„Ekkert óeðlilegt í svona hrinum að virknin minnki og taki sig upp aftur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 3. mars 2021 08:10 Mikil jarðskjálftavirkni er nú á Reykjanesskaganum og virðist ekkert lát vera á skjálftunum. Vísir/Vilhelm Of snemmt er að lesa nokkuð í þá stöðu að færri stórir skjálftar hafa orðið á Reykjanesskaga síðasta tæpa sólarhringinn eða svo heldur en dagana á undan. Ekkert lát er á skjálftavirkninni þar sem fjöldi þeirra skjálfta sem mælst hefur frá miðnætti er svipaður og til dæmis í gær, eða um 600 skjálftar. Þetta segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Frá því á hádegi í gær hafa mælst nokkuð færri stórir skjálftar en síðustu daga. Tveir nokkuð snarpir skjálftar urðu í nótt, einn klukkan 02:12 að stærð 4,1 og annar sex mínútum síðar að stærð 3,2. „Það er ekkert óeðlilegt í svona hrinum að virknin minnki og taki sig upp aftur. Það er í raun of snemmt að segja til um það núna. Við munum funda með vísindaráði, háskólanum og almannavörnum í dag og þá verður þetta rætt betur,“ segir Elísabet aðspurð um hvað megi lesa í það að færri stórir skjálftar mælast. Hún segir í raun ekki rólegt á svæðinu þar sem skjálftavirknin hefur verið mest undanfarið. „Það er alveg jafnmikið af skjálftum en þeir eru ekki alveg jafnsterkir þannig að vonandi fékk fólk smá svefnfrið í nótt,“ segir Elísabet. Skjálftahrinan hófst af miklum krafti fyrir viku síðan og hafa síðan þá margir skjálftar yfir fjórum og nokkrir yfir fimm að stærð riðið yfir. Jarðvísindamenn telja líklegustu skýringuna fyrir skjálftunum þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mesta jarðskjálftavirknin hefur verið. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira
Ekkert lát er á skjálftavirkninni þar sem fjöldi þeirra skjálfta sem mælst hefur frá miðnætti er svipaður og til dæmis í gær, eða um 600 skjálftar. Þetta segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Frá því á hádegi í gær hafa mælst nokkuð færri stórir skjálftar en síðustu daga. Tveir nokkuð snarpir skjálftar urðu í nótt, einn klukkan 02:12 að stærð 4,1 og annar sex mínútum síðar að stærð 3,2. „Það er ekkert óeðlilegt í svona hrinum að virknin minnki og taki sig upp aftur. Það er í raun of snemmt að segja til um það núna. Við munum funda með vísindaráði, háskólanum og almannavörnum í dag og þá verður þetta rætt betur,“ segir Elísabet aðspurð um hvað megi lesa í það að færri stórir skjálftar mælast. Hún segir í raun ekki rólegt á svæðinu þar sem skjálftavirknin hefur verið mest undanfarið. „Það er alveg jafnmikið af skjálftum en þeir eru ekki alveg jafnsterkir þannig að vonandi fékk fólk smá svefnfrið í nótt,“ segir Elísabet. Skjálftahrinan hófst af miklum krafti fyrir viku síðan og hafa síðan þá margir skjálftar yfir fjórum og nokkrir yfir fimm að stærð riðið yfir. Jarðvísindamenn telja líklegustu skýringuna fyrir skjálftunum þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mesta jarðskjálftavirknin hefur verið.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira