Í Facebook-færslu segir Minjastofnun að sel, bæjarstæði, hús, kirkjur, vörður og leiðir gætu lent innan eða í grennd við svæðið sem mun hverfa undir hraun ef af gosi verður.
Veðurstofan greindi frá því í dag að óróapúls hefði mælst á flestum jarðskjálftamælum suður af Keili við Litla-Hrút. Slík merki mælist í aðdraganda eldgosa en ekki hafi þó verið staðfest að eldgos sé hafið.