Jeremy Lin segist hafa verið kallaður kórónuvírus í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 10:00 Jeremy Lin fór í eitt tímabil til Kína en er nú að reyna að komast aftur inn í NBA-deildina. Getty/VCG Íslandsvinurinn Jeremy Lin henti fram sprengju í færslu á samfélagsmiðlum um helgina og þjálfari Golden State Warriors vill frekari rannsókn á málinu. Körfuboltamaðurinn Jeremy Lin vill ekki segja hver það var sem kallaði hann kórónuvírus í leik á dögunum en hann vildi vekja athygli á þeim kynþáttafordómum sem hann verður enn fyrir inn á körfuboltavellinum. Jeremy Lin spilar nú í G-deildinni sem er þróunardeild NBA og er hann leikmaður Santa Cruz Warriors, hliðarliðs Golden State Warriors. Jeremy Lin vakti heimsathygli á sínum tíma þegar hann sló óvænt í gegn með liði New York Knicks og hefur síðan gert samninga við Houston Rockets, Charlotte Hornets og Brooklyn Nets. Hann samdi síðan við kínverska liðið Beijing Ducks 2019 og spilaði með því í eitt tímabil. "Being a 9 year NBA veteran doesn't protect me from being called 'coronavirus' on the court."Jeremy Lin detailed the racism that he and other Asian Americans have experienced. #StopAsianHate(via @jlin7) pic.twitter.com/cBmHkOCSsn— ESPN (@espn) February 26, 2021 Lin vildi komast aftur í NBA-deildina en hann er orðinn 32 ára gamall. Lin ætlar nú að reyna að vinna sér sæti í NBA á ný með góðri frammistöðu í G-deildinni. Færsla Jeremy Lin á samfélagsmiðlum var um kynþáttaformdóma gegn Bandaríkjamönnum af asískum ættum eins og hann er sjálfur. Lin skrifaði að fólk af asískum ættum í Bandaríkjunum væri orðið langþreytt á því að heyra það að það yrði ekki fyrir kynþáttafordómum. „Þrátt fyrir að eiga að baki níu ár í NBA-deildinni þá ver það mig ekki fyrir að vera kallaður kórónuvírus í miðjum leik,“ skrifaði Jeremy Lin. Jeremy Lin sagði ekki frá því hver það var sem kallaði hann þetta og hefur heldur ekki viljað segja frá því þegar bandarískir blaðamenn hafa spurt hann út í það. The NBA G League is investigating Jeremy Lin's statements that he's been called "Coronavirus" during games, per @ShamsCharania pic.twitter.com/yUDY4MO0f2— Bleacher Report (@BleacherReport) February 27, 2021 Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, vildi að NBA-deildin myndi rannsaka betur ásakanir Jeremy Lin. Jeremy Lin fór óvenjulega leið inn í NBA-deildinni en hann gafst aldrei upp þótt lítið hafi gengið framan af. Hann kom úr Harvard háskólanum og svaf meðal annars á sófa vinar síns til að halda draumnum gangandi. Tækifærið kom síðan hjá New York Knicks á 2011-12 tímabilinu. Hann er með 11,6 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í 480 leikjum í NBA-deildinni frá 2010 til 2019. .@JLin7 speaks out on racist attacks against the Asian community. pic.twitter.com/Ly2jJX3DTp— Bleacher Report (@BleacherReport) February 26, 2021 NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Jeremy Lin vill ekki segja hver það var sem kallaði hann kórónuvírus í leik á dögunum en hann vildi vekja athygli á þeim kynþáttafordómum sem hann verður enn fyrir inn á körfuboltavellinum. Jeremy Lin spilar nú í G-deildinni sem er þróunardeild NBA og er hann leikmaður Santa Cruz Warriors, hliðarliðs Golden State Warriors. Jeremy Lin vakti heimsathygli á sínum tíma þegar hann sló óvænt í gegn með liði New York Knicks og hefur síðan gert samninga við Houston Rockets, Charlotte Hornets og Brooklyn Nets. Hann samdi síðan við kínverska liðið Beijing Ducks 2019 og spilaði með því í eitt tímabil. "Being a 9 year NBA veteran doesn't protect me from being called 'coronavirus' on the court."Jeremy Lin detailed the racism that he and other Asian Americans have experienced. #StopAsianHate(via @jlin7) pic.twitter.com/cBmHkOCSsn— ESPN (@espn) February 26, 2021 Lin vildi komast aftur í NBA-deildina en hann er orðinn 32 ára gamall. Lin ætlar nú að reyna að vinna sér sæti í NBA á ný með góðri frammistöðu í G-deildinni. Færsla Jeremy Lin á samfélagsmiðlum var um kynþáttaformdóma gegn Bandaríkjamönnum af asískum ættum eins og hann er sjálfur. Lin skrifaði að fólk af asískum ættum í Bandaríkjunum væri orðið langþreytt á því að heyra það að það yrði ekki fyrir kynþáttafordómum. „Þrátt fyrir að eiga að baki níu ár í NBA-deildinni þá ver það mig ekki fyrir að vera kallaður kórónuvírus í miðjum leik,“ skrifaði Jeremy Lin. Jeremy Lin sagði ekki frá því hver það var sem kallaði hann þetta og hefur heldur ekki viljað segja frá því þegar bandarískir blaðamenn hafa spurt hann út í það. The NBA G League is investigating Jeremy Lin's statements that he's been called "Coronavirus" during games, per @ShamsCharania pic.twitter.com/yUDY4MO0f2— Bleacher Report (@BleacherReport) February 27, 2021 Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, vildi að NBA-deildin myndi rannsaka betur ásakanir Jeremy Lin. Jeremy Lin fór óvenjulega leið inn í NBA-deildinni en hann gafst aldrei upp þótt lítið hafi gengið framan af. Hann kom úr Harvard háskólanum og svaf meðal annars á sófa vinar síns til að halda draumnum gangandi. Tækifærið kom síðan hjá New York Knicks á 2011-12 tímabilinu. Hann er með 11,6 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í 480 leikjum í NBA-deildinni frá 2010 til 2019. .@JLin7 speaks out on racist attacks against the Asian community. pic.twitter.com/Ly2jJX3DTp— Bleacher Report (@BleacherReport) February 26, 2021
NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum