Boris styður að Bretland og Írland haldi HM saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2021 11:32 Englendingar hafa aðeins haldið HM í fótbolta einu sinni og það var árið 1966. Þá vannst líka eini heimsmeistaratitill Englendinga. Getty/Aaron Chown Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segir að nú sé rétti tíminn fyrir Bretland og Írland til að halda saman heimsmeistarakeppnina í fótbolta. Þjóðirnar gætu sent inn sameiginlegt framboð um að fá að halda HM 2030. Boris gerir meira en bara að senda frá sér stuðningsyfirlýsingu því bresk stjórnvöld eru búin að lofa 2,8 milljónum punda í verkefnið í nýjasta fjárlagafrumvarpi sínu. Knattspyrnusambönd Englands, Wales, Skotlands, Norður-Írlands og Írlands fagna skuldbindingu bresku ríkisstjórnarinnar. NEWS | Prime Minister Boris Johnson has said England is ready to host more Euro 2020 games and he is "very, very keen" for the nation to host the World Cup in 2030.https://t.co/2RFPDTXwOK— The Athletic UK (@TheAthleticUK) March 1, 2021 „Við erum mjög, mjög spennt fyrir því að fá fótboltann heim árið 2030,“ sagði Boris Johnson í viðtali sem BBC hefur eftir Sun. The Athletic fjallar líka um málið. „Ég held að þetta sé rétti tíminn og þetta yrði algjörlega yndislegt fyrir þjóðina,“ sagði Boris. 48 þjóðir verða í fyrsta sinn á HM þegar Bandaríkin, Kanada og Mexíkó halda keppnina árið 2026. Árið 2030 verða liðin hundrað ár frá fyrstu heimsmeistarakeppninni í fótbolta. The UK government have promised to give their backing to the joint bid by the four UK nations and the FAI to co-host the 2030 World Cup finals.https://t.co/GJHIdDJrBL— Independent Sport (@IndoSport) March 2, 2021 Sameiginlegt framboð frá Síle, Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ er líklegt sem og sameiginlegt framboð frá Spáni, Portúgal og Marokkó. Úrúgvæ hélt fyrstu heimsmeistarakeppnina árið 1930. Boris Johnson talaði einnig um að Bretar væri tilbúnir að taka við fleiri leikjum á Evrópumótinu í sumar en EM átti að fara fram í tólf borgum víðs vegar um Evrópu. Kórónuveiran gæti breytt þeim áætlunum og hefur England verið nefnt sem góður kostur til að halda alla keppnina á einum stað. Undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram á Wembley. Boris Johnson backs joint 2030 World Cup bid from England, Scotland, Wales, Northern Ireland and Republic of Ireland | @Tom_Morgs https://t.co/33mA93amA4— Telegraph Football (@TeleFootball) March 1, 2021 HM 2022 í Katar Enski boltinn Bretland Írland Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira
Boris gerir meira en bara að senda frá sér stuðningsyfirlýsingu því bresk stjórnvöld eru búin að lofa 2,8 milljónum punda í verkefnið í nýjasta fjárlagafrumvarpi sínu. Knattspyrnusambönd Englands, Wales, Skotlands, Norður-Írlands og Írlands fagna skuldbindingu bresku ríkisstjórnarinnar. NEWS | Prime Minister Boris Johnson has said England is ready to host more Euro 2020 games and he is "very, very keen" for the nation to host the World Cup in 2030.https://t.co/2RFPDTXwOK— The Athletic UK (@TheAthleticUK) March 1, 2021 „Við erum mjög, mjög spennt fyrir því að fá fótboltann heim árið 2030,“ sagði Boris Johnson í viðtali sem BBC hefur eftir Sun. The Athletic fjallar líka um málið. „Ég held að þetta sé rétti tíminn og þetta yrði algjörlega yndislegt fyrir þjóðina,“ sagði Boris. 48 þjóðir verða í fyrsta sinn á HM þegar Bandaríkin, Kanada og Mexíkó halda keppnina árið 2026. Árið 2030 verða liðin hundrað ár frá fyrstu heimsmeistarakeppninni í fótbolta. The UK government have promised to give their backing to the joint bid by the four UK nations and the FAI to co-host the 2030 World Cup finals.https://t.co/GJHIdDJrBL— Independent Sport (@IndoSport) March 2, 2021 Sameiginlegt framboð frá Síle, Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ er líklegt sem og sameiginlegt framboð frá Spáni, Portúgal og Marokkó. Úrúgvæ hélt fyrstu heimsmeistarakeppnina árið 1930. Boris Johnson talaði einnig um að Bretar væri tilbúnir að taka við fleiri leikjum á Evrópumótinu í sumar en EM átti að fara fram í tólf borgum víðs vegar um Evrópu. Kórónuveiran gæti breytt þeim áætlunum og hefur England verið nefnt sem góður kostur til að halda alla keppnina á einum stað. Undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram á Wembley. Boris Johnson backs joint 2030 World Cup bid from England, Scotland, Wales, Northern Ireland and Republic of Ireland | @Tom_Morgs https://t.co/33mA93amA4— Telegraph Football (@TeleFootball) March 1, 2021
HM 2022 í Katar Enski boltinn Bretland Írland Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira