Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með efni AstraZeneca Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 11:45 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Talsvert hefur borið á því undanfarið að fólk sé að afþakka bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á þeim grunni að það sé ekki jafn virkt og önnur bóluefni en einnig vegna þess að það telur aukaverkanir af því bóluefni meiri en af hinum bóluefnunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagðist ekki telja neina ástæðu fyrir því fyrir fólk að neita einu bóluefni umfram önnur. Virkni AstraZeneca væri eitthvað minni en af öðrum bóluefnum en munurinn væri lítill og ekki það mikill að það skipti neinu máli varðandi verndina sem verið væri að sækjast eftir. Þá væri munurinn á aukaverkunum af AstraZeneca og öðrum bóluefnum sennilega ekki mjög mikill þegar upp væri staðið. Aðspurður hvort þetta væri útskýrt fyrir fólki ef og þegar það afþakkaði bólusetningu með AstraZeneca-efninu kvaðst Þórólfur gera ráð fyrir því að þetta væri útskýrt. Hann vissi þó ekki nákvæmlega hvernig samskiptin væru á milli þess sem væri að fá bólusetningu og þess sem væri að bólusetja. Þá sagði Þórólfur ekki hægt að leyfa fólki að ákveða hvaða bóluefni það vildi og hvaða bóluefni það vildi ekki. Framkvæmdin yrði mjög erfið. Fólk geti hins vegar misst forgang í bólusetningu afþakki það tiltekið bóluefni. „Hvort þeir sem neita AstraZeneca verða bólusettir, það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Ég býst nú ekkert við því að þeim verði meinuð bólusetning en þeir munu kannski ekki fá þann forgang sem þeir höfðu,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagðist ekki telja neina ástæðu fyrir því fyrir fólk að neita einu bóluefni umfram önnur. Virkni AstraZeneca væri eitthvað minni en af öðrum bóluefnum en munurinn væri lítill og ekki það mikill að það skipti neinu máli varðandi verndina sem verið væri að sækjast eftir. Þá væri munurinn á aukaverkunum af AstraZeneca og öðrum bóluefnum sennilega ekki mjög mikill þegar upp væri staðið. Aðspurður hvort þetta væri útskýrt fyrir fólki ef og þegar það afþakkaði bólusetningu með AstraZeneca-efninu kvaðst Þórólfur gera ráð fyrir því að þetta væri útskýrt. Hann vissi þó ekki nákvæmlega hvernig samskiptin væru á milli þess sem væri að fá bólusetningu og þess sem væri að bólusetja. Þá sagði Þórólfur ekki hægt að leyfa fólki að ákveða hvaða bóluefni það vildi og hvaða bóluefni það vildi ekki. Framkvæmdin yrði mjög erfið. Fólk geti hins vegar misst forgang í bólusetningu afþakki það tiltekið bóluefni. „Hvort þeir sem neita AstraZeneca verða bólusettir, það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Ég býst nú ekkert við því að þeim verði meinuð bólusetning en þeir munu kannski ekki fá þann forgang sem þeir höfðu,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira