Sendi teikningar af þinghúsi Þýskalands til rússnesks njósnara Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2021 16:20 Maðurinn er sagður hafa unnið við viðhald í þinghúsinu. EPA/Flip Singer Þýskir alríkissaksóknarar hafa ákært þýskan ríkisborgara fyrir að hafa útvegað rússneskum manni, sem grunaður er um að vera njósnari, teikningar og önnur gögn um þinghús Þýskalands. Samkvæmt tilkynningu frá saksóknurum, sem DW vísar í heitir maðurinn Jens F. og er 55 ára gamall. Hann vann við viðhald á rafmagnsbúnaði í neðri deild þýska þingsins, sem kallast Bundestag. Hann notaði það starf sitt til að koma höndum yfir gögn um þinghúsið og koma þeim til starfsmanns sendiráðs Rússlands í Berlín. Sá er talinn vera njósnari sem starfar fyrir leyniþjónustu herafla Rússlands, GRU. Það sem meira er, þá er Jens sagður hafa byrjað að veita Rússum þessar upplýsingar að eigin frumkvæði. Hann sendi fyrst PFG skrá á usb-drifi með teikningum af hluta þinghússins til rússnesks njósnara á ákveðnu tímabili árið 2017. Rússar hafa áður verið sakaðir um njósnir á þýska þinginu. Í fyrra sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að staðfest væri að útsendarar GRU hefðu brotist inn í tölvukerfi hennar árið 2015. Árið 2016 sakaði leyniþjónusta Þýskalands opinberlega hóp hakkara, sem sagður er starfa fyrir rússnesk stjórnvöld, um tölvuárásina. Hópurinn, sem ýmist gengur undir nafninu Fancy Bear eða APT28, er einnig talinn bera ábyrgð á tölvuárásum í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar 2016. Þýskaland Rússland Tölvuárásir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá saksóknurum, sem DW vísar í heitir maðurinn Jens F. og er 55 ára gamall. Hann vann við viðhald á rafmagnsbúnaði í neðri deild þýska þingsins, sem kallast Bundestag. Hann notaði það starf sitt til að koma höndum yfir gögn um þinghúsið og koma þeim til starfsmanns sendiráðs Rússlands í Berlín. Sá er talinn vera njósnari sem starfar fyrir leyniþjónustu herafla Rússlands, GRU. Það sem meira er, þá er Jens sagður hafa byrjað að veita Rússum þessar upplýsingar að eigin frumkvæði. Hann sendi fyrst PFG skrá á usb-drifi með teikningum af hluta þinghússins til rússnesks njósnara á ákveðnu tímabili árið 2017. Rússar hafa áður verið sakaðir um njósnir á þýska þinginu. Í fyrra sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að staðfest væri að útsendarar GRU hefðu brotist inn í tölvukerfi hennar árið 2015. Árið 2016 sakaði leyniþjónusta Þýskalands opinberlega hóp hakkara, sem sagður er starfa fyrir rússnesk stjórnvöld, um tölvuárásina. Hópurinn, sem ýmist gengur undir nafninu Fancy Bear eða APT28, er einnig talinn bera ábyrgð á tölvuárásum í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar 2016.
Þýskaland Rússland Tölvuárásir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira