Innlent

Þrír í lengra gæslu­varð­hald vegna morðsins

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Morðið var framið í Rauðagerði í Reykjavík.
Morðið var framið í Rauðagerði í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Þrír voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna rannsóknar hennar á morði í Rauðagerði í Reykjavík í síðasta mánuði.

Tveir voru úrskurðaðir í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 17. mars, og einn í áframhaldandi vikulangt gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 10. mars. Þá var einn til viðbótar úrskurðaður í fjögurra vikna farbann, eða til miðvikudagsins 31. mars.

Gæsluvarðhald yfir þeim síðastnefnda rann út í dag, miðvikudag, en ekki var lögð fram krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald. Fjórir eru nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins og fimm hafa verið úrskurðaðir í farbann. Lögregla segir ekki hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Ekki talinn geta spillt sönnunargögnum

Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á morðinu við Rauðagerði þann 13. febrúar, segir þá aðila sem látnir hafa verið lausir úr gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu ekki talda geta spillt sönnunargögnum.

Íslendingurinn laus úr haldi en sætir farbanni

Karlmaður á fimmtugsaldri sem verið hefur í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn hefur verið látinn laus úr haldi. Hann sætir þó fjögurra vikna farbanni og má því ekki fara úr landi á þeim tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×