Margfalt fleiri skjálftar á viku en heilu ári Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. mars 2021 23:20 Skjálftavirkni á Reykjanesskaga er enn að mestu bundin við svæðið við Fagradalsfjall og Keili. Vísir/Vilhelm Enn mælist mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaga. Nú síðdegis hefur fjöldi skjálfta á svæðinu mælst svipaður og síðustu daga en skjálftarnir verið heldur minni. Frá upphafi hrinunnar í síðustu viku hafa mælst rúmlega fjórfalt fleiri skjálftar á svæðinu en allt árið 2019. „Það er enginn skjálfti yfir þremur síðan í hádeginu, en samt sem áður yfir 2.000 skjálftar í kerfinu í dag. Virknin er áfram að mestu leyti bundin við svæðið við Fagradalsfjall og Keili,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við Vísi. Hann segir of snemmt að segja til um hvort skjálftahrinan sem gengið hefur yfir Reykjanesskagann sé að deyja út. Í hrinum sem þessari sjáist oft lotur með minni skjálftum en stórir skjálftar geti þó enn gert vart við sig. Enn séu líkur á jarðskjálftum að svipaðri stærð og hafa skekið suðvesturhorn landsins síðustu daga. „Ég myndi ekki lesa mikið í þessar breytingar á stærð skjálftanna seinni partinn í dag. Við erum enn með sama fjölda skjálfta og það sýnir að það er enn mikil virkni á svæðinu,“ segir Einar Bessi. Margfalt fleiri skjálftar á viku en allt 2019 Til marks um hversu óvenju mikil jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga hefur verið að undanförnu bendir Einar Bessi á að árið 2019 hafi um 3.200 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga. Síðan núverandi hrina hófst í síðustu viku hafa þeir verið um fjórtán þúsund. „Þetta er margfalt meiri virkni en við erum að horfa á í venjulegu árferði.“ Einar Bessi segir að litlar breytingar sé að sjá á virkninni, þegar allt er tekið með í reikninginn. Á síðustu dögum hafa skjálftar yfir fjórum og upp í fimm að stærð riðið yfir. Helsta breytingin sé líklega sú sviðsmynd sem sett var fram í gær, eftir að svæðið var skoðað á gervihnattamyndum, um mögulegt kvikuinnskot. „Það mun ekkert breytast fyrr en það kemur ný gervitunglamynd og verður búið að vinna úr henni á fimmtudagsmorgun. Þá sjáum við hver þróunin er í aflögun,“ segir Einar Bessi. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
„Það er enginn skjálfti yfir þremur síðan í hádeginu, en samt sem áður yfir 2.000 skjálftar í kerfinu í dag. Virknin er áfram að mestu leyti bundin við svæðið við Fagradalsfjall og Keili,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við Vísi. Hann segir of snemmt að segja til um hvort skjálftahrinan sem gengið hefur yfir Reykjanesskagann sé að deyja út. Í hrinum sem þessari sjáist oft lotur með minni skjálftum en stórir skjálftar geti þó enn gert vart við sig. Enn séu líkur á jarðskjálftum að svipaðri stærð og hafa skekið suðvesturhorn landsins síðustu daga. „Ég myndi ekki lesa mikið í þessar breytingar á stærð skjálftanna seinni partinn í dag. Við erum enn með sama fjölda skjálfta og það sýnir að það er enn mikil virkni á svæðinu,“ segir Einar Bessi. Margfalt fleiri skjálftar á viku en allt 2019 Til marks um hversu óvenju mikil jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga hefur verið að undanförnu bendir Einar Bessi á að árið 2019 hafi um 3.200 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga. Síðan núverandi hrina hófst í síðustu viku hafa þeir verið um fjórtán þúsund. „Þetta er margfalt meiri virkni en við erum að horfa á í venjulegu árferði.“ Einar Bessi segir að litlar breytingar sé að sjá á virkninni, þegar allt er tekið með í reikninginn. Á síðustu dögum hafa skjálftar yfir fjórum og upp í fimm að stærð riðið yfir. Helsta breytingin sé líklega sú sviðsmynd sem sett var fram í gær, eftir að svæðið var skoðað á gervihnattamyndum, um mögulegt kvikuinnskot. „Það mun ekkert breytast fyrr en það kemur ný gervitunglamynd og verður búið að vinna úr henni á fimmtudagsmorgun. Þá sjáum við hver þróunin er í aflögun,“ segir Einar Bessi.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira