Brady man ekki eftir því að hafa kastað bikarnum á milli báta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 10:31 Tom Brady með dóttur sinni Vivian á sigurhátíðinni. Hún reyndi að fá pabba sinn til að hætta við að kasta bikarnum og hann hrósaði átta ára dóttur sinni fyrir það. Getty/Mike Ehrmann Átta ára dóttir Tom Brady reyndi að fá hann til kasta ekki NFL bikarnum yfir á næsta bát í sigurhátíðinni á dögunum og hann þakkar fyrir það að innherjinn „greip frá honum „sendinguna“. NFL-meistarinn Tom Brady mætti í viðtalsþáttinn „The Late Late Show with James Corden“ í vikunni og fór meðal yfir þá ákvörðun sína að kasta Lombardi bikarnum yfir á næsta bát í sigurhátíð Tampa Bay Buccaneers liðsins. Þetta var fyrsta viðtal Brady frá atvikinu sem varð tveimur dögum eftir sigur Tampa Bay Buccaneers í Super Bowl sem var sjöundi meistaratitill Tom Brady á ferlinum. Tom Brady says he 'was not thinking' when he tossed Lombardi Trophy.https://t.co/2JTjk8KkAD— Adam Schefter (@AdamSchefter) March 3, 2021 Menn þóttust sjá nýja hlið á Brady í fögnuðinum en hann sleppti svo sannarlega af sér beltinu þennan sólríka dag á Hillsborough ánni sem rennur í gegnum miðbæ Tampa. Leikmenn Tampa Bay Buccaneers fögnuðu þá saman á nokkrum bátum og sigldu fram hjá stuðningsmönnum sem voru samankomnir á árbakkanum. Atvikið sem allir töluðu um var þó þegar Tom Brady kastaði hinum eftirsótta Lombardi bikar yfir á næsta bát. Brady viðurkenndi í viðtalinu að hann muni ekki almennilega eftir því að hafa gert þetta. Tom Brady says he doesn't remember Lombardi toss quite so well. https://t.co/v3rQS6IPQk— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) March 3, 2021 „Í fyrsta lagi þá var ég ekki að hugsa á þessari stundu. Þetta virtist bara vera eitthvað sem var gaman að gera, sagði Tom Brdy hlæjandi. „Við megum ekki gleyma því að það eru líka beittar brúnir á botni bikarsins og ég komst af því seinna að ef sendingin hefði ekki heppnast þá voru um 80 fet (rúmir 24 metrar) niður á botn. Ég er því mjög ánægður með að innherjinn Cam [Brate] greip bikarinn,“ sagði Brady. Brady talaði einnig um það að honum fyndist dóttir sín Vivi hafi verið stjarnan í myndbandinu. Rétt áður en Brady kastaði bikarnum þá kallaði hún: „Pabbi, nei“. „Þetta var litla átta ára dóttir mín. Hver hefði getað ímyndað sér að átta ára stelpa sýndi mesta hyggjuvitið á svæðinu. Eins og ég segi hún er rödd skynseminnar,“ sagði Brady. Hér fyrir neðan má sjá atvikið með bikarinn. watch on YouTube NFL Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
NFL-meistarinn Tom Brady mætti í viðtalsþáttinn „The Late Late Show with James Corden“ í vikunni og fór meðal yfir þá ákvörðun sína að kasta Lombardi bikarnum yfir á næsta bát í sigurhátíð Tampa Bay Buccaneers liðsins. Þetta var fyrsta viðtal Brady frá atvikinu sem varð tveimur dögum eftir sigur Tampa Bay Buccaneers í Super Bowl sem var sjöundi meistaratitill Tom Brady á ferlinum. Tom Brady says he 'was not thinking' when he tossed Lombardi Trophy.https://t.co/2JTjk8KkAD— Adam Schefter (@AdamSchefter) March 3, 2021 Menn þóttust sjá nýja hlið á Brady í fögnuðinum en hann sleppti svo sannarlega af sér beltinu þennan sólríka dag á Hillsborough ánni sem rennur í gegnum miðbæ Tampa. Leikmenn Tampa Bay Buccaneers fögnuðu þá saman á nokkrum bátum og sigldu fram hjá stuðningsmönnum sem voru samankomnir á árbakkanum. Atvikið sem allir töluðu um var þó þegar Tom Brady kastaði hinum eftirsótta Lombardi bikar yfir á næsta bát. Brady viðurkenndi í viðtalinu að hann muni ekki almennilega eftir því að hafa gert þetta. Tom Brady says he doesn't remember Lombardi toss quite so well. https://t.co/v3rQS6IPQk— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) March 3, 2021 „Í fyrsta lagi þá var ég ekki að hugsa á þessari stundu. Þetta virtist bara vera eitthvað sem var gaman að gera, sagði Tom Brdy hlæjandi. „Við megum ekki gleyma því að það eru líka beittar brúnir á botni bikarsins og ég komst af því seinna að ef sendingin hefði ekki heppnast þá voru um 80 fet (rúmir 24 metrar) niður á botn. Ég er því mjög ánægður með að innherjinn Cam [Brate] greip bikarinn,“ sagði Brady. Brady talaði einnig um það að honum fyndist dóttir sín Vivi hafi verið stjarnan í myndbandinu. Rétt áður en Brady kastaði bikarnum þá kallaði hún: „Pabbi, nei“. „Þetta var litla átta ára dóttir mín. Hver hefði getað ímyndað sér að átta ára stelpa sýndi mesta hyggjuvitið á svæðinu. Eins og ég segi hún er rödd skynseminnar,“ sagði Brady. Hér fyrir neðan má sjá atvikið með bikarinn. watch on YouTube
NFL Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira