Um manninn og fleiri dýr Heiða Björk Sturludóttir skrifar 26. febrúar 2021 14:32 Ætla loks að skrifa það sem hefur velkst um í kollinum á mér í nokkur ár. Það er þetta með tjáninguna og ábyrgðina. Orð eru til alls fyrst. Ef menn kynna sér söguna má sjá hve stórkostlega varlega menn þurfa að fara í yfirlýsingum og orðræðu. Endalaus hatursáróður gegn ákveðnum hópum, leiðir á endanum til þess að einhverjir framkvæma í anda áróðursins. Ráðast gegn ákveðnum hópum. Víða má drepa niður fæti til að gefa dæmi um áhrifamátt orða. Nasistar sköðuðu ímynd gyðinga markvisst þar til hinum almenna borgara þótti í lagi að ráðast á þá með ofbeldi. Í Rúanda var hatursorðræða gegn stórum hluta íbúa, útvarpað markvisst sem endaði hörmulega. Ekki svo langt síðan það gerðist. Hatursorðæða gegn samkynhneigðum viðgengst víða og leiðir iðulega til árása á þá. Sem betur fer er ekki mikið um það hér á landi. Enda er það þekkt í sálfræði að ef þú æpir nógu hátt og nógu lengi tiltekinn áróður, endar með því að fólk fer að trúa því. Nærtækasta dæmið er síðan Bandaríkin á tímum Trumps, sem linnulaust var með áróður gegn fjölmiðlum og fjölmiðlafólki sem leiddi síðan til þess að almenningur tók að ráðast á fjölmiðlafólk. Ég sé endrum og sinnum linnulausan hatursáróður gegn köttum og minnir það mig á ábyrgð orðanna. Enda hefur það sýnt sig, síðast í fréttum RUV 26. febrúar 2021, að sumir grípa til ofbeldis. Ráðist er á ketti, þeir skotnir með haglabyssum greyin. Oft kettir sem hvergi eiga sér heimili, því hjartalitlir eigendur hafa yfirgefið þá eða vanrækja þá. Kettir, þó þeir séu hálf-villtir, eru þó orðnir það heimilisvanir að þeir geta ekki lifað af án hjálpar mannsins. Þeir sem gera það, lifa þó ekki lengi og lífið er gríðarlega erfitt fyrir þá. Ekki bætir úr skák að síðan eru þeir limlestir af kærleiksgrönnu fólki. Annað mál er síðan dýrarasisminn sem skýn í gegnum þessi skrif og orðræðu gegn köttum. Hundar eru svo góðir en kettir vondir skrifa og segja sumir. Og hvert er þá viðmiðið á góðu dýri og vondu? Það er maðurinn og hans ego. Ekkert í náttúrunni á rétt á sér nema maðurinn hafi gagn af því. Hundurinn gerir gagn. Hann smalar kindum, leitar að týndu fólki og er þannig til gagns. Á skala mannsins, gerir kötturinn þannig ekki gagn og þá er hann nánast réttdræpur. Skógarþrösturinn, gerir hann gagn? Hann veitir gleði. Sömuleiðis veita kettir stórkostlega gleði. Dýr geta þannig gert gagn, án hins hefðbundna skala um vinnusemi eða afurðir. En kettir er stórkostleg dýr, eins og önnur dýr. Eins og hundar, fuglar, refir, hestar, kindur o.s.frv. Í sjálfhverfu sinni presentera sumir, að kettir séu vondir, því þeir drepi fugla. (geisp). Maðurinn drepur mun fleiri fugla. Hann drepur, rjúpur, endur, gæsir, kjúklinga og fleira. Oft hörmuleg meðferð sem fuglarnir hafa upplifað mánuðum saman, áður en maðurinn drepur þá. Maðurinn á að vera gáfaðasta dýrið í sköpunarverkinu. Kötturnn hefur gáfur á við 3-4 ára barn. Ekki þýðir að segja við hann: ,,skamm, - vera góður við fuglana og ekki drepa." En, hvað um manninn? Með allar sínar gáfur? Enn erum við með fornaldarlegar aðferðir við framleiðslu kjöts og horfum fram hjá illri meðferð húsdýra. Mér finnst þetta svo hörmuleg hræsni, hjá þeim sem halda endalaust áfram að hamast í köttum, vitandi uppá sig sökina um eigin „vonsku“. Ekki það að ég sé á móti dýraáti. Ég er ekki að predika gegn því. Bara, láta ketti í friði í stað þess að kasta steinum úr glerhúsi. Ef, betur væri farið með ketti, væru ekki allir þessir villikettir. Það eru helst þeir sem drepa fugla til að lifa af. Heimiliskettir, sem haldið er inni á næturnar, eru með bjöllu og haldið enn meira inni í maí og júní, á meðan varp stendur yfir, eru ekki mikil ógn við fugla. Hvað með það þó köttur drepi einn og einn fugl. Er fólk alveg dottið úr tengingu við náttúruna? Svoleiðis er náttúran. Maðurinn með sinn yfirgang, stærra og stærra byggingarsvæði, bílar, vegir, flugvélar, flugeldar, mótorhjól og læti skaða fuglalíf mun meira. Höfundur er sagnfræðingur og dýraunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gæludýr Dýr Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Ætla loks að skrifa það sem hefur velkst um í kollinum á mér í nokkur ár. Það er þetta með tjáninguna og ábyrgðina. Orð eru til alls fyrst. Ef menn kynna sér söguna má sjá hve stórkostlega varlega menn þurfa að fara í yfirlýsingum og orðræðu. Endalaus hatursáróður gegn ákveðnum hópum, leiðir á endanum til þess að einhverjir framkvæma í anda áróðursins. Ráðast gegn ákveðnum hópum. Víða má drepa niður fæti til að gefa dæmi um áhrifamátt orða. Nasistar sköðuðu ímynd gyðinga markvisst þar til hinum almenna borgara þótti í lagi að ráðast á þá með ofbeldi. Í Rúanda var hatursorðræða gegn stórum hluta íbúa, útvarpað markvisst sem endaði hörmulega. Ekki svo langt síðan það gerðist. Hatursorðæða gegn samkynhneigðum viðgengst víða og leiðir iðulega til árása á þá. Sem betur fer er ekki mikið um það hér á landi. Enda er það þekkt í sálfræði að ef þú æpir nógu hátt og nógu lengi tiltekinn áróður, endar með því að fólk fer að trúa því. Nærtækasta dæmið er síðan Bandaríkin á tímum Trumps, sem linnulaust var með áróður gegn fjölmiðlum og fjölmiðlafólki sem leiddi síðan til þess að almenningur tók að ráðast á fjölmiðlafólk. Ég sé endrum og sinnum linnulausan hatursáróður gegn köttum og minnir það mig á ábyrgð orðanna. Enda hefur það sýnt sig, síðast í fréttum RUV 26. febrúar 2021, að sumir grípa til ofbeldis. Ráðist er á ketti, þeir skotnir með haglabyssum greyin. Oft kettir sem hvergi eiga sér heimili, því hjartalitlir eigendur hafa yfirgefið þá eða vanrækja þá. Kettir, þó þeir séu hálf-villtir, eru þó orðnir það heimilisvanir að þeir geta ekki lifað af án hjálpar mannsins. Þeir sem gera það, lifa þó ekki lengi og lífið er gríðarlega erfitt fyrir þá. Ekki bætir úr skák að síðan eru þeir limlestir af kærleiksgrönnu fólki. Annað mál er síðan dýrarasisminn sem skýn í gegnum þessi skrif og orðræðu gegn köttum. Hundar eru svo góðir en kettir vondir skrifa og segja sumir. Og hvert er þá viðmiðið á góðu dýri og vondu? Það er maðurinn og hans ego. Ekkert í náttúrunni á rétt á sér nema maðurinn hafi gagn af því. Hundurinn gerir gagn. Hann smalar kindum, leitar að týndu fólki og er þannig til gagns. Á skala mannsins, gerir kötturinn þannig ekki gagn og þá er hann nánast réttdræpur. Skógarþrösturinn, gerir hann gagn? Hann veitir gleði. Sömuleiðis veita kettir stórkostlega gleði. Dýr geta þannig gert gagn, án hins hefðbundna skala um vinnusemi eða afurðir. En kettir er stórkostleg dýr, eins og önnur dýr. Eins og hundar, fuglar, refir, hestar, kindur o.s.frv. Í sjálfhverfu sinni presentera sumir, að kettir séu vondir, því þeir drepi fugla. (geisp). Maðurinn drepur mun fleiri fugla. Hann drepur, rjúpur, endur, gæsir, kjúklinga og fleira. Oft hörmuleg meðferð sem fuglarnir hafa upplifað mánuðum saman, áður en maðurinn drepur þá. Maðurinn á að vera gáfaðasta dýrið í sköpunarverkinu. Kötturnn hefur gáfur á við 3-4 ára barn. Ekki þýðir að segja við hann: ,,skamm, - vera góður við fuglana og ekki drepa." En, hvað um manninn? Með allar sínar gáfur? Enn erum við með fornaldarlegar aðferðir við framleiðslu kjöts og horfum fram hjá illri meðferð húsdýra. Mér finnst þetta svo hörmuleg hræsni, hjá þeim sem halda endalaust áfram að hamast í köttum, vitandi uppá sig sökina um eigin „vonsku“. Ekki það að ég sé á móti dýraáti. Ég er ekki að predika gegn því. Bara, láta ketti í friði í stað þess að kasta steinum úr glerhúsi. Ef, betur væri farið með ketti, væru ekki allir þessir villikettir. Það eru helst þeir sem drepa fugla til að lifa af. Heimiliskettir, sem haldið er inni á næturnar, eru með bjöllu og haldið enn meira inni í maí og júní, á meðan varp stendur yfir, eru ekki mikil ógn við fugla. Hvað með það þó köttur drepi einn og einn fugl. Er fólk alveg dottið úr tengingu við náttúruna? Svoleiðis er náttúran. Maðurinn með sinn yfirgang, stærra og stærra byggingarsvæði, bílar, vegir, flugvélar, flugeldar, mótorhjól og læti skaða fuglalíf mun meira. Höfundur er sagnfræðingur og dýraunnandi.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun