Hann segir unnið eftir þeirri sviðsmynd að ekki þurfi að rýma íbúabyggð ef það byrjar að gjósa en ef þörf verði á rýmingum verði það gert með ákveðnum hætti.
„Okkar helstu vísindamenn hafa nú talað um að eldgos, ef af verður, myndi ekki ógna byggð. Við höldum okkur við þá sviðsmynd. En það breytir því ekki ef þarf að rýma þá rýmum við og rýmingaráætlun fyrir þetta svæði, og þá kannski fyrst og fremst Vogana, við erum með þetta á lokametrum. Ef kemur til rýmingar þá gerist það með ákveðnum hætti og ákveðnu skipulagi, ég hef ekki áhyggjur af því.“