Neytendur

Inn­kalla SFC Boneless Bucket vegna salmonellu

Atli Ísleifsson skrifar
Í tilkynningunni segir að varan hafi fengist í verslunum Hagkaups, en hafi verið innkölluð þaðan.
Í tilkynningunni segir að varan hafi fengist í verslunum Hagkaups, en hafi verið innkölluð þaðan. Aðföng

Aðföng og SFC Wholesale Ltd í Bretlandi hafa ákveðið að taka úr sölu og innkalla SFC Boneless Bucket í 650g pakkningu. Er það gert eftir að salmonella fannst í einni framleiðslulotu af vörunni.

Í tilkynningunni segir að varan hafi fengist í verslunum Hagkaups, en hafi verið innkölluð þaðan.

  • Upplýsingar um vöruna: Vöruheiti: SFC Boneless Bucket
  • Nettómagn: 650g
  • Strikamerki: 5031532020629
  • Geymsluskilyrði: Frystivara, -18°C
  • Lotunúmer: L19720
  • Best fyrir dagsetning: 28-11-2021

„Viðskiptavinum Hagkaups sem keypt hafa vöruna er ráðið frá því að neyta hennar og er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.

SFC Wholesale Ltd og Aðföng biðja viðskiptavini verslananna sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar. Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga í síma 530-5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori[at]adfong.is.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×