Vilja stofna miðstöð á Reykjalundi fyrir fólk með eftirköst eftir Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2021 20:11 Uppi eru hugmyndir um stofnun miðstöðvar til þess að geta tekið á móti fólki með eftirköst covid á einum stað. Vísir/Vilhelm Á því eina ári sem kórónuveirufaraldurinn hefur geisað hér á landi hafa meira en sex þúsund manns greinst smitaðir af veirunni. Margir kljást við mikil eftirköst eftir veikindin og hefur Reykjalundur sótt um aukafjármagn hjá Sjúkratryggingum Íslands til þess að geta tekið á móti þessum hópi. Uppi eru hugmyndir um stofnun miðstöðvar til þess að geta tekið á móti fólki með eftirköst covid á einum stað. Hugmyndirnar hafa verið kynntar í heilbrigðisráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu. „Með þeim sem eru að ljúka endurhæfingu þessa dagana eru það um 50 manns sem hafa farið í gegn hjá okkur. Milli 60 og 70 bíða nú eftir því að komast í endurhæfingu,“ sagði Hans Jakob Beck, læknir á lungnasviði Reykjalundar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mikilvægt að hópurinn fái eftirfylgni Hans er einn þeirra sem hefur talað fyrir stofnun miðstöðvar til að taka á móti fólki með eftirköst covid. „Tillaga okkar og hugmynd er sú að á einum stað sé einhvers konar kjarni sem mun sinna þessu vandamáli. Þar yrði boðið upp á þverfaglegt mat fyrir fólk með tilliti til endurhæfingar og stuðnings. Þar yrði boðið upp á ráðgjöf og eftirfylgni,“ segir Hans. „Þá sérstaklega með áherslu á hópinn sem ekki hefur komist til vinnu. Við höfum reynslu af því við endurhæfingu þessa fólks að staða þeirra er mjög ólík og endurhæfingin þarf að vera einstaklingsmiðuð. Jafnframt er mikil hætta á því að fólk detti út af vinnumarkaði ef því er ekki fylgt eftir. Þetta er hópur sem þarf eftirfylgni, það er ekki nóg að vera bara í nokkrar vikur í endurhæfingu,“ segir Hans. Hann segir mikilvægt að sinna þessari þjónustu á einum stað og hann segir allt til alls til þess á Reykjalundi. „Það er breið þekking, endurhæfing á breiðu sviði og sérþekkingin og aðstaðan með því besta sem gerist hér,“ segir Hans Jakob. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Uppi eru hugmyndir um stofnun miðstöðvar til þess að geta tekið á móti fólki með eftirköst covid á einum stað. Hugmyndirnar hafa verið kynntar í heilbrigðisráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu. „Með þeim sem eru að ljúka endurhæfingu þessa dagana eru það um 50 manns sem hafa farið í gegn hjá okkur. Milli 60 og 70 bíða nú eftir því að komast í endurhæfingu,“ sagði Hans Jakob Beck, læknir á lungnasviði Reykjalundar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mikilvægt að hópurinn fái eftirfylgni Hans er einn þeirra sem hefur talað fyrir stofnun miðstöðvar til að taka á móti fólki með eftirköst covid. „Tillaga okkar og hugmynd er sú að á einum stað sé einhvers konar kjarni sem mun sinna þessu vandamáli. Þar yrði boðið upp á þverfaglegt mat fyrir fólk með tilliti til endurhæfingar og stuðnings. Þar yrði boðið upp á ráðgjöf og eftirfylgni,“ segir Hans. „Þá sérstaklega með áherslu á hópinn sem ekki hefur komist til vinnu. Við höfum reynslu af því við endurhæfingu þessa fólks að staða þeirra er mjög ólík og endurhæfingin þarf að vera einstaklingsmiðuð. Jafnframt er mikil hætta á því að fólk detti út af vinnumarkaði ef því er ekki fylgt eftir. Þetta er hópur sem þarf eftirfylgni, það er ekki nóg að vera bara í nokkrar vikur í endurhæfingu,“ segir Hans. Hann segir mikilvægt að sinna þessari þjónustu á einum stað og hann segir allt til alls til þess á Reykjalundi. „Það er breið þekking, endurhæfing á breiðu sviði og sérþekkingin og aðstaðan með því besta sem gerist hér,“ segir Hans Jakob.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira