Telur kviku á sjö kílómetra dýpi vera að þrýsta sér upp Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2021 22:06 Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur í viðtali við Stöð 2 í dag. Arnar Halldórsson Jarðskjálfti upp á 5,1 stig með upptök við Keili varð um hálffimmleytið nú síðdegis. Hann er sá öflugasti í dag í hinni miklu hrinu sem nú skekur suðvesturhorn Íslands og ekkert lát virðist á. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir hrinuna núna skýrustu vísbendingu á síðari árum um að við séum að nálgast nýtt eldgosatímabil á Reykjanesskaga. Ragnar á að baki 55 ára starfsferil sem jarðskjálftafræðingur, býr í vesturbæ Reykjavíkur, en í fréttum Stöðvar 2 kvaðst hann aldrei hafa upplifað aðra eins hrinu. „Nei, ekki á Reykjanesskaganum. Þetta er það mesta sem hefur verið á minni starfsævi. Reyndar er henni lokið, er það ekki?,“ segir Ragnar og hlær. „Þetta er svona rosalega mikið af skjálftum sem hnykkja við manni. Og manni finnst að eitthvað mikið gæti hafa gerst.“ Krýsuvík, Seltún og KleifarvatnArnar Halldórsson Mestu hættuna segir hann stafa af hugsanlegum stórum skjálfta milli Bláfjalla og Kleifarvatns. Hann vísar til þess að jarðskjálfti árið 1929 hafi verið 6,3 stig. Í öllu áhættumati geri menn ráð fyrir að þar geti orðið skjálfti upp á allt að 6,5 stig. Það sé álíka og í Suðurlandsskjálftunum árið 2000. Það sé þó engin leið að segja til um hvenær. „Því miður er ekkert sem við getum sagt um það. Við höfum ekki nægilegar upplýsingar um það að spá því hvenær það muni bresta. Það væri bara spá út í loftið.“ Ragnar segir athyglisvert að skjálftarnir við Keili raði sér á sprungu sem liggi í norðaustur-suðvestur, sem er stefna á gossprungu. Á sjö til níu kílómetra dýpi sé kvika að þrýsta sér aðeins upp. Hún liðki fyrir því að það verði jarðskjálftar. Horft frá Reykjanesbraut við Straumsvík í átt að Trölladyngju og Keili.Vilhelm Gunnarsson -En er þá kvika á leiðinni upp á yfirborð? „Hún er ekki á leiðinni upp á yfirborð. Hún er ansi langt frá yfirborði. Ef þetta á að valda einhverju gosi þá verður kvikan sjálf að vera komin upp á svona fjóra kílómetra. Þá fer maður að verða virkilega hræddur um að það komi gos. En hún heldur sig að mestu leyti, eins og ég hef horft á þetta, niður á svona sjö kílómetra dýpi.“ Ragnar segir að óneitanlega séum við að nálgast nýtt gostímabil á Reykjanesskaga. En er hrinan þá vísbending um að við séum að sigla inn í það? „Mér finnst það, jú. En hún er kannski ekki byrjun á því. Það kannski verður ekkert gos úr þessu. Mér finnst ekkert ennþá líklegt að það verði gos úr þessu. En mér finnst þetta einn skýrasti votturinn um það á síðari árum að við séum raunverulega að sigla inn í það kerfi, goskerfið,“ segir jarðskjálftafræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá ítarlegra viðtal við Ragnar um hræringarnar á Reykjanesskaga: Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Hafnarfjörður Reykjanesbær Tengdar fréttir Skjálfti upp á 5,1 á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti 5,1 að stærð fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 16:35 í dag. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Hvolsvelli. 1. mars 2021 16:37 Líklegasta skýring á jarðskjálftunum að kvikuinnskot sé að myndast Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Ráðið skoðaði gervihnattamyndir sem bárust í dag og sýnir úrvinnsla úr þeim myndum meiri færslu en áður hefur orðið vart við. 1. mars 2021 18:08 „Þetta hlýtur að enda með einhverjum ósköpum“ Engin rýmingaráætlun er til fyrir Reykjanesbæ og Voga, fari að gjósa, en unnið er að gerð hennar. 1. mars 2021 20:49 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Ragnar á að baki 55 ára starfsferil sem jarðskjálftafræðingur, býr í vesturbæ Reykjavíkur, en í fréttum Stöðvar 2 kvaðst hann aldrei hafa upplifað aðra eins hrinu. „Nei, ekki á Reykjanesskaganum. Þetta er það mesta sem hefur verið á minni starfsævi. Reyndar er henni lokið, er það ekki?,“ segir Ragnar og hlær. „Þetta er svona rosalega mikið af skjálftum sem hnykkja við manni. Og manni finnst að eitthvað mikið gæti hafa gerst.“ Krýsuvík, Seltún og KleifarvatnArnar Halldórsson Mestu hættuna segir hann stafa af hugsanlegum stórum skjálfta milli Bláfjalla og Kleifarvatns. Hann vísar til þess að jarðskjálfti árið 1929 hafi verið 6,3 stig. Í öllu áhættumati geri menn ráð fyrir að þar geti orðið skjálfti upp á allt að 6,5 stig. Það sé álíka og í Suðurlandsskjálftunum árið 2000. Það sé þó engin leið að segja til um hvenær. „Því miður er ekkert sem við getum sagt um það. Við höfum ekki nægilegar upplýsingar um það að spá því hvenær það muni bresta. Það væri bara spá út í loftið.“ Ragnar segir athyglisvert að skjálftarnir við Keili raði sér á sprungu sem liggi í norðaustur-suðvestur, sem er stefna á gossprungu. Á sjö til níu kílómetra dýpi sé kvika að þrýsta sér aðeins upp. Hún liðki fyrir því að það verði jarðskjálftar. Horft frá Reykjanesbraut við Straumsvík í átt að Trölladyngju og Keili.Vilhelm Gunnarsson -En er þá kvika á leiðinni upp á yfirborð? „Hún er ekki á leiðinni upp á yfirborð. Hún er ansi langt frá yfirborði. Ef þetta á að valda einhverju gosi þá verður kvikan sjálf að vera komin upp á svona fjóra kílómetra. Þá fer maður að verða virkilega hræddur um að það komi gos. En hún heldur sig að mestu leyti, eins og ég hef horft á þetta, niður á svona sjö kílómetra dýpi.“ Ragnar segir að óneitanlega séum við að nálgast nýtt gostímabil á Reykjanesskaga. En er hrinan þá vísbending um að við séum að sigla inn í það? „Mér finnst það, jú. En hún er kannski ekki byrjun á því. Það kannski verður ekkert gos úr þessu. Mér finnst ekkert ennþá líklegt að það verði gos úr þessu. En mér finnst þetta einn skýrasti votturinn um það á síðari árum að við séum raunverulega að sigla inn í það kerfi, goskerfið,“ segir jarðskjálftafræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá ítarlegra viðtal við Ragnar um hræringarnar á Reykjanesskaga:
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Hafnarfjörður Reykjanesbær Tengdar fréttir Skjálfti upp á 5,1 á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti 5,1 að stærð fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 16:35 í dag. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Hvolsvelli. 1. mars 2021 16:37 Líklegasta skýring á jarðskjálftunum að kvikuinnskot sé að myndast Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Ráðið skoðaði gervihnattamyndir sem bárust í dag og sýnir úrvinnsla úr þeim myndum meiri færslu en áður hefur orðið vart við. 1. mars 2021 18:08 „Þetta hlýtur að enda með einhverjum ósköpum“ Engin rýmingaráætlun er til fyrir Reykjanesbæ og Voga, fari að gjósa, en unnið er að gerð hennar. 1. mars 2021 20:49 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Skjálfti upp á 5,1 á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti 5,1 að stærð fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 16:35 í dag. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Hvolsvelli. 1. mars 2021 16:37
Líklegasta skýring á jarðskjálftunum að kvikuinnskot sé að myndast Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Ráðið skoðaði gervihnattamyndir sem bárust í dag og sýnir úrvinnsla úr þeim myndum meiri færslu en áður hefur orðið vart við. 1. mars 2021 18:08
„Þetta hlýtur að enda með einhverjum ósköpum“ Engin rýmingaráætlun er til fyrir Reykjanesbæ og Voga, fari að gjósa, en unnið er að gerð hennar. 1. mars 2021 20:49