Þurftu að vísa frá fólki á níræðisaldri í bólusetningu Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2021 18:11 Bóluefnið kláraðist um klukkan hálf þrjú, hálftíma áður en bólusetningunni átti að ljúka. Vísir/Egill Um fimmtíu manns á níræðisaldri sem voru boðaðir í bólusetningu gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll þurftu frá að hverfa þegar bóluefnið kláraðist í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að meiri þátttaka en búist var við hafi orðið til þess vísa þurfti fólki frá. Bólusetning með bóluefni Pfizer fór fram í Laugardalshöll í Reykjavík í gær og í dag. Allir þeir sem eru fæddir árið 1939 eða fyrr voru upphaflega boðaðir í bólusetninguna. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að í ljósi þátttökunnar í gær hafi verið ákveðið í gærkvöldi að boða einnig fólk fætt 1940 og fyrr í bólusetninguna í dag. Þátttakan í dag fór fram úr væntingum og því var bóluefnið á þrotum um klukkan hálf þrjú, hálftíma fyrir lok auglýsts tíma. Ragnheiður Ósk áætlar að um fimmtíu manns hafi verið vísað frá, líklega flestum fæddir 1940. Bóluefnið Pfizer er viðkvæmt og hafa heilbrigðisstarfsmenn aðeins fimm tíma til þess að gefa það eftir að sprauturnar eru blandaðar. Því segir Ragnheiður Ósk að reynt hafi verið að komast hjá því að heilsugæslan sætu uppi með afgangsbóluefni með því að boða fleiri í bólusetningu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Erfitt sé að meta hversu mikil þátttakan verði fyrirfram og því hafi farið sem fór. „Ótrúlegt en satt tóku 90% þessu mjög vel og sýndu skilning og ætluðu bara að heimsækja okkur eftir viku. Það var auðvitað einn og einn sem var ekki alveg hress, það verður að segjast. Og alveg skiljanlegt, þetta var svona fýluferð,“ segir Ragnheiður Ósk. Önnur sending af Pfizer-bóluefninu er væntanleg og verður bólusetningunni haldið áfram eftir viku. Þeir sem þurftu frá að hverfa í dag verða boðaðir aftur þá. Klippa: Bóluefni kláraðist skömmu fyrir lokun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Eldri borgarar Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að meiri þátttaka en búist var við hafi orðið til þess vísa þurfti fólki frá. Bólusetning með bóluefni Pfizer fór fram í Laugardalshöll í Reykjavík í gær og í dag. Allir þeir sem eru fæddir árið 1939 eða fyrr voru upphaflega boðaðir í bólusetninguna. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að í ljósi þátttökunnar í gær hafi verið ákveðið í gærkvöldi að boða einnig fólk fætt 1940 og fyrr í bólusetninguna í dag. Þátttakan í dag fór fram úr væntingum og því var bóluefnið á þrotum um klukkan hálf þrjú, hálftíma fyrir lok auglýsts tíma. Ragnheiður Ósk áætlar að um fimmtíu manns hafi verið vísað frá, líklega flestum fæddir 1940. Bóluefnið Pfizer er viðkvæmt og hafa heilbrigðisstarfsmenn aðeins fimm tíma til þess að gefa það eftir að sprauturnar eru blandaðar. Því segir Ragnheiður Ósk að reynt hafi verið að komast hjá því að heilsugæslan sætu uppi með afgangsbóluefni með því að boða fleiri í bólusetningu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Erfitt sé að meta hversu mikil þátttakan verði fyrirfram og því hafi farið sem fór. „Ótrúlegt en satt tóku 90% þessu mjög vel og sýndu skilning og ætluðu bara að heimsækja okkur eftir viku. Það var auðvitað einn og einn sem var ekki alveg hress, það verður að segjast. Og alveg skiljanlegt, þetta var svona fýluferð,“ segir Ragnheiður Ósk. Önnur sending af Pfizer-bóluefninu er væntanleg og verður bólusetningunni haldið áfram eftir viku. Þeir sem þurftu frá að hverfa í dag verða boðaðir aftur þá. Klippa: Bóluefni kláraðist skömmu fyrir lokun
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Eldri borgarar Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira