Að þessu sinni heimsótti Langston Nýsjálendinginn Mark sem býr í smáhýsi í Taupo í Nýja-Sjálandi. Mark er ekki ungur maður en fékk nýlega áhuga á smáhýsum og ákvað í kjölfarið að reisa eitt slíkt sjálfur.
Húsið er færanlegt og á hjólum og er hreinlega hugað að öllu. Á þaki hússins eru sólarplötur sem fanga sólarorkuna og breyta í rafmagn fyrir heimilið.
Húsið er í raun tveggja hæða með fallegu svefnlofti á efri hæðinni en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.