Innlent

Kýldi öryggisvörð í andlitið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan þurfti að hafa afskipti af grunuðum þjófi í verslun í miðbænum í gærkvöldi.
Lögreglan þurfti að hafa afskipti af grunuðum þjófi í verslun í miðbænum í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Laust eftir klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um þjófnað og líkamsárás í verslun í miðbæ Reykjavíkur.

Að því er segir í dagbók lögreglu var maður í annarlegu ástandi handtekinn grunaður um þjófnaðinn og árásina.

Maðurinn mun hafa kýlt öryggisvörð í andlitið sem reyndi að stöðva hann á leið út úr búðinni með vörur sem hann hafði ekki greitt fyrir.

Um einum og hálfum tíma síðar hafði lögreglan svo afskipti af öðrum manni í miðbænum vegna þjófnaðar.

Er maðurinn grunaður um að hafa tekið tösku af konu og hlaupið burt með töskuna. Hann sagðist hafa kasta töskunni frá sér og á þeim stað fundust skilríki úr töskunni en taskan og annað úr henni hefur ekki fundist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×