Farbannið tengist rannsókn á manndrápi í austurborg Reykjavíkur í síðasta mánuði. Viðkomandi hefur áður setið í gæsluvarðhaldi og átti það að renna út næstkomandi miðvikudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Ekki fást frekari upplýsingar hjá lögreglu um málið að svo stöddu.