Neytendur

Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði?
Félag atvinnurekenda heldur fund með yfirskriftina: „Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði?“ klukkan þrjú í dag á Grand hóteli í Reykjavík.

Norskir komast í Víking gylltan
Íslenskur andi mun svífa yfir vötnum vínbúðanna í Noregi frá og með 6. mars þegar Víking gylltur verður fáanlegur í 191 verslun Vinmonopolet þar í landi. Bjórinn hafnaði í fyrsta sæti í útboði vínboðanna ytra á dögunum.

Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir
Einfalda þarf regluverk til að geta breytt atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði og setja kvaðir á nýtingu íbúðarhúsnæðis til skammtímaleigu. Auka þarf framboð íbúða verulega og endurskoða byggingarreglugerð.

E. coli í frönskum osti
Ein framleiðslulota af franska blámygluostinum Morbier Tradition Émotion hefur verið innkölluð vegna gruns um að í henni sé að finna E. coli bakteríuna.

Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki
Fjölmiðlanefnd hefur slegið á fingur Árvakurs, fjölmiðlaveitu Morgunblaðsins og tengdra miðla, fyrir að birta áfengisauglýsingu á Mbl.is. Um var að ræða lítið merki bjórsins Tuborg Guld á auglýsingu fyrir tónleika Skálmaldar, sem starfsmaður Árvakurs hafði ekki séð. Fjölmiðlanefnd ákvað að beita ekki sektarheimild í málinu.

Stytta skammarkrókinn til muna
Forsvarsmenn World Class hafa stytt skráningarbann í hóptíma í líkamsræktarstöðvum fyrirtækisins verulega. Bannið nær nú til þriggja daga en var áður átta dagar.

Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð
Kona sem fór í fegrunaraðgerð til að losna við svokallaðan „fýlusvip“ en sá ekki mun á andliti sínu eftir aðgerðina fær ekki endurgreitt. Þetta er niðurstaða Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa.

Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið
Farþegi um borð í Airbus-flugvél Icelandair, sem gat ekki lent í Osló vegna þoku og endaði í Stokkhólmi í morgun, er ekki sáttur með vinnubrögð flugfélagsins. Litlar upplýsingar hafi fengist frá félaginu, farþegar séu settir í óþægilega stöðu og verði bæði af peningum og tíma.

„Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni
Kílómetragjald á allar bifreiðar, sem leysir olíugjald af hólmi, verður kynnt af ríkisstjórninni í vikunni og áætlað er að það taki gildi um mitt ár.

Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“
Formanni Neytendasamtakanna hugnast ekki þreifingar um samruna Arion banka og Íslandsbanka. Hann segir ótækt að draga úr samkeppni og efast um fögur fyrirheit um að samlegðaráhrif skili sér til neytenda.

Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið
Pétur Björnsson fiðluleikari er ósáttur við það að hafa verið meinaður aðgangur að flugi Play til Berlínar í morgun vegna þess að hann hafði meðferðis fiðlu sem hann ætlaði að taka í handfarangur. Pétur hefur í gegnum árin ferðast mikið með fiðluna og var hissa á því að hafa ekki mátt taka hana með í handfarangur.

Tappareglurnar innsiglaðar með lögum
Frumvarpi hefur verið útbýtt á Alþingi sem snýr að því að ljúka innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum hvers konar. Landsmenn ættu þó ekki að finna fyrir miklum breytingum nái frumvarpið fram að ganga enda hafa reglurnar að miklu leyti þegar verið innleiddar hér á landi, við mismikla hrifningu neytenda. Markmiðið með frumvarpinu er að skýra með lögum hvaða drykkjaríláta vara falla undir reglurnar.

Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings
Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur og formaður Starfsgreinasambandsins segir galið að horfa upp á arðgreiðslur íslensku bankanna sem séu af sömu stærðargráðu og kjarasamningar sem áttu að tryggja stöðugleika í íslensku samfélagi.

Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni
Formaður Neytendasamtakanna segir dóma Landsréttar í þremur málum neytenda á hendur viðskiptabönkunum þremur vonbrigði. Dómunum verði öllum áfrýjað. Hins vegar gefi niðurstaða í máli Neytendastofu á hendur Íslandsbanka ástæðu til bjartsýni.

Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa verið sýknaðir í vaxtamálunum svokölluðu í Landsrétti. Milljarðahagsmunir neytenda voru undir í málunum. Neytendastofa lagði þó Íslandsbanka í einu máli.

„Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar
Matvöruverð tekur stökk upp á við í febrúar. Verð á tilbúnum réttum, sælgæti og fuglakjöti hækkaði sérstaklega en ávaxtaverð lækkar. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir skjóta skökku við að verslanir tilkynni um hækkanir þegar samfélagið allt sé að reyna að keyra niður verðbólgu fyrir fullt og allt.

Matvöruverð tekur stökk upp á við
Dagvöruvísitala hækkaði um 0,22% á milli mánaða samkvæmt nýrri úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Um er að ræða nokkurn viðsnúning frá mælingu eftirlitsins sem gerða var í síðustu viku þegar hækkun milli mánaða stóð í stað. Meðal þess sem hækkar mest er innfluttur ostur, kjúklingur, tómatar í lausu og sælgæti. Ávextir hafa hins vegar lækkað í verði.

Nammið rýkur áfram upp í verði
Kúlusúkk og þristar hafa hækkað um ríflega fjórðung í verði í lágvöruverðsverslunum á einu ári. Kílóverðið er þó enn lægra en á vinsælasta súkkulaði stærri framleiðanda sem einnig hækkar og hækkar í verði.

Í samkeppni við Noona með Sinna
Inga Tinna Sigurðardóttir, eigandi Dineout.is, opnaði nýlega nýtt markaðstorg á vefnum sinna.is þar sem hægt er að bóka tíma í hárgreiðslu, á snyrtistofu, heilsulind, nudd og ýmsa þjálfun. Inga Tinna segir þau leggja áherslu á heilsu og vellíðan. Um 60 rekstraraðilar hafa skráð sig á síðuna.

Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni
Dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins lækkar milli mánaða og mælist nú -0,1 prósent í febrúar þegar fyrstu mælingar liggja fyrir. Orsök lækkunarinnar eru Heilsudagar í Nettó sem standa yfir fyrstu vikuna í febrúar. Prís er enn ódýrasta verslunin og verðlag í Bónus hefur að jafnaði hækkað meira en í Krónunni síðustu mánuði. Þetta, og meira, kemur fram í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ.

Indó ríður á vaðið
Í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands í dag hefur Indó sparisjóður ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum sínum. Önnur fjármálafyrirtæki hafa ekki greint frá áformum sínum um vexti.

Neytendastofa hjólar í hlaupara
Neytendastofa hefur slegið á putta fjögurra áhrifavalda sem auglýstu ýmsar útivistarvörur án þess að merkja auglýsingarnar sem slíkar. Meðal þeirra eru ofurhlaupararnir Mari Jaersk og Sigurjón Ernir Sturluson.

Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald
Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir nokkra tugi sekta hafa verið gefnar út síðasta mánuðinn vegna þess að fólk greiðir ekki rétt fargjald. Strætó tilkynnti við lok desembermánaðar að þau ætluðu að fara að innheimta fargjaldaálag sýndu farþegar ekki gilt fargjald við eftirlit.

Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin
Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin.

Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu
Bílaleigu hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum eina milljón króna, sem bílaleigan rukkaði vegna tjóns sem varð á bíl þegar hann varð fyrir eldingu.

Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást
Bati er smáforrit sem hefur það markmið að styðja við einstaklinga með fíknisjúkdóm í bataferlinu. Hægt er að nota appið hvenær sem er í ferlinu og sníða það að sínum eigin þörfum. Frumútgáfa smáforritsins var gerð 2020 og var þá hugsuð til þess að auðvelda biðina hjá þeim sem biðu þess að komast í meðferð.

Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn
Blikk er ný greiðslumiðlun sem starfrækt er á Íslandi. Framkvæmdastjóri segir greiðslumiðlunina uppfylla þau skilyrði sem þarf til að tryggja þjóðaröryggi en töluvert hefur undanfarið verið fjallað um hættuna sem stafar af því að greiðslumiðlun sé erlend á Íslandi. Í því samhengi hefur einnig verið talað um kostnað en áætlað er að það kosti Íslendinga um 54 milljarða árlega að vera bara með erlenda greiðslumiðlun.

Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco
Notendur forrits sem ætlað er að sporna við matarsóun með því að bjóða notendum veglega afslætti á mat sem annars yrði hent geta fengið veglegan afslátt.

Innkalla brauð vegna brots úr peru
Myllan hefur ákveðið með tilliti til neytendaverndar og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að innkalla heil Heimilisbrauð 770 grömm með best fyrir 27.01.2025 vegna aðskotahlutar sem sást á röntgenmyndum við hefðbundið gæðaeftirlit. Mögulega er um að ræða brot úr peru.

Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð
Vöruverð í Prís er að meðaltali fjórum prósentum lægra en í Bónus, en einstakir vöruflokkar eru allt að 12 prósent ódýrari samkvæmt athugun verðlagseftirlits ASÍ. Athugunin náði til 514 vara, sem voru nánast alltaf ódýrari hjá Prís.