Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2021 15:02 Búið er grafa dúpa holu skammt frá gömlum kjarnaklúfi sem notaður var til að þróa og framleiða kjarnorkuvopn Ísraels. AP/Planet Labs Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. Verið er að grafa holu á stærð við fótboltavöll við Shimon Peres Negev kjarnorkurannsóknarstöðina nærri borginni Dimona og er hún talin vera nokkrar hæðir á dýpt, miðað við gervihnattarmyndir. Í rannsóknarstöðinni eru neðanjarðar rannsóknarstofur þar sem plútóníum úr kjarnakljúfinum er auðgað svo hægt sé að nota það í kjarnorkuvopn. Opinber stefna Ísraels hefur um árabil verið að hvorki viðurkenna né hafna að ríkið búi yfir kjarnorkuvopnum. Tilvist kjarnorkuvopna í Ísrael er þó ekki leyndarmál og hefur ekki verið lengi. Árið 1986 veitti vísindamaðurinn Mordechai Vanunu, sem hafði lengi unnið við kjarnorkuvopnaþróun í Ísrael, Sunday Times ítarlegar upplýsingar um starfsemina í Shimon Peres Negev rannsóknarstöðinni, sem var reist með aðstoð Frakka, og var hann dæmdur í átján ára fangelsi fyrir njósnir. Ekki er þó vitað með fullu hve mörg kjarnorkuvopn Ísrael á en áætlanir eru á bilinu 80 til 200. AP fréttaveitan segir framkvæmdirnar við rannsóknarstöðina þær umfangsmestu í marga áratugi.AP/Planet Labs Ríkisstjórn Ísraels neitaði að svara spurningum AP fréttaveitunnar um framkvæmdirnar. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur verið mjög harðorður í garð stjórnvalda í Íran vegna kjarnorkuáætlunarinnar þar í landi. Sú áætlun er vöktuð af Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA, öfugt við kjarnorkuvopnaáætlun Ísraels, þó Íranir hafi verið sakaðir um að grafa undan því eftirliti að undanförnu eftir að Bandaríkin riftu kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Ráðamenn í Íran tilkynntu nýverið að þeir væru byrjaðir að auðga úraníum í tuttugu prósent. Stuttan tíma tekur að vopnvæða tuttugu prósenta auðgað úraníum. Evrópuríki hafa undanfarið hvatt Írani til að draga úr auðguninni. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við gáfu nokkrar mögulegar skýringar á framkvæmdunum sem sjást á gervihnattamyndum. Mögulega sé verið að gera endurbætur á kjarnakljúfinum eða jafnvel slökkva á honum og gera nýjan. Ísrael Íran Kjarnorka Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Verið er að grafa holu á stærð við fótboltavöll við Shimon Peres Negev kjarnorkurannsóknarstöðina nærri borginni Dimona og er hún talin vera nokkrar hæðir á dýpt, miðað við gervihnattarmyndir. Í rannsóknarstöðinni eru neðanjarðar rannsóknarstofur þar sem plútóníum úr kjarnakljúfinum er auðgað svo hægt sé að nota það í kjarnorkuvopn. Opinber stefna Ísraels hefur um árabil verið að hvorki viðurkenna né hafna að ríkið búi yfir kjarnorkuvopnum. Tilvist kjarnorkuvopna í Ísrael er þó ekki leyndarmál og hefur ekki verið lengi. Árið 1986 veitti vísindamaðurinn Mordechai Vanunu, sem hafði lengi unnið við kjarnorkuvopnaþróun í Ísrael, Sunday Times ítarlegar upplýsingar um starfsemina í Shimon Peres Negev rannsóknarstöðinni, sem var reist með aðstoð Frakka, og var hann dæmdur í átján ára fangelsi fyrir njósnir. Ekki er þó vitað með fullu hve mörg kjarnorkuvopn Ísrael á en áætlanir eru á bilinu 80 til 200. AP fréttaveitan segir framkvæmdirnar við rannsóknarstöðina þær umfangsmestu í marga áratugi.AP/Planet Labs Ríkisstjórn Ísraels neitaði að svara spurningum AP fréttaveitunnar um framkvæmdirnar. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur verið mjög harðorður í garð stjórnvalda í Íran vegna kjarnorkuáætlunarinnar þar í landi. Sú áætlun er vöktuð af Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA, öfugt við kjarnorkuvopnaáætlun Ísraels, þó Íranir hafi verið sakaðir um að grafa undan því eftirliti að undanförnu eftir að Bandaríkin riftu kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Ráðamenn í Íran tilkynntu nýverið að þeir væru byrjaðir að auðga úraníum í tuttugu prósent. Stuttan tíma tekur að vopnvæða tuttugu prósenta auðgað úraníum. Evrópuríki hafa undanfarið hvatt Írani til að draga úr auðguninni. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við gáfu nokkrar mögulegar skýringar á framkvæmdunum sem sjást á gervihnattamyndum. Mögulega sé verið að gera endurbætur á kjarnakljúfinum eða jafnvel slökkva á honum og gera nýjan.
Ísrael Íran Kjarnorka Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira