Sakfelldur fyrir að nauðga dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar eftir sýknu í héraði Eiður Þór Árnason skrifar 26. febrúar 2021 17:13 Málið var fyrst tekið fyrir í Landsrétti í janúar í fyrra. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar. Einnig var hann sakfelldur fyrir vörslu kókaíns og fyrir að hafa skoðað 85 ljósmyndir og eitt myndband sem sýndu börn á kynferðislegan hátt í farsíma sínum. Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi en við ákvörðun refsingar var litið til þess að með háttsemi sinni nýtti maðurinn sér yfirburðastöðu sína gagnvart brotaþola og traust hennar og trúnað sem sambýlismaður móður hennar. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður sýknað manninn af ákæru fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stúlkunni en Landsréttur taldi það hafið yfir skynsamlegan vafa að hinn ákærði hafi gerst sekur um háttsemina. Héraðsdómur sakfelldi hins vegar manninn fyrir hin tvö brotin og staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu. Málið var fyrst tekið fyrir í Landsrétti í janúar 2020 en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í október vegna annmarka á sönnunarmati og vísaði málinu aftur til Landsréttar. Hinn sakfelldi viðurkenndi fíkniefnalagabrotið en gekkst ekki við hinum ásökununum. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að hafa snert kynfæri og rass stúlkunnar. Héraðsdómur taldi framburð stúlkunnar vera ótraustan Í sýknudómi héraðsdóms var byggt á því að framburður stúlkunnar hafi verið misvísandi um nokkur atriði og verið svo ótraustur að ekki væri unnt að útiloka áhrif annarra, einkum móður, á framburð hennar. Þá hafi frásögn brotaþola verið misvísandi um hvar brotið eigi að hafa verið framið. „Í því ljósi, en einnig að gættum öðrum atriðum sem nefnd voru í forsendum dómsins, þótti ekki unnt að slá því föstu, svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann er sakaður um samkvæmt þessum ákærulið.“ Sagðist hafa náð óvart í myndirnar Fram kemur í dómi Landsréttar að ljóst sé að framburður stúlkunnar í fyrri skýrslutöku væri ólíkur þeim sem hún gaf við síðari skýrslutöku en hann væri samt sem áður trúverðugur. „Þegar lagt er mat á trúverðugleika síðari framburðar brotaþola verður að líta til þess að hún var nýlega orðin […] ára gömul þegar hún gaf skýrsluna. Verður að fallast á með ákæruvaldinu að almennt sé ólíklegt að svo ungir brotaþolar geti lýst atvikum með þeim hætti sem brotaþoli gerði án þess að hafa upplifað þau sjálf,“ segir í dómi Landsréttar. Í tengslum við barnaníðsefnið þá skýrði maðurinn tilvist myndanna í síma sínum með því að hann hafi verið í samskiptum á spjallsíðu á netinu þar sem fólk væri að skiptast á klámmyndum. Hann hafi þá ýtt á einhvern hlekk sem þar var sendur sem færði hann inn á einhverja aðra netsíðu og hafi umræddar myndir þá vistast óumbeðið í síma hans. Þá hafi hann séð að eitthvað var athugavert við myndirnar og farið strax út af síðunni. Landsréttur taldi þessar skýringar ótrúverðugar, einkum með tilliti til þeirra gagna sem lögregla hafði handlagt úr síma hans. Bentu þau meðal annars til þess að hann hafi skoðað sumar myndirnar ítrekað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Sjá meira
Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi en við ákvörðun refsingar var litið til þess að með háttsemi sinni nýtti maðurinn sér yfirburðastöðu sína gagnvart brotaþola og traust hennar og trúnað sem sambýlismaður móður hennar. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður sýknað manninn af ákæru fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stúlkunni en Landsréttur taldi það hafið yfir skynsamlegan vafa að hinn ákærði hafi gerst sekur um háttsemina. Héraðsdómur sakfelldi hins vegar manninn fyrir hin tvö brotin og staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu. Málið var fyrst tekið fyrir í Landsrétti í janúar 2020 en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í október vegna annmarka á sönnunarmati og vísaði málinu aftur til Landsréttar. Hinn sakfelldi viðurkenndi fíkniefnalagabrotið en gekkst ekki við hinum ásökununum. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að hafa snert kynfæri og rass stúlkunnar. Héraðsdómur taldi framburð stúlkunnar vera ótraustan Í sýknudómi héraðsdóms var byggt á því að framburður stúlkunnar hafi verið misvísandi um nokkur atriði og verið svo ótraustur að ekki væri unnt að útiloka áhrif annarra, einkum móður, á framburð hennar. Þá hafi frásögn brotaþola verið misvísandi um hvar brotið eigi að hafa verið framið. „Í því ljósi, en einnig að gættum öðrum atriðum sem nefnd voru í forsendum dómsins, þótti ekki unnt að slá því föstu, svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann er sakaður um samkvæmt þessum ákærulið.“ Sagðist hafa náð óvart í myndirnar Fram kemur í dómi Landsréttar að ljóst sé að framburður stúlkunnar í fyrri skýrslutöku væri ólíkur þeim sem hún gaf við síðari skýrslutöku en hann væri samt sem áður trúverðugur. „Þegar lagt er mat á trúverðugleika síðari framburðar brotaþola verður að líta til þess að hún var nýlega orðin […] ára gömul þegar hún gaf skýrsluna. Verður að fallast á með ákæruvaldinu að almennt sé ólíklegt að svo ungir brotaþolar geti lýst atvikum með þeim hætti sem brotaþoli gerði án þess að hafa upplifað þau sjálf,“ segir í dómi Landsréttar. Í tengslum við barnaníðsefnið þá skýrði maðurinn tilvist myndanna í síma sínum með því að hann hafi verið í samskiptum á spjallsíðu á netinu þar sem fólk væri að skiptast á klámmyndum. Hann hafi þá ýtt á einhvern hlekk sem þar var sendur sem færði hann inn á einhverja aðra netsíðu og hafi umræddar myndir þá vistast óumbeðið í síma hans. Þá hafi hann séð að eitthvað var athugavert við myndirnar og farið strax út af síðunni. Landsréttur taldi þessar skýringar ótrúverðugar, einkum með tilliti til þeirra gagna sem lögregla hafði handlagt úr síma hans. Bentu þau meðal annars til þess að hann hafi skoðað sumar myndirnar ítrekað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Sjá meira