Sakfelldur fyrir að nauðga dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar eftir sýknu í héraði Eiður Þór Árnason skrifar 26. febrúar 2021 17:13 Málið var fyrst tekið fyrir í Landsrétti í janúar í fyrra. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar. Einnig var hann sakfelldur fyrir vörslu kókaíns og fyrir að hafa skoðað 85 ljósmyndir og eitt myndband sem sýndu börn á kynferðislegan hátt í farsíma sínum. Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi en við ákvörðun refsingar var litið til þess að með háttsemi sinni nýtti maðurinn sér yfirburðastöðu sína gagnvart brotaþola og traust hennar og trúnað sem sambýlismaður móður hennar. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður sýknað manninn af ákæru fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stúlkunni en Landsréttur taldi það hafið yfir skynsamlegan vafa að hinn ákærði hafi gerst sekur um háttsemina. Héraðsdómur sakfelldi hins vegar manninn fyrir hin tvö brotin og staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu. Málið var fyrst tekið fyrir í Landsrétti í janúar 2020 en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í október vegna annmarka á sönnunarmati og vísaði málinu aftur til Landsréttar. Hinn sakfelldi viðurkenndi fíkniefnalagabrotið en gekkst ekki við hinum ásökununum. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að hafa snert kynfæri og rass stúlkunnar. Héraðsdómur taldi framburð stúlkunnar vera ótraustan Í sýknudómi héraðsdóms var byggt á því að framburður stúlkunnar hafi verið misvísandi um nokkur atriði og verið svo ótraustur að ekki væri unnt að útiloka áhrif annarra, einkum móður, á framburð hennar. Þá hafi frásögn brotaþola verið misvísandi um hvar brotið eigi að hafa verið framið. „Í því ljósi, en einnig að gættum öðrum atriðum sem nefnd voru í forsendum dómsins, þótti ekki unnt að slá því föstu, svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann er sakaður um samkvæmt þessum ákærulið.“ Sagðist hafa náð óvart í myndirnar Fram kemur í dómi Landsréttar að ljóst sé að framburður stúlkunnar í fyrri skýrslutöku væri ólíkur þeim sem hún gaf við síðari skýrslutöku en hann væri samt sem áður trúverðugur. „Þegar lagt er mat á trúverðugleika síðari framburðar brotaþola verður að líta til þess að hún var nýlega orðin […] ára gömul þegar hún gaf skýrsluna. Verður að fallast á með ákæruvaldinu að almennt sé ólíklegt að svo ungir brotaþolar geti lýst atvikum með þeim hætti sem brotaþoli gerði án þess að hafa upplifað þau sjálf,“ segir í dómi Landsréttar. Í tengslum við barnaníðsefnið þá skýrði maðurinn tilvist myndanna í síma sínum með því að hann hafi verið í samskiptum á spjallsíðu á netinu þar sem fólk væri að skiptast á klámmyndum. Hann hafi þá ýtt á einhvern hlekk sem þar var sendur sem færði hann inn á einhverja aðra netsíðu og hafi umræddar myndir þá vistast óumbeðið í síma hans. Þá hafi hann séð að eitthvað var athugavert við myndirnar og farið strax út af síðunni. Landsréttur taldi þessar skýringar ótrúverðugar, einkum með tilliti til þeirra gagna sem lögregla hafði handlagt úr síma hans. Bentu þau meðal annars til þess að hann hafi skoðað sumar myndirnar ítrekað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Sjá meira
Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi en við ákvörðun refsingar var litið til þess að með háttsemi sinni nýtti maðurinn sér yfirburðastöðu sína gagnvart brotaþola og traust hennar og trúnað sem sambýlismaður móður hennar. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður sýknað manninn af ákæru fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stúlkunni en Landsréttur taldi það hafið yfir skynsamlegan vafa að hinn ákærði hafi gerst sekur um háttsemina. Héraðsdómur sakfelldi hins vegar manninn fyrir hin tvö brotin og staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu. Málið var fyrst tekið fyrir í Landsrétti í janúar 2020 en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í október vegna annmarka á sönnunarmati og vísaði málinu aftur til Landsréttar. Hinn sakfelldi viðurkenndi fíkniefnalagabrotið en gekkst ekki við hinum ásökununum. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að hafa snert kynfæri og rass stúlkunnar. Héraðsdómur taldi framburð stúlkunnar vera ótraustan Í sýknudómi héraðsdóms var byggt á því að framburður stúlkunnar hafi verið misvísandi um nokkur atriði og verið svo ótraustur að ekki væri unnt að útiloka áhrif annarra, einkum móður, á framburð hennar. Þá hafi frásögn brotaþola verið misvísandi um hvar brotið eigi að hafa verið framið. „Í því ljósi, en einnig að gættum öðrum atriðum sem nefnd voru í forsendum dómsins, þótti ekki unnt að slá því föstu, svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann er sakaður um samkvæmt þessum ákærulið.“ Sagðist hafa náð óvart í myndirnar Fram kemur í dómi Landsréttar að ljóst sé að framburður stúlkunnar í fyrri skýrslutöku væri ólíkur þeim sem hún gaf við síðari skýrslutöku en hann væri samt sem áður trúverðugur. „Þegar lagt er mat á trúverðugleika síðari framburðar brotaþola verður að líta til þess að hún var nýlega orðin […] ára gömul þegar hún gaf skýrsluna. Verður að fallast á með ákæruvaldinu að almennt sé ólíklegt að svo ungir brotaþolar geti lýst atvikum með þeim hætti sem brotaþoli gerði án þess að hafa upplifað þau sjálf,“ segir í dómi Landsréttar. Í tengslum við barnaníðsefnið þá skýrði maðurinn tilvist myndanna í síma sínum með því að hann hafi verið í samskiptum á spjallsíðu á netinu þar sem fólk væri að skiptast á klámmyndum. Hann hafi þá ýtt á einhvern hlekk sem þar var sendur sem færði hann inn á einhverja aðra netsíðu og hafi umræddar myndir þá vistast óumbeðið í síma hans. Þá hafi hann séð að eitthvað var athugavert við myndirnar og farið strax út af síðunni. Landsréttur taldi þessar skýringar ótrúverðugar, einkum með tilliti til þeirra gagna sem lögregla hafði handlagt úr síma hans. Bentu þau meðal annars til þess að hann hafi skoðað sumar myndirnar ítrekað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Sjá meira