Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2021 15:02 Búið er grafa dúpa holu skammt frá gömlum kjarnaklúfi sem notaður var til að þróa og framleiða kjarnorkuvopn Ísraels. AP/Planet Labs Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. Verið er að grafa holu á stærð við fótboltavöll við Shimon Peres Negev kjarnorkurannsóknarstöðina nærri borginni Dimona og er hún talin vera nokkrar hæðir á dýpt, miðað við gervihnattarmyndir. Í rannsóknarstöðinni eru neðanjarðar rannsóknarstofur þar sem plútóníum úr kjarnakljúfinum er auðgað svo hægt sé að nota það í kjarnorkuvopn. Opinber stefna Ísraels hefur um árabil verið að hvorki viðurkenna né hafna að ríkið búi yfir kjarnorkuvopnum. Tilvist kjarnorkuvopna í Ísrael er þó ekki leyndarmál og hefur ekki verið lengi. Árið 1986 veitti vísindamaðurinn Mordechai Vanunu, sem hafði lengi unnið við kjarnorkuvopnaþróun í Ísrael, Sunday Times ítarlegar upplýsingar um starfsemina í Shimon Peres Negev rannsóknarstöðinni, sem var reist með aðstoð Frakka, og var hann dæmdur í átján ára fangelsi fyrir njósnir. Ekki er þó vitað með fullu hve mörg kjarnorkuvopn Ísrael á en áætlanir eru á bilinu 80 til 200. AP fréttaveitan segir framkvæmdirnar við rannsóknarstöðina þær umfangsmestu í marga áratugi.AP/Planet Labs Ríkisstjórn Ísraels neitaði að svara spurningum AP fréttaveitunnar um framkvæmdirnar. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur verið mjög harðorður í garð stjórnvalda í Íran vegna kjarnorkuáætlunarinnar þar í landi. Sú áætlun er vöktuð af Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA, öfugt við kjarnorkuvopnaáætlun Ísraels, þó Íranir hafi verið sakaðir um að grafa undan því eftirliti að undanförnu eftir að Bandaríkin riftu kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Ráðamenn í Íran tilkynntu nýverið að þeir væru byrjaðir að auðga úraníum í tuttugu prósent. Stuttan tíma tekur að vopnvæða tuttugu prósenta auðgað úraníum. Evrópuríki hafa undanfarið hvatt Írani til að draga úr auðguninni. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við gáfu nokkrar mögulegar skýringar á framkvæmdunum sem sjást á gervihnattamyndum. Mögulega sé verið að gera endurbætur á kjarnakljúfinum eða jafnvel slökkva á honum og gera nýjan. Ísrael Íran Kjarnorka Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Verið er að grafa holu á stærð við fótboltavöll við Shimon Peres Negev kjarnorkurannsóknarstöðina nærri borginni Dimona og er hún talin vera nokkrar hæðir á dýpt, miðað við gervihnattarmyndir. Í rannsóknarstöðinni eru neðanjarðar rannsóknarstofur þar sem plútóníum úr kjarnakljúfinum er auðgað svo hægt sé að nota það í kjarnorkuvopn. Opinber stefna Ísraels hefur um árabil verið að hvorki viðurkenna né hafna að ríkið búi yfir kjarnorkuvopnum. Tilvist kjarnorkuvopna í Ísrael er þó ekki leyndarmál og hefur ekki verið lengi. Árið 1986 veitti vísindamaðurinn Mordechai Vanunu, sem hafði lengi unnið við kjarnorkuvopnaþróun í Ísrael, Sunday Times ítarlegar upplýsingar um starfsemina í Shimon Peres Negev rannsóknarstöðinni, sem var reist með aðstoð Frakka, og var hann dæmdur í átján ára fangelsi fyrir njósnir. Ekki er þó vitað með fullu hve mörg kjarnorkuvopn Ísrael á en áætlanir eru á bilinu 80 til 200. AP fréttaveitan segir framkvæmdirnar við rannsóknarstöðina þær umfangsmestu í marga áratugi.AP/Planet Labs Ríkisstjórn Ísraels neitaði að svara spurningum AP fréttaveitunnar um framkvæmdirnar. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur verið mjög harðorður í garð stjórnvalda í Íran vegna kjarnorkuáætlunarinnar þar í landi. Sú áætlun er vöktuð af Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA, öfugt við kjarnorkuvopnaáætlun Ísraels, þó Íranir hafi verið sakaðir um að grafa undan því eftirliti að undanförnu eftir að Bandaríkin riftu kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Ráðamenn í Íran tilkynntu nýverið að þeir væru byrjaðir að auðga úraníum í tuttugu prósent. Stuttan tíma tekur að vopnvæða tuttugu prósenta auðgað úraníum. Evrópuríki hafa undanfarið hvatt Írani til að draga úr auðguninni. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við gáfu nokkrar mögulegar skýringar á framkvæmdunum sem sjást á gervihnattamyndum. Mögulega sé verið að gera endurbætur á kjarnakljúfinum eða jafnvel slökkva á honum og gera nýjan.
Ísrael Íran Kjarnorka Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira