Blóðugasti dagur Mjanmar hingað til en mótmælin halda áfram Samúel Karl Ólason skrifar 4. mars 2021 10:08 Mótmælendur hafa fjölmennt á götum borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að minnst 38 hafi verið skotnir til bana í gær. AP Mótmælendur í Mjanmar virðast ekki láta deigan síga þrátt fyrir að minnst 38 hafi verið skotnir til bana af öryggissveitum í gær. Fjölmargir hafa komið saman á götum borga landsins í morgun og hafa öryggissveitir aftur beitt valdi til að dreifa mótmælendum. Engar fregnir hafa þó borist af mannfalli nú í morgun. Mótmæli hófust í Mjanmar eftir að her landsins framdi þar valdarán í byrjun febrúar. Herinn heldur því fram að mikið svindl hafi farið fram í kosningunum í fyrra, þar sem flokkur hennar, NLD, vann stóran sigur. Herinn hefur þó ekki fært sönnur fyrir því. Mótmælendur segjast ekki sætta sig við að herinn stjórni landinu og krefjast þess að Aung San Suu Kyi og öðrum lýðræðislega kjörnum fulltrúum verði sleppt úr stofufangelsi og herinn viðurkenni sigur þeirra í kosningunum. Gærdagurinn var sá blóðugasti hingað til í mótmælunum og segja Sameinuðu þjóðirnar að minnst 38 hafi verið skotnir til bana í gær. AP fréttaveitan segir það í takt við aðrar fregnir. Christine Schraner Burgener, erindreki Sameinuðu þjóðanna, segist hafa varað herinn við því að alþjóðasamfélagið myndi ekki sætta sig svo mikið ofbeldi og að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gæti gripið til harðra aðgerða. Öryggisráðið mun funda um Mjanmar á morgun. Hún sagði ráðamenn í ríkinu hafa sagt Mjanmar vant refsiaðgerðum og þvingunum. Herstjórnin myndi aðlagast því. Staðráðnir í að stöðva mótmælin Í frétt Reuters segir að mótmælendur hafi komið saman víða um Mjanmar og haldið friðsöm mótmæli. Fréttaveitan hefur þó eftir starfsmanni mannréttindasamtakanna Human Rights Watch að herstjórn landsins virðist staðráðin í því að brjóta mótmælin á bak aftur með ofbeldi. Vísaði hann þar að auki í myndband sem var í dreifingu í gær sem sýndi hermenn skjóta mótmælanda í bakið. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfréttir Reuters, BBC og DW um atburði gærdagsins. In the most violent day since demonstrations broke out against last month's military coup in Myanmar, thirty-eight people were killed as police and soldiers opened fire with live rounds in several towns and cities https://t.co/OwB2VeH3yZ pic.twitter.com/DmeIhGcQYo— Reuters (@Reuters) March 4, 2021 Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Skothríð gegn mótmælendum í Mjanmar Öryggissveitir Mjanmar hófu í dag skothríð á fólk sem hafði komið saman á götum borga og bæja landsins í dag til að mótmæla valdaráni hersins. Minnst átján eru sagðir liggja í valnum og tugir eru særðir. 3. mars 2021 16:11 Skaut á almenna borgara Lögreglan í Mjanmar skaut á almenna borgara í borginni Yangon í morgun, en þeir höfðu safnast saman til að mótmæla valdaráni hersins í landinu á dögunum. 2. mars 2021 07:58 Blóðug átök í Mjanmar Að minnsta kosti átján dóu í aðgerðum lögreglu í Mjanmar gegn mótmælendum í gær en átökin eru þau blóðugustu í landinu hingað til eftir að herinn tók þar öll völd á dögunum. 1. mars 2021 06:39 Minnst tíu mótmælendur drepnir í Mjanmar Lögregla í Mjanmar hefur orðið minnst tíu mótmælendum að bana víða um landið. Harka hefur færst í viðbrögð hersins við mótmælum gegn valdaráni sem framið var í Mjanmar fyrr í mánuðinum. Tugir mótmælenda hafa þá særst. 28. febrúar 2021 14:03 Sendiherra Mjanmar hjá SÞ rekinn fyrir að biðja um hjálp Herforingjastjórn Mjanmar, sem rændi völdum í byrjun febrúarmánaðar, hefur rekið Kyaw Moe Tun, sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum, eftir að hann óskaði eftir aðstoð SÞ til þess að hrekja herforingjastjórnina frá völdum. 27. febrúar 2021 17:28 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Engar fregnir hafa þó borist af mannfalli nú í morgun. Mótmæli hófust í Mjanmar eftir að her landsins framdi þar valdarán í byrjun febrúar. Herinn heldur því fram að mikið svindl hafi farið fram í kosningunum í fyrra, þar sem flokkur hennar, NLD, vann stóran sigur. Herinn hefur þó ekki fært sönnur fyrir því. Mótmælendur segjast ekki sætta sig við að herinn stjórni landinu og krefjast þess að Aung San Suu Kyi og öðrum lýðræðislega kjörnum fulltrúum verði sleppt úr stofufangelsi og herinn viðurkenni sigur þeirra í kosningunum. Gærdagurinn var sá blóðugasti hingað til í mótmælunum og segja Sameinuðu þjóðirnar að minnst 38 hafi verið skotnir til bana í gær. AP fréttaveitan segir það í takt við aðrar fregnir. Christine Schraner Burgener, erindreki Sameinuðu þjóðanna, segist hafa varað herinn við því að alþjóðasamfélagið myndi ekki sætta sig svo mikið ofbeldi og að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gæti gripið til harðra aðgerða. Öryggisráðið mun funda um Mjanmar á morgun. Hún sagði ráðamenn í ríkinu hafa sagt Mjanmar vant refsiaðgerðum og þvingunum. Herstjórnin myndi aðlagast því. Staðráðnir í að stöðva mótmælin Í frétt Reuters segir að mótmælendur hafi komið saman víða um Mjanmar og haldið friðsöm mótmæli. Fréttaveitan hefur þó eftir starfsmanni mannréttindasamtakanna Human Rights Watch að herstjórn landsins virðist staðráðin í því að brjóta mótmælin á bak aftur með ofbeldi. Vísaði hann þar að auki í myndband sem var í dreifingu í gær sem sýndi hermenn skjóta mótmælanda í bakið. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfréttir Reuters, BBC og DW um atburði gærdagsins. In the most violent day since demonstrations broke out against last month's military coup in Myanmar, thirty-eight people were killed as police and soldiers opened fire with live rounds in several towns and cities https://t.co/OwB2VeH3yZ pic.twitter.com/DmeIhGcQYo— Reuters (@Reuters) March 4, 2021
Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Skothríð gegn mótmælendum í Mjanmar Öryggissveitir Mjanmar hófu í dag skothríð á fólk sem hafði komið saman á götum borga og bæja landsins í dag til að mótmæla valdaráni hersins. Minnst átján eru sagðir liggja í valnum og tugir eru særðir. 3. mars 2021 16:11 Skaut á almenna borgara Lögreglan í Mjanmar skaut á almenna borgara í borginni Yangon í morgun, en þeir höfðu safnast saman til að mótmæla valdaráni hersins í landinu á dögunum. 2. mars 2021 07:58 Blóðug átök í Mjanmar Að minnsta kosti átján dóu í aðgerðum lögreglu í Mjanmar gegn mótmælendum í gær en átökin eru þau blóðugustu í landinu hingað til eftir að herinn tók þar öll völd á dögunum. 1. mars 2021 06:39 Minnst tíu mótmælendur drepnir í Mjanmar Lögregla í Mjanmar hefur orðið minnst tíu mótmælendum að bana víða um landið. Harka hefur færst í viðbrögð hersins við mótmælum gegn valdaráni sem framið var í Mjanmar fyrr í mánuðinum. Tugir mótmælenda hafa þá særst. 28. febrúar 2021 14:03 Sendiherra Mjanmar hjá SÞ rekinn fyrir að biðja um hjálp Herforingjastjórn Mjanmar, sem rændi völdum í byrjun febrúarmánaðar, hefur rekið Kyaw Moe Tun, sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum, eftir að hann óskaði eftir aðstoð SÞ til þess að hrekja herforingjastjórnina frá völdum. 27. febrúar 2021 17:28 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Skothríð gegn mótmælendum í Mjanmar Öryggissveitir Mjanmar hófu í dag skothríð á fólk sem hafði komið saman á götum borga og bæja landsins í dag til að mótmæla valdaráni hersins. Minnst átján eru sagðir liggja í valnum og tugir eru særðir. 3. mars 2021 16:11
Skaut á almenna borgara Lögreglan í Mjanmar skaut á almenna borgara í borginni Yangon í morgun, en þeir höfðu safnast saman til að mótmæla valdaráni hersins í landinu á dögunum. 2. mars 2021 07:58
Blóðug átök í Mjanmar Að minnsta kosti átján dóu í aðgerðum lögreglu í Mjanmar gegn mótmælendum í gær en átökin eru þau blóðugustu í landinu hingað til eftir að herinn tók þar öll völd á dögunum. 1. mars 2021 06:39
Minnst tíu mótmælendur drepnir í Mjanmar Lögregla í Mjanmar hefur orðið minnst tíu mótmælendum að bana víða um landið. Harka hefur færst í viðbrögð hersins við mótmælum gegn valdaráni sem framið var í Mjanmar fyrr í mánuðinum. Tugir mótmælenda hafa þá særst. 28. febrúar 2021 14:03
Sendiherra Mjanmar hjá SÞ rekinn fyrir að biðja um hjálp Herforingjastjórn Mjanmar, sem rændi völdum í byrjun febrúarmánaðar, hefur rekið Kyaw Moe Tun, sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum, eftir að hann óskaði eftir aðstoð SÞ til þess að hrekja herforingjastjórnina frá völdum. 27. febrúar 2021 17:28