Halli valdi bestu félagaskiptin í Olís-deild kvenna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2021 16:30 Haraldur Þorvarðarson valdi fimm bestu félagaskipti tímabilsins í Seinni bylgjunni. stöð 2 sport Tvær Stjörnukonur voru á lista Haraldar Þorvarðarsonar yfir bestu félagaskipti tímabilsins í Olís-deild kvenna. Halli mætti vopnaður topp fimm lista yfir bestu félagaskiptin í Seinni bylgjuna í gær. „Deildin er orðin gríðarlega sterk og fullt af leikmönnum sem komu heim þannig mér fannst þetta tilvalið að taka þetta núna.“ Stjarnan átti tvo fulltrúa á lista Halla, þær Helenu Rut Örvarsdóttur og Evu Björk Davíðsdóttur sem komu báðar í Garðabæinn í sumar eftir nokkur ár í atvinnumennsku. Fjórar af fimm á lista Halla komu heim úr atvinnumennsku í sumar. Sú eina kom ekki úr atvinnumennsku er Karólína Bæhrenz Lárudóttir sem Fram fékk til að fylla skarð Þóreyjar Rósu Stefánsdóttur. „Mér fannst frábært hjá Stebba [Stefáni Arnarsyni, þjálfara Fram] að fá hana. Hún var hætt. Þórey Rósa fór í barneignarleyfi og við höfum ekki tekið eftir því. Hún hefur nánast fyllt þetta skarð.“ Klippa: Seinni bylgjan - Bestu félagaskiptin í Olís-deild kvenna Helena Rut er í 5. sæti á lista Halla, Karólína í 4. sætinu og Mariam Eradze, leikmaður Vals, í því þriðja. „Geggjaður varnarmaður, frábær að verja skot. Getur þrumað á markið. Valsarar misstu sterka varnarmenn og hún hefur fyllt það skarð mjög vel,“ sagði Halli. Eva Björk skipar 2. sætið á lista Halla. „Önnur metnaðarfull félagaskipti hjá Stjörnunni. Landsliðskona með mikla reynslu. Stýrir Stjörnuliðinu frá A til Ö. Hún er líka frábær varnarmaður,“ sagði Halli. Á toppi lista hans er svo Rut Jónsdóttir, leikmaður toppliðs KA/Þórs. Rut sneri aftur heim í sumar eftir tólf ár í atvinnumennsku. „Það er örvhenta undrið fyrir norðan. Hún er að mínu mati búin að vera best í deildinni í vetur. Hún hefur tekið KA/Þórs liðið upp á næsta stig. Hún stjórnar spilinu, skorar fullt af mörkum, er frábær varnarmaður og leiðtogi,“ sagði Halli. „KA/Þór er á toppnum og ég vil meina að það sé henni að þakka. Hún gerir alla hina miklu betri.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Tengdar fréttir Ræddu „endurkomu drottningarinnar“ og handboltaskóna sem fóru í ruslið Handboltagoðsögnin og margfaldi meistarinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hætt við að hætta í handbolta því hún var mætt á gólfið í leik Vals og ÍBV um helgina. Seinni bylgjan ræddi endurkomu Önnu sem hefur orðið sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. 2. mars 2021 14:01 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Sjá meira
Halli mætti vopnaður topp fimm lista yfir bestu félagaskiptin í Seinni bylgjuna í gær. „Deildin er orðin gríðarlega sterk og fullt af leikmönnum sem komu heim þannig mér fannst þetta tilvalið að taka þetta núna.“ Stjarnan átti tvo fulltrúa á lista Halla, þær Helenu Rut Örvarsdóttur og Evu Björk Davíðsdóttur sem komu báðar í Garðabæinn í sumar eftir nokkur ár í atvinnumennsku. Fjórar af fimm á lista Halla komu heim úr atvinnumennsku í sumar. Sú eina kom ekki úr atvinnumennsku er Karólína Bæhrenz Lárudóttir sem Fram fékk til að fylla skarð Þóreyjar Rósu Stefánsdóttur. „Mér fannst frábært hjá Stebba [Stefáni Arnarsyni, þjálfara Fram] að fá hana. Hún var hætt. Þórey Rósa fór í barneignarleyfi og við höfum ekki tekið eftir því. Hún hefur nánast fyllt þetta skarð.“ Klippa: Seinni bylgjan - Bestu félagaskiptin í Olís-deild kvenna Helena Rut er í 5. sæti á lista Halla, Karólína í 4. sætinu og Mariam Eradze, leikmaður Vals, í því þriðja. „Geggjaður varnarmaður, frábær að verja skot. Getur þrumað á markið. Valsarar misstu sterka varnarmenn og hún hefur fyllt það skarð mjög vel,“ sagði Halli. Eva Björk skipar 2. sætið á lista Halla. „Önnur metnaðarfull félagaskipti hjá Stjörnunni. Landsliðskona með mikla reynslu. Stýrir Stjörnuliðinu frá A til Ö. Hún er líka frábær varnarmaður,“ sagði Halli. Á toppi lista hans er svo Rut Jónsdóttir, leikmaður toppliðs KA/Þórs. Rut sneri aftur heim í sumar eftir tólf ár í atvinnumennsku. „Það er örvhenta undrið fyrir norðan. Hún er að mínu mati búin að vera best í deildinni í vetur. Hún hefur tekið KA/Þórs liðið upp á næsta stig. Hún stjórnar spilinu, skorar fullt af mörkum, er frábær varnarmaður og leiðtogi,“ sagði Halli. „KA/Þór er á toppnum og ég vil meina að það sé henni að þakka. Hún gerir alla hina miklu betri.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Tengdar fréttir Ræddu „endurkomu drottningarinnar“ og handboltaskóna sem fóru í ruslið Handboltagoðsögnin og margfaldi meistarinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hætt við að hætta í handbolta því hún var mætt á gólfið í leik Vals og ÍBV um helgina. Seinni bylgjan ræddi endurkomu Önnu sem hefur orðið sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. 2. mars 2021 14:01 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Sjá meira
Ræddu „endurkomu drottningarinnar“ og handboltaskóna sem fóru í ruslið Handboltagoðsögnin og margfaldi meistarinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hætt við að hætta í handbolta því hún var mætt á gólfið í leik Vals og ÍBV um helgina. Seinni bylgjan ræddi endurkomu Önnu sem hefur orðið sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. 2. mars 2021 14:01