Innlent

Virti ekki grímu­skyldu og fór áður en lög­regla mætti á svæðið

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Viðskiptavinur vildi ekki vera með grímu.
Viðskiptavinur vildi ekki vera með grímu. Vísir/Vilhelm

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í verslun í Hlíðahverfi í Reykjavík á fimmta tímanum í dag. Eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglu neitaði viðskiptavinur að virða grímuskyldu. Hann var þó haldinn sína leið þegar lögregla mætti á svæðið.

Í dagbók lögreglu yfir helstu tíðindi frá klukkan ellefu í morgun til fimm í dag eru þá tvær færslur sem snúa að akstri undir áhrifum. Klukkan hálf tólf var ökumaður stöðvaður í Kópavogi grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá reyndist án ökuréttinda og á ótryggðri bifreið.

Þá var bifreið stöðvuð í vesturbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum. Ökumaður hennar var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og reyndist bílprófslaus eftir fyrri afskipti lögreglu af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×