Líklegasta skýring á jarðskjálftunum að kvikuinnskot sé að myndast Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2021 18:08 Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Veðurstofa Íslands Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Ráðið skoðaði gervihnattamyndir sem bárust í dag og sýnir úrvinnsla úr þeim myndum meiri færslu en áður hefur orðið vart við. Fram kemur í tilkynningu frá vísindaráði að kvikuinnskotið sé að öllum líkindum undir Fagradalsfjalli. Ráðið telur líklegustu sviðsmyndir yfir þróun mála næstu daga vera fjórar. Að dragi úr skjálftavirkni næstu daga og vikur; að hrinan muni færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð í nágrenni við Fagradalsfjall; að Skjálfti af stærð allt að 6,5 verði sem eigi sér upptök í Brennisteinsfjöllum; eða að kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall. Kvikuinnskotið geti annað hvort minnkað og kvika storknað eða það leiði til flæðigoss með hraunflæði sem muni líklega ekki ógna byggð. „Núverandi virkni á Reykjanesskaga er kaflaskipt og er erfitt að spá fyrir um nákvæma framvindu. Von er á nýjum gögnum síðar í vikunni sem geta varpað skýrara ljósi á ástæður þessarar hrinu,“ segir í pósti frá vísindaráði. Vísindaráð mun funda aftur á morgun til að leggja frekara mat á þau gögn sem liggja fyrir. Frá því á miðnætti í dag hafa orðið um 1800 skjálftar og hafa þeir að mestu verið bundnir við svæði suðvestur af Keili og Trölladyngju. Af þessum 1800 voru 23 skjálftar stærri en 3 að stærð og um þrír skjálftar stærri en 4 að stærð. Sá stærsti frá miðnætti mældist á fimmta tímanum í dag að stærð 5,1 og átti hann upptök um 1 kílómetra austsuðaustur af Keili. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti upp á 5,1 á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti 5,1 að stærð fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 16:35 í dag. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Hvolsvelli. 1. mars 2021 16:37 Rýmingaráætlun ekki tilbúin en flóttaleiðir þó margar og greiðar Bæjarstjóri í Vogum hefði gjarnan viljað að rýmingaráætlun fyrir Suðurnes væri tilbúin, nú þegar jarðskjálftar skekja svæðið. Sem betur fer séu þó greiðar flóttaleiðir frá Vogum til margra átta, komi til eldgoss. Þá séu jarðskjálftarnir alltaf jafnóþægilegir þegar þeir ríða yfir. 1. mars 2021 15:28 Telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur Jarðskjálftafræðingur telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur til að geta yfirgefið heimili sín í flýti. Borið hefur á umræðu um slíkt á samfélagsmiðlum meðal íbúa á suðvesturhorninu, þar sem mikil jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á miðvikudag. 1. mars 2021 14:29 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá vísindaráði að kvikuinnskotið sé að öllum líkindum undir Fagradalsfjalli. Ráðið telur líklegustu sviðsmyndir yfir þróun mála næstu daga vera fjórar. Að dragi úr skjálftavirkni næstu daga og vikur; að hrinan muni færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð í nágrenni við Fagradalsfjall; að Skjálfti af stærð allt að 6,5 verði sem eigi sér upptök í Brennisteinsfjöllum; eða að kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall. Kvikuinnskotið geti annað hvort minnkað og kvika storknað eða það leiði til flæðigoss með hraunflæði sem muni líklega ekki ógna byggð. „Núverandi virkni á Reykjanesskaga er kaflaskipt og er erfitt að spá fyrir um nákvæma framvindu. Von er á nýjum gögnum síðar í vikunni sem geta varpað skýrara ljósi á ástæður þessarar hrinu,“ segir í pósti frá vísindaráði. Vísindaráð mun funda aftur á morgun til að leggja frekara mat á þau gögn sem liggja fyrir. Frá því á miðnætti í dag hafa orðið um 1800 skjálftar og hafa þeir að mestu verið bundnir við svæði suðvestur af Keili og Trölladyngju. Af þessum 1800 voru 23 skjálftar stærri en 3 að stærð og um þrír skjálftar stærri en 4 að stærð. Sá stærsti frá miðnætti mældist á fimmta tímanum í dag að stærð 5,1 og átti hann upptök um 1 kílómetra austsuðaustur af Keili.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti upp á 5,1 á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti 5,1 að stærð fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 16:35 í dag. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Hvolsvelli. 1. mars 2021 16:37 Rýmingaráætlun ekki tilbúin en flóttaleiðir þó margar og greiðar Bæjarstjóri í Vogum hefði gjarnan viljað að rýmingaráætlun fyrir Suðurnes væri tilbúin, nú þegar jarðskjálftar skekja svæðið. Sem betur fer séu þó greiðar flóttaleiðir frá Vogum til margra átta, komi til eldgoss. Þá séu jarðskjálftarnir alltaf jafnóþægilegir þegar þeir ríða yfir. 1. mars 2021 15:28 Telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur Jarðskjálftafræðingur telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur til að geta yfirgefið heimili sín í flýti. Borið hefur á umræðu um slíkt á samfélagsmiðlum meðal íbúa á suðvesturhorninu, þar sem mikil jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á miðvikudag. 1. mars 2021 14:29 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Skjálfti upp á 5,1 á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti 5,1 að stærð fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 16:35 í dag. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Hvolsvelli. 1. mars 2021 16:37
Rýmingaráætlun ekki tilbúin en flóttaleiðir þó margar og greiðar Bæjarstjóri í Vogum hefði gjarnan viljað að rýmingaráætlun fyrir Suðurnes væri tilbúin, nú þegar jarðskjálftar skekja svæðið. Sem betur fer séu þó greiðar flóttaleiðir frá Vogum til margra átta, komi til eldgoss. Þá séu jarðskjálftarnir alltaf jafnóþægilegir þegar þeir ríða yfir. 1. mars 2021 15:28
Telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur Jarðskjálftafræðingur telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur til að geta yfirgefið heimili sín í flýti. Borið hefur á umræðu um slíkt á samfélagsmiðlum meðal íbúa á suðvesturhorninu, þar sem mikil jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á miðvikudag. 1. mars 2021 14:29