-1. Það hefur einkennt Katalónann að breyta liðum sínum þegar komið er í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur gert ýmsar breytingar á liði sínu og leikstíl til að reyna ná stjórn á þessum leikjum, eitthvað sem hefur oftar en ekki mistekist hrapalega. Nú virðist Pep hins vegar vera með lið, leikstíl og leiktíð þar sem hann hefur fullkomna stjórn á öllu. Allavega síðan City-lið hans tapaði 2-0 fyrir Tottenham þann 21. nóvember á síðasta ári. Sigurgangan ógurlega Eftir tapið gegn lærisveinum José Mourinho hefur Man City farið á einhverja ótrúlegustu sigurgöngu síðari ára. Liðið hefur spilað 17 leiki í ensku úrvalsdeildinni og hafa 15 af þeim unnist. Það sem meira er, liðið hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í þessum leikjum. City hefur leikið þrjá leiki í FA-bikarnum. Vissulega gegn tveimur liðum í ensku B-deildinni og svo einu í ensku D-deildinni. Þrír sigrar, níu mörk skoruð og tvö fengin á sig. Í deildarbikarnum vannst 4-1 sigur á Arsenal og 2-0 sigur á Manchester United. Að lokum hefur liðið leikið fjóra leiki í Meistaradeildinni síðan liðið tapaði síðast leik, þrír hafa unnist og einn endaði með jafntefli. Alls hefur City því spilað 26 leiki án þess að bíða ósigurs og aðeins fengið á sig átta mörk á þeim tíma. Þá hefur liðið unnið 19 leiki í röð í öllum keppnum. Loksins virðist Pep vera kominn með þessa stjórn og þetta skipulag sem hann þráir. Loksins virðist sem liðið hans sé tilbúið að gera atlögu að Meistaradeildartitlinum. Hann segir ástæðuna fyrir góðu gengi liðsins þó einfalda: City er einfaldlega með það mikið af rándýrum leikmönnum að þeir geti ekki annað en unnið. Guardiola asked for the one thing that can explain the 19-game winning streak: "We have a lot of money to buy a lot of incredible players."— Simon Bajkowski (@spbajko) February 24, 2021 Sigur City í gær hefur eflaust glatt Pep meira en allir aðrir sigrar liðsins á undanförnum þremur mánuðum. Þá sérstaklega sú staðreynd að Gladbach átti varla færi í leiknum en honum gekk bölvanlega gegn Gladbach á meðan hann þjálfaði í Þýskalandi. Skilvirkar skyndisóknar Gladbach voru eitthvað sem Pep hafði ekki séð áður er hann mætti til Þýskalands. Raunar segir sagan að leikirnir gegn Gladbach hafi fengið hann til að breyta hugmyndafræði sinni er varðar bakverði. Í staðinn fyrir að vera upp og niður vænginn og hjálpa þá færði hann bakverðina inn á miðjuna til að koma í veg fyrir skyndisóknir andstæðinganna. Pep hefur reyndar tekið það skrefi lengra í ár með leikstíl João Cancelo á þessari leiktíð. Bakvörðurinn knái er nánast orðinn að sóknarsinnuðum miðjumanni oft á tíðum. Hann átti stóran þátt í mörkum City-liðsins gegn Gladbach í fyrrakvöld úr stöðu vinstri bakvarðar. Cancelo lagði upp fyrra markið á Bernardo Silva og gaf svo aftur á Silva sem skallaði boltann fyrir fætur Gabriel Jesus sem gat ekki annað en skorað. Mörkin má sjá hér að ofan. Að því sögðu þá var Cancelo ekki mikið úti vinstra megin eins og sést hvað best í tístinu hér að neðan. Þarna má sjá hvar meðalstaða leikmanna var á vellinum í 2-0 sigri Manchester City á Borussia Mönchengladbach í gær. Tístið sýnir enn fremur hversu mikla yfirburði City hafði í leiknum. This is what absolute domination looks like. Man City did not let Gladbach out of their own half. #UCL pic.twitter.com/vY4Gyt8ECB— Squawka Football (@Squawka) February 24, 2021 Nýtir breiddina sem City-liðið hefur Ekki nóg með það að Pep sé búinn að finna leikstíl sem gæti loksins fært honum frægð og frama, það er að vinna Meistaradeildina án þess að hafa Lionel Messi í liði sínu. Þá virðist hann hafa fundið réttu leiðina til að nýta breiddina í leikmannahópi sínum. Pep er mikið gagnrýndur fyrir að gera fáar skiptingar í leikjum, meira að segja þegar liðið hans er að valta yfir andstæðinga sína. Það sem er hins vegar áhugavert er að hann gerir fjölda breytinga milli leikja. Undanfarið hefur hann gert þrjár til fjórar breytingar á byrjunarliði sínu milli leikja. Í 1-0 sigrinum gegn Arsenal þann 21. febrúar gerði Pep aðeins eina breytingu á meðan leik stóð. Kevin De Bruyne fór af velli og Jesus kom inn á þegar 63 mínútur voru liðnar. De Bruyne var svo hvíldur gegn Gladbach – enda að koma úr meiðslum – á meðan Jesus spilaði 80 mínútur áður en hann var tekinn af velli fyrir Sergio Agüero, sem var að spila sínar fyrstu mínútur eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í dágóða stund. Oleksandr Zinchenko byrjaði gegn Arsenal en spilaði ekkert gegn Gladbach. Fernandinho var fyrirliði gegn Arsenal en spilaði ekkert gegn Gladbach og John Stones spilaði allan leikinn gegn Arsenal en ekkert Gladbach. Aymeric Laporte spilaði ekkert gegn Arsenal en allan leikinn gegn Gladbach, sömu sögu er að segja af Kyle Walker, Rodri og Phil Foden. Skömmu eftir að City komst í 2-0 gegn Gladbach var Raheem Sterling tekinn af velli, svo Foden á sama tíma og Jesus. Raheem Sterling og Phil Foden hafa staðið sig vel á þessari leiktíð.EPA-EFE/Stu Forster Þetta þema hefur einkennt leiki City undanfarið. Auðvitað eru sumir leikmenn sem spila meira en aðrir, Sterling hefur til að mynda tekið þátt í 23 af 25 leikjum liðsins í deildinni en hinn óstöðvandi İlkay Gündoğan hefur til að mynda aðeins tekið þátt í 19 af 25 deildarleikjum City. Þá er mikið rót á öftustu línu liðsins. Walker, Cancelo og Zinchenko deila mínútunum í sitt hvorum bakverðinum. Þá er Benjamin Mendy einnig til taks en hann hefur leikið sex leiki í deildinni til þessa. Hann hefur hins vegar ekki komið við sögu í deildinni síðan í 1-1 jafnteflinu gegn West Bromwich Albion þann 15. desember en að sama skapi byrjaði hann alla leiki liðsinsí FA-bikarnum. Í miðvarðarstöðunum skipta þeir Rúben Dias, Stones og Laporte leikjunum á milli sín á meðan Nathan Aké er enn frá vegna meiðsla. Þá fær Rodri einstaka sinnum hvíld á miðjunni og Fernandinho minnir á hversu megnugur hann er í staðinn. Pep reynir svo að hvíla þá sem spila hvað mest ef sigurinn er kominn í hús. Sterling var tekinn af velli á 80. mínútu í stöðunni 3-1 gegn Everton og İlkay Gündoğan í stöðunni 3-0 gegn Tottenham. Fernan enn í boði Manchester City er sem stendur með tíu stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni, komnir í úrslit enska deildarbikarsins, mæta Everton í átta liða úrslitum FA-bikarsins og eru mögulega sigurstranglegasta liðið í Meistaradeild Evrópu um þessar mundir. Fullkomnunarsinninn Pep er eflaust ekki sáttur með neitt annað en fernuna en eflaust er hann hvað spenntastur fyrir sigri í Meistaradeildinni, titill sem hann hefur ekki unnið í áratug. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.