Innlent

Katla Þorsteinsdóttir er látin

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Katla Þorsteinsdóttir lögfræðingur kom víða við á ferli sínum.
Katla Þorsteinsdóttir lögfræðingur kom víða við á ferli sínum. úr einkasafni

Katla Þorsteinsdóttir lögfræðingur er látin, 57 ára að aldri. Katla lést á heimili sínu þann 1. mars eftir baráttu við krabbamein síðustu ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Kötlu.

Katla útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2001. Hún lét sig mannréttindamál varða og kom að starfi Alþjóðahúss þegar það var opnað. Katla var framkvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands árin 2004 – 2014 og kom meðal annars að opnun Konukots, neyðarskýlis fyrir húsnæðislausar konur í Reykjavík.

Katla starfaði um tíma hjá Útlendingastofnun og hjá Útfarastofu Kirkjugarðanna. Síðustu ár var Katla í eigin rekstri og sat meðal annars í stjórn Píeta-samtakanna. Katla lætur eftir sig fimm börn og sextán barnabörn.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Kötlu úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×