Fyrsta Boeing 737 MAX flug Icelandair til Kaupmannahafnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2021 12:36 Látrabjarg er ein af Boeing MAX vélum Icelandair. Vísir/Vilhelm Icelandair tekur tvær Boeing 737 MAX vélar í rekstur á ný í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að TF-ICN sem ber nafnið Mývatn verði nýtt í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar mánudaginn 8. mars. Félagið gerir þannig ráð fyrir að nýta allar flugvélategundir sínar í áætlunar- og fraktflugi framvegis, þ.e. Boeing 737 MAX, Boeing 757 og Boeing 767. Fyrst um sinn verða MAX vélarnar einungis tvær en gert er ráð fyrir að TF-ICO eða Búlandstindur fari einnig í loftið fljótlega. Vélunum tveimur var nýlega flogið hingað til lands eftir að hafa verið í geymslu á Spáni. Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu og víðar hafa nú aflétt kyrrsetningu vélanna eftir yfirgripsmikið endursamþykktarferli sem stóð yfir í á annað ár í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa sem rekja mátti til galla í stýrikerfi þeirra. Að ferlinu komu flugmálayfirvöld um allan heim, sérfræðingar frá Boeing og fjölmörgum flugfélögum, sem og óháðir sérfræðingar, svo sem frá NASA og bandaríska flughernum. „Gerðar hafa verið uppfærslur á vélunum sem tryggja öryggi þeirra, auk þess sem auknar kröfur eru gerðar til þjálfunar flugmanna,“ segir í tilkynningu Icelandair. Þar segir að mörg flugfélög hafi þegar tekið MAX vélarnar í notkun og flogið hátt í átta þúsund flug í áætlunarflugi síðan kyrrsetningu þeirra var aflétt. Flugfélög vestanhafs tóku vélarnar í notkun í lok síðasta árs en evrópsk flugfélög um miðjan febrúar á þessu ári. „Á liðnum vikum hefur verið unnið að undirbúningi hjá Icelandair fyrir endurkomu vélanna í flota félagsins. Flugvirkjar Icelandair vinna nú að uppfærslu vélanna í samræmi við kröfur flugmálayfirvalda. Þá stendur þjálfun flugmanna yfir í þjálfunarsetri félagsins í Hafnarfirði. Þjálfunin er bæði bókleg og í flughermi en Icelandair er eitt fárra flugfélaga í heiminum sem býr svo vel að eiga sérstakan Boeing 737 MAX flughermi. Að þessu loknu fara vélarnar í reynsluflug án farþega áður en þær verða formlega teknar í rekstur,“ segir í tilkynningunni. „Félagið leggur áherslu á góða upplýsingagjöf til viðskiptavina og gagnsæi og kemur gerð vélar sem flogið er með skýrt fram í bókunarferlinu fyrir hvert flug. Þeir sem þegar eiga bókun geta fundið þessar upplýsingar undir „Ferðin mín“ á vefsíðu félagsins. Icelandair mun sýna þeim farþegum skilning sem kjósa að ferðast með öðrum vélum fyrst um sinn með sveigjanlegum bókunarskilmálum sem verða í boði tímabundið. Hægt er að gera breytingar á bókun án auka kostnaðar séu viðkomandi skilmálar uppfylltir eða fá ferðainneign. Nánari upplýsingar um Boeing 737 MAX vélarnar og það ferli sem hefur átt sér stað á liðnum mánuðum má finna á sérstakri upplýsingasíðu Icelandair um MAX vélarnar.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir ánægjulegt að komið sé að því að taka 737 MAX vélarnar í notkun á ný. „Okkar færustu sérfræðingar, flugvirkjar og flugmenn, leggja nú lokahönd á undirbúning fyrir áætlunarflug. Engin flugvélategund í sögunni hefur farið í gegnum jafn ítarlegt rannsóknar- og umbótaferli og við munum leggja okkur fram við að upplýsa farþega um öryggi vélanna. Ég bind miklar vonir við MAX vélarnar – þær eru hagkvæmari og umhverfisvænni kostur og koma til með að efla leiðakerfi Icelandair, viðskiptavinum okkar til hagsbóta.“ Icelandair Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Félagið gerir þannig ráð fyrir að nýta allar flugvélategundir sínar í áætlunar- og fraktflugi framvegis, þ.e. Boeing 737 MAX, Boeing 757 og Boeing 767. Fyrst um sinn verða MAX vélarnar einungis tvær en gert er ráð fyrir að TF-ICO eða Búlandstindur fari einnig í loftið fljótlega. Vélunum tveimur var nýlega flogið hingað til lands eftir að hafa verið í geymslu á Spáni. Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu og víðar hafa nú aflétt kyrrsetningu vélanna eftir yfirgripsmikið endursamþykktarferli sem stóð yfir í á annað ár í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa sem rekja mátti til galla í stýrikerfi þeirra. Að ferlinu komu flugmálayfirvöld um allan heim, sérfræðingar frá Boeing og fjölmörgum flugfélögum, sem og óháðir sérfræðingar, svo sem frá NASA og bandaríska flughernum. „Gerðar hafa verið uppfærslur á vélunum sem tryggja öryggi þeirra, auk þess sem auknar kröfur eru gerðar til þjálfunar flugmanna,“ segir í tilkynningu Icelandair. Þar segir að mörg flugfélög hafi þegar tekið MAX vélarnar í notkun og flogið hátt í átta þúsund flug í áætlunarflugi síðan kyrrsetningu þeirra var aflétt. Flugfélög vestanhafs tóku vélarnar í notkun í lok síðasta árs en evrópsk flugfélög um miðjan febrúar á þessu ári. „Á liðnum vikum hefur verið unnið að undirbúningi hjá Icelandair fyrir endurkomu vélanna í flota félagsins. Flugvirkjar Icelandair vinna nú að uppfærslu vélanna í samræmi við kröfur flugmálayfirvalda. Þá stendur þjálfun flugmanna yfir í þjálfunarsetri félagsins í Hafnarfirði. Þjálfunin er bæði bókleg og í flughermi en Icelandair er eitt fárra flugfélaga í heiminum sem býr svo vel að eiga sérstakan Boeing 737 MAX flughermi. Að þessu loknu fara vélarnar í reynsluflug án farþega áður en þær verða formlega teknar í rekstur,“ segir í tilkynningunni. „Félagið leggur áherslu á góða upplýsingagjöf til viðskiptavina og gagnsæi og kemur gerð vélar sem flogið er með skýrt fram í bókunarferlinu fyrir hvert flug. Þeir sem þegar eiga bókun geta fundið þessar upplýsingar undir „Ferðin mín“ á vefsíðu félagsins. Icelandair mun sýna þeim farþegum skilning sem kjósa að ferðast með öðrum vélum fyrst um sinn með sveigjanlegum bókunarskilmálum sem verða í boði tímabundið. Hægt er að gera breytingar á bókun án auka kostnaðar séu viðkomandi skilmálar uppfylltir eða fá ferðainneign. Nánari upplýsingar um Boeing 737 MAX vélarnar og það ferli sem hefur átt sér stað á liðnum mánuðum má finna á sérstakri upplýsingasíðu Icelandair um MAX vélarnar.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir ánægjulegt að komið sé að því að taka 737 MAX vélarnar í notkun á ný. „Okkar færustu sérfræðingar, flugvirkjar og flugmenn, leggja nú lokahönd á undirbúning fyrir áætlunarflug. Engin flugvélategund í sögunni hefur farið í gegnum jafn ítarlegt rannsóknar- og umbótaferli og við munum leggja okkur fram við að upplýsa farþega um öryggi vélanna. Ég bind miklar vonir við MAX vélarnar – þær eru hagkvæmari og umhverfisvænni kostur og koma til með að efla leiðakerfi Icelandair, viðskiptavinum okkar til hagsbóta.“
Icelandair Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira