Búið að bólusetja um 3,5% Íslendinga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. mars 2021 21:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist enn þeirrar skoðunar að einnig þeir sem framvísi bólusetningarvottorði á landamærunum eigi að fara í tvöfalda skimun. Lögreglan/Júlíus Allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu sem eru áttatíu ára eða eldri hafa fengið boð í Covid-19 bólusetningu. Búist er við að í þessari viku verði tæplega níu þúsund manns bólusettir. Tæplega 10.300 manns eru á aldrinum 80 til 89 ára hér og hefst Covid-19 bólusetning hjá þessum hópi í Laugardalshöll á morgun og heldur svo áfram á miðvikudag. 4600 manns á aldrinum áttatíu ára og eldri verða bólusettir með bóluefni Pfizer í vikunni og 4300 starfsmenn hjúkrunar-og dvalarheimila sem bóluefni AstraZeneca. Nokkuð hefur borið á því að fólk hafi afþakkað það bóluefni. Sóttvarnarlæknir vonar að ekki komi til þess núna. „Ég vil bara hvetja fólk til að þiggja það bóluefni sem er í boði hverju sinni. Þetta eru allt mjög góð bóluefni og örugg. Það er einhver örlítill munur á þeim en ekkert sem skiptir stóru máli,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Kanna hvort sá sem greindist hafi sloppið við landamæraskimun Einn greindist innanlands í gær eftir að hafa farið í PCR-próf en reyndist vera með mótefni. Það vakti athygli þar sem hann hafði skömmu áður verið skimaður við komu til landsins og reynst neikvæður. „Við erum að skoða hvort að þessi slapp við landamæraskimun hjá okkur,“ segir Þórólfur. „Við munum sjá alls konar svona nýjar útfærslur af smitum sem við höfum ekki verið að glíma við áður.“ Búið er að bólusetja um 3,5% Íslendinga. Hlutfallslega hafa langflestir í heiminum verið bólusettir í Ísrael eða 38,9 prósent. Sóttvarnarlæknir segir að þar sé verið að svara sömu spurningum um bóluefni Pfizer og hefði mátt svara hér hefði bóluefnarannsókn farið fram. „Þeir eru að svara ýmsum spurningum sem að við vildum svara og mér sýnist að þeir hafi fengið það mikið bóluefni að þeir geti svarað þessum spurningum að einhverju leyti,“ segir Þórólfur. „Þeir virðast vera að gera slíkar rannsóknir,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Einn sektaður á Keflavíkurflugvelli og öðrum vísað frá landinu Einn var sektaður um hundrað þúsund krónur fyrir að framvísa ekki neikvæðu PCR vottorði á Keflavíkurflugvelli í dag og öðrum sem ekki hafði neina fullnægjandi pappíra varðandi stöðu sína gagnvart covid 19 var vísað frá landinu. 25. febrúar 2021 19:21 Tæplega sex þúsund einstaklingar bólusettir í þessari viku Til stendur að bólusetja tæplega sex þúsund einstaklinga gegn Covid-19 í þessari viku sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan. 10.530 hafa nú lokið bólusetningu hér á landi og 6.702 til viðbótar fengið fyrri bólusetningu. 22. febrúar 2021 13:28 Talsverður gangur í sölu á flugi til Tenerife Flugsæti eru að seljast upp í ferðir til Tenerife nú um páskana. Harðar aðgerðir á borð við skimanir, sóttkví og neikvætt próf gegn Covid19 virðist lítil áhrif hafa haft á bókanir, segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita. 20. febrúar 2021 20:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Tæplega 10.300 manns eru á aldrinum 80 til 89 ára hér og hefst Covid-19 bólusetning hjá þessum hópi í Laugardalshöll á morgun og heldur svo áfram á miðvikudag. 4600 manns á aldrinum áttatíu ára og eldri verða bólusettir með bóluefni Pfizer í vikunni og 4300 starfsmenn hjúkrunar-og dvalarheimila sem bóluefni AstraZeneca. Nokkuð hefur borið á því að fólk hafi afþakkað það bóluefni. Sóttvarnarlæknir vonar að ekki komi til þess núna. „Ég vil bara hvetja fólk til að þiggja það bóluefni sem er í boði hverju sinni. Þetta eru allt mjög góð bóluefni og örugg. Það er einhver örlítill munur á þeim en ekkert sem skiptir stóru máli,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Kanna hvort sá sem greindist hafi sloppið við landamæraskimun Einn greindist innanlands í gær eftir að hafa farið í PCR-próf en reyndist vera með mótefni. Það vakti athygli þar sem hann hafði skömmu áður verið skimaður við komu til landsins og reynst neikvæður. „Við erum að skoða hvort að þessi slapp við landamæraskimun hjá okkur,“ segir Þórólfur. „Við munum sjá alls konar svona nýjar útfærslur af smitum sem við höfum ekki verið að glíma við áður.“ Búið er að bólusetja um 3,5% Íslendinga. Hlutfallslega hafa langflestir í heiminum verið bólusettir í Ísrael eða 38,9 prósent. Sóttvarnarlæknir segir að þar sé verið að svara sömu spurningum um bóluefni Pfizer og hefði mátt svara hér hefði bóluefnarannsókn farið fram. „Þeir eru að svara ýmsum spurningum sem að við vildum svara og mér sýnist að þeir hafi fengið það mikið bóluefni að þeir geti svarað þessum spurningum að einhverju leyti,“ segir Þórólfur. „Þeir virðast vera að gera slíkar rannsóknir,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Einn sektaður á Keflavíkurflugvelli og öðrum vísað frá landinu Einn var sektaður um hundrað þúsund krónur fyrir að framvísa ekki neikvæðu PCR vottorði á Keflavíkurflugvelli í dag og öðrum sem ekki hafði neina fullnægjandi pappíra varðandi stöðu sína gagnvart covid 19 var vísað frá landinu. 25. febrúar 2021 19:21 Tæplega sex þúsund einstaklingar bólusettir í þessari viku Til stendur að bólusetja tæplega sex þúsund einstaklinga gegn Covid-19 í þessari viku sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan. 10.530 hafa nú lokið bólusetningu hér á landi og 6.702 til viðbótar fengið fyrri bólusetningu. 22. febrúar 2021 13:28 Talsverður gangur í sölu á flugi til Tenerife Flugsæti eru að seljast upp í ferðir til Tenerife nú um páskana. Harðar aðgerðir á borð við skimanir, sóttkví og neikvætt próf gegn Covid19 virðist lítil áhrif hafa haft á bókanir, segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita. 20. febrúar 2021 20:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Einn sektaður á Keflavíkurflugvelli og öðrum vísað frá landinu Einn var sektaður um hundrað þúsund krónur fyrir að framvísa ekki neikvæðu PCR vottorði á Keflavíkurflugvelli í dag og öðrum sem ekki hafði neina fullnægjandi pappíra varðandi stöðu sína gagnvart covid 19 var vísað frá landinu. 25. febrúar 2021 19:21
Tæplega sex þúsund einstaklingar bólusettir í þessari viku Til stendur að bólusetja tæplega sex þúsund einstaklinga gegn Covid-19 í þessari viku sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan. 10.530 hafa nú lokið bólusetningu hér á landi og 6.702 til viðbótar fengið fyrri bólusetningu. 22. febrúar 2021 13:28
Talsverður gangur í sölu á flugi til Tenerife Flugsæti eru að seljast upp í ferðir til Tenerife nú um páskana. Harðar aðgerðir á borð við skimanir, sóttkví og neikvætt próf gegn Covid19 virðist lítil áhrif hafa haft á bókanir, segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita. 20. febrúar 2021 20:01