Innlent

Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögreglubíll í Hafnarstræti á leið með grunaða einstaklinga í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem krafa um gæsluvarðhald er tekin fyrir.
Lögreglubíll í Hafnarstræti á leið með grunaða einstaklinga í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem krafa um gæsluvarðhald er tekin fyrir. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á fimmtugsaldri var í morgun úrskurðaður í áframhaldandi vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar. Í tilkynningu frá lögreglu segir að úrskurðurinn sé á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Karlmaðurinn var handtekinn þann 20. febrúar og var sá níundi til að verða úrskurðaður í gæsluvarðhald. Nú eru sjö í gæsluvarðhaldi en tveir til viðbótar sæta farbanni.

Lögregla hefur haldið þétt að sér spilunum við rannsóknina og segist í tilkynningu í dag engar frekar upplýsingar geta veitt varðandi rannsókn málsins. Á morgun verða liðnar tvær vikur frá morðinu í Rauðagerði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×