„Skildi ekki orð af því sem dómararnir sögðu við mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2021 10:31 Rúrik og Renata fara áfram eftir næsta þátt. Það er öruggt. @rurikgislason „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í háhæluðum skóm fyrir utan það þegar systir mín dressaði mig upp sem dragdrottning fyrir grímuball þegar ég var svona tíu ára,“ segir Rúrik Gíslason fyrrverandifótboltamaður sem sló rækilega í gegn í þýska dansþættinum Let‘s Dance á föstudagskvöldið. Hann var á línunni í Brennslunni á FM957 í morgun. Rúrik tryggði sér svokallað „Wild card“ í þættinum í gær. Það þýðir að ekki er hægt að kjósa hann úr næsta þætti sem fram fer þann 5. mars. Rúrik er því öruggur í næstu umferð. Rúrik í raun vann símakosninguna og er því öruggur áfram. View this post on Instagram A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) „Þetta var helvíti sérstakt, mjög gaman og ég bjóst ekki alveg við þessu,“ segir Rúrik sem æfir í átta til níu klukkustundir á dag fyrir útsendingarnar. „Í gær var síðan fyrsta æfing fyrir næsta þátt og það voru níu klukkutímar. Ég er ekkert að gera mikið annað en djöfull er þetta gaman samt,“ segir Rúrik en dansfélagi hans er Renata Lusin. „Hún er rússnesk og hefur verið í öðru sæti nokkrum sinnum á heimsmeistaramótinu. Hún er frábær og búin að vera í þessum þáttum áður og er bara mjög skemmtileg. Ég skildi ekki orð af því sem dómararnir sögðu við mig eftir dansinn,“ segir Rúrik og hlær. „Ég held að þau hafi sagt að ég hafi gert þetta vel. Ég skil ekki alveg allt og var í raun meira stressaður fyrir því, því við vorum búin að æfa dansinn vel. Ég var meira stressaður fyrir því að tala og tjá mig.“ Þó að Rúrik sé öruggur áfram í næsta þætti ætlar hann ekki að gefa neitt eftir. „Ég hef helvíti gaman af þessu. Ég bý á einhverju hóteli og hef ekkert betra að gera heldur en að vera bara í átta, níu tíma á dag að æfa dans. Þetta er það gaman. Ég bjóst aldrei við því að þetta yrði svona gaman.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Þýskaland Íslendingar erlendis Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Rúrik tryggði sér svokallað „Wild card“ í þættinum í gær. Það þýðir að ekki er hægt að kjósa hann úr næsta þætti sem fram fer þann 5. mars. Rúrik er því öruggur í næstu umferð. Rúrik í raun vann símakosninguna og er því öruggur áfram. View this post on Instagram A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) „Þetta var helvíti sérstakt, mjög gaman og ég bjóst ekki alveg við þessu,“ segir Rúrik sem æfir í átta til níu klukkustundir á dag fyrir útsendingarnar. „Í gær var síðan fyrsta æfing fyrir næsta þátt og það voru níu klukkutímar. Ég er ekkert að gera mikið annað en djöfull er þetta gaman samt,“ segir Rúrik en dansfélagi hans er Renata Lusin. „Hún er rússnesk og hefur verið í öðru sæti nokkrum sinnum á heimsmeistaramótinu. Hún er frábær og búin að vera í þessum þáttum áður og er bara mjög skemmtileg. Ég skildi ekki orð af því sem dómararnir sögðu við mig eftir dansinn,“ segir Rúrik og hlær. „Ég held að þau hafi sagt að ég hafi gert þetta vel. Ég skil ekki alveg allt og var í raun meira stressaður fyrir því, því við vorum búin að æfa dansinn vel. Ég var meira stressaður fyrir því að tala og tjá mig.“ Þó að Rúrik sé öruggur áfram í næsta þætti ætlar hann ekki að gefa neitt eftir. „Ég hef helvíti gaman af þessu. Ég bý á einhverju hóteli og hef ekkert betra að gera heldur en að vera bara í átta, níu tíma á dag að æfa dans. Þetta er það gaman. Ég bjóst aldrei við því að þetta yrði svona gaman.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Þýskaland Íslendingar erlendis Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“