„Allt í lagi að taka feilspor, þá byrjar maður bara aftur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. mars 2021 07:00 Hallur Örn hefur misst hundrað kíló með breyttu mataræði. „Ég veit eiginlega ekki hvar þetta byrjaði hjá mér, það var ekkert andlegt áfall eða neitt slíkt sem ýtti mér út í þetta óholla líferni. Ég er reyndar þeirrar trúar að ég sé með hægari brennslu en aðrir, en það breytir því ekki að mataræðið hjá mér var í rugli,“ segir Akureyringurinn Hallur Örn Guðjónsson sem starfar sem sorphirðumaður hjá Terra en Hallur er 37 ára. Hallur tók mataræðið í gegn og fór á svokallað ketó mataræði þar sem maður þarf að sneiða alfarið hjá sykri og kolvetnum. Í kjölfarið missti Hallur hundrað kíló en hann var í mikilli yfirþyngd. „Mér fannst bara allt of gott að borða. Ég gat ekki sest niður og horft á bíómynd án þess að vera með helling af snakki, nammi og gosi. Svo batnaði þetta ekki þegar ég byrjaði að drekka áfengi. Ég var þambandi áfengi þrjá daga vikunnar og svo át ég eitthvað ruslfæði eftir djammið og svo jafnvel meira sorpfæði í þynnkunni daginn eftir. Svo ágerðist þetta hægt og bítandi og áður en ég vissi af var ég orðinn 200 kg.“ Hann segir að þróunin hafi verið mjög hæg og alltaf hafi Hallur bætt á sig nokkur kíló á ári. „En af því að þetta gerðist svona hægt þá sætti maður sig bara við hvern naglann í kistuna þegar hann var negldur. Mamma sat andspænis mér, grátandi að biðja mig um að gera eitthvað svo hún þurfi ekki að horfa upp son sinn drepa sig. Ég sá sko alls ekki strax við mér. Nei, fyrst reif ég kjaft við mömmu mína, eins og alger skíthæll. Öskraði hluti eins og „Þú veist ekki hvað þetta er erfitt fyrir mig”, „Hvað má ég ekki borða neitt?” og eitthvað álíka, ef ekki meira dramatískt. Þetta öskraði ég, brjálaður, á mömmu mína sem hafði ekkert gert til að eiga slíka framkomu skilið. Það eina sem hún hafði gert af sér var að þykja vænt um mig og vilja ekki sjá mig deyja úr offitu.“ Að drepa sig hægt og rólega Hann segist hafa áttað sig á því hvernig hann hafði verið að haga sér gagnvart móður sinni nokkrum dögum síðar. „Ég fékk þessa rosalegu löngun til að prufa þetta vinsæla ketó mataræði. Svo ég ákvað að slá til og prufa það. Ég gæti þá prufað það í mánuð og ef mig langaði að snúa aftur í gamla farið og halda áfram að drepa mig hægt og rólega, þá stæði það alltaf til boða og ég væri ekki lengi að bæta upp fyrir þennan mánaðarskort af kolvetnum. En þetta getur verið ótrúlega erfitt fyrir marga, ég held að sumir átti sig ekki almennilega á því. Sérstaklega þau sem eru með réttu genin og hafa aldrei þurft að hafa minnstu áhyggjur af þyngdinni sinni.“ Móðir Halls hefur tekið myndir af honum í gegnum ferlið. Hallur segir að fólk sem hugsi svona sé fólk sem heldur að allir séu í rauninni nákvæmlega eins. „Allir með jafn hröð efnaskipti. Enginn að kljást við nein líkamleg vandamál sem valda matarröskun né þá heldur með andlega kvilla eða jafnvel lent í einhverju áfalli sem gætu líka hæglega og jafnvel mjög líklega valdið ýmis konar matarröskun. Nei, þetta eru augljóslega bara vitleysingar sem kunna ekki að hætta að borða og nenna ekki að hreyfa sig nægilega mikið. Fyrir mörgum er fyrsta skrefið mjög líklega það erfiðasta. Það var það fyrir mig, annars hefði ég tekið þetta fyrsta skref fyrir mörgum árum. Ég gat bara ekki séð fyrir mér lífið án allra þeirra vellystinga sem ég hafði notið í óhófi í öll þessi ár. Lífið væri bókstaflega ekki þess virði að lifa án þess að ég fengi að moða í mig öllum þeim sora sem ég var vanur að gera. Og hvað þá ef ég fengi ekki að drekka mig hauslausan að minnsta kosti tvö kvöld í viku.“ Hallur segist einfaldlega ekki vera sami maður í dag og hann var fyrir tæpum tveimur árum. „Allar tilfinningar, langanir og almennt viðhorf þess gamla Halls er horfið og nýtt viðhorf hefur tekið við, viðhorf sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér. Núna þegar ég er spurður hvort það sé ekki erfitt að neita sér um hin ýmsu góðgæti sem ég tróð í mig á fyrri tímum, þá kem ég með lítt spennandi svar. Bara einfalt og leiðinlegt „nei”. Reglulega biður fólk mig afsökunar þegar það borðar eitthvað gómsætt fyrir framan mig af því að það heldur að gamli feiti Hallur sé þarna inn í mér, grátandi, að reyna að brjótast út til að geta hámað í sig. En það er ekki svo. Ég hef enga sérstaka löngun lengur. Annað hvort það eða löngunin til að halda mig við þennan lífsstíl er meiri og yfirgnæfir alla þá litlu löngun sem innri feiti Hallur hefur.“ Skapar nýja rútínu Hann segist vera viss um að fólk telji sig vera athyglissjúkan með að stíga svona fram. „Ég held að athyglissýki mín hafi ekki farið fram hjá neinum og örugglega hefur hún haft áhrif á mig. En fyrst og fremst datt mér í hug að þetta gæti hjálpað einhverjum sem er í sömu stöðu og ég. Ef þú ert á álíka stað og ég var, vittu þá til að viðhorfið þitt mun breytast eftir þetta fyrsta erfiða skref. Það sem þér finnst ómögulegt núna verður það ekki þegar þú ert byrjaður. Það er eins og heilinn í manni, eða jafnvel innri vitund manns sé að berjast með kjafti og klóm til að halda í þessa óhollu rútínu sem hún er orðin vön. En þegar þú venur þig af henni og skapar nýja rútínu, þá fylgir vitundin og viðhorfið með. Þá finnst þér það ekki hafa verið eitthvað stórmál. Þú manst samt, líkt og ég, hvernig viðhorfið var áður, fyrsta skrefið var erfitt af því að þú sást ekki að það væri nokkur möguleiki á að breyta um lífsstíl án þess að vilja einfaldlega bara fremja sjálfsmorð. Af því að án þess að leyfa þér allt þá er lífið ekki vert að lifa. Þú þarft bara að komast yfir þetta fyrsta skref.“ Hann hvetur fólk til þess að reyna stoppa nægilega snemma, áður en illa fer. „Stoppaðu þegar þú getur ekki reimað skóna þína lengur, þegar þú kemst ekki í sokkana lengur, þegar þú ert kominn um og yfir 200 kíló, þegar þig er farið að verkja í hnén og heldur að þau gefi sig og gætu bognað í öfuga átt á hverri stundu, þegar þú getur varla treyst því að fara að sofa án þess að eiga í hættu að drepast úr kæfisvefni. Eða þegar mamma þín grætur fyrir framan þig og bókstaflega grátbiður þig um að skipta um lífsstíl svo hún þurfi ekki að gera það sem ekkert foreldri á að þurfa að gera, lifa barn sitt. Og svo mikilvægast af öllu, alls ekki, undir neinum kringumstæðum, rífa kjaft við mömmu þegar hún grátbiður þig um að hugsa þinn gang eins og ég gerði.“ Hallur einangraði sig í mörg ár. Hallur segist hafa einangrað sig í lengri tíma. „Ég hafði ekki farið í sund síðan í skólasundi. Mér, þessari fitubollu, leið augljóslega illa með að fara úr fötum fyrir framan aðra í sundklefanum. Ég hafði ekki leitast eftir að finna mér minn betri helming, mikið til af sömu ástæðum. Jafnvel þegar einhver sýndi mér áhuga að fyrra bragði þá stöðvaði ég það, einfaldlega af því að ég vissi að ég gæti aldrei tekið næsta skref, hvort sem það væri bara í átt að svefnherberginu með þeim aðila í eina nótt eða í átt að sambandi. Ekki á meðan ég var svona feitur og óaðlaðandi og með sjálfstraustið, sjálfsálitið og sjálfsímyndina í molum.“ Hann segir að núna sé von fyrir sig. „Ég er ekki orðinn of gamall til að finna mér maka og kannski búa til lítið kríli eins og litlu æðislegu frændsystkinin mín sem ég öfunda systkini mín fyrir að hafa eignast fyrr á lífsleiðinni. Hvað með það þó að ég verði 75 ára pabbinn að ferma strákinn sinn, það verða vonandi komin betri yngingarlyf þá.“ Vigtar sig aðeins tvisvar á ári Hallur segir að keto hafi hentað honum og hvetur fólk til þessa að prófa þann lífsstíl. „Ég sagði engum frá því þegar ég byrjaði, ég póstaði því ekki á Facebook. Ég sagði ekki einu sinni mínum nánustu. Mamma áttaði sig bara á því þegar hún sá mig sneiða hjá öllu kolvetni. Ég mæli ekki með að þið auglýsið það ef þið ákveðið að reyna keto til grenningar. Þið getið gert það seinna þegar þið eruð komin á gott skrið og líður vel á þessum nýja lífsstíl. En ekki setja þessa óþarfa pressu á ykkur sem fylgir því að segja öllum heiminum að þið ætlið að reyna að megra ykkur eða skipta um mataræði. Þá farið þið bara í einhvern skömmustu vítahring ef þið takið smá feilspor. Af því að það er allt í lagi að taka feilspor, þá byrjar maður bara aftur. Ekkert mál.“ Einnig mælir hann með því að takmarka vigtanir. „Í upphafi ætlaði ég ekkert að vigta mig yfirleitt. En þegar móðir mín sá að ég var að prufa nýtt mataræði bað hún mig um að vigta mig til að vita hver upphafsþyngdin mín væri, svona ef þessi kúr skyldi nú ganga vel fyrir mig. Fyrst vigtaði ég mig 17. júní 2019 og svo aftur á jólunum af því að mamma vildi ekkert í jólagjöf nema að fá að vita hvernig kúrinn væri að ganga hjá mér. Svo hef ég haldið mig við þá venju, að vigta mig á hálfsársfresti.“ Hallur segist ekki hafa tekið einn einasta svindldag síðan hann byrjaði á nýju mataræði. „Ég trúi ekki á svindldaga, annað hvort geri ég hlutina af heilum hug eða sleppi þeim. Þú skapar þinn eigin keto kúr, þannig að ef þú vilt leyfa þér að svindla einu sinni eða tvisvar í mánuði og finnst það þess virði að detta úr ketósu og fara aftur í ketósu. Þá mátt þú það mín vegna.“ Í öllu þessu ferli ákvað hann að taka sér áfengispásu. „Ég hef gaman af því að fá mér í glas og þá sérstaklega að fara út í bæ á pöbbarölt og að hitta skemmtilegt fólk. Ég sakna reyndar ekki nærri því jafn mikið að drekka eins og ég sakna alls þess félagslega sem því fylgdi. Núna er ég orðinn einn af þessum gaurum sem mér fannst alltaf svo skrítnir á þessum skemmtistöðum sem ég stundaði. Þessir sem hanga á skemmtistöðunum langt fram eftir nóttu og drekka bara kaffibolla eftir kaffibolla. Áfengispásan hefur kennt mér að meta kaffi miklu meira en ég gerði hér áður. Ég held að ég gæti aldrei haldið mér vakandi úti á skemmtistað með mis-hífuðu fólki án þess að þamba kaffi. Engar áhyggjur þið ykkar sem ég þekki mestmegnis af djamminu. Þið sem hélduð án efa að ykkar kæri djammfélagi Hallur feiti væri dauður af því að þið hafið ekki séð hann í tæp tvö ár á neinum skemmtistað, sérstaklega í ljósi þess að ég fór út að skemmta mér hvert einasta föstudags- og laugardagskvöld síðustu tvo áratugi. Minn tími mun koma.“ Hallur sendi Vísi tölur um hvernig þróunin var á vigtinni: Ég byrjaði á keto 17. júní 2019 og var þá 200kg. Ég vigtaði mig aftur 24. desember 2019 og var þá kominn niður í 144kg. Ég vigtaði mig aftur 17. júní 2020 og var þá kominn niður í 115kg. Ég vigtaði mig aftur 24. desember 2020 og var þá kominn niður í 101kg. „Ég er bókstaflega orðinn hálfur maður. Núna líður mér konunglega, ég er farinn að geta hreyft mig hraðar og eitthvað meira. Það gerðist bara ósjálfrátt þegar kílóin fóru að fjúka. Allt í einu fannst mér ég vera labba svo hægt svo ég ákvað að labba hraðar og áður en ég vissi af þá var ég kominn í hálfgerða ólympíska göngu svo færðist það upp í skokk og hálfgert hlaup. Ég er farinn að geta hlaupið aftur. Eitthvað sem ég hef varla getað gert síðan ég var unglingur. Og allt þetta alveg án þess að mása og blása eins og ég hafði gert eftir léttan göngutúr fyrir ári síðan. Það er meðal annars eitthvað sem ég sá ekki fyrir, ég var bara búinn að sætta mig við skerta hreyfigetu. Gat ekki ímyndað mér að geta hreyft mig hraðar aftur. Og geta farið upp og niður tröppur eðlilega án þess að drepast í hnjánum og þurfa að stoppa við aðra hverja tröppu til þess að ná andanum. Og þetta er fyrir utan alla hina naglana sem ég er hægt og rólega að draga úr kistunni,“ segir Hallur. Hann hvetur fólk sem er í svipuðum sporum og hann var að hafa samband við sig til að fá ráðleggingar. Heilsa Akureyri Helgarviðtal Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Hallur tók mataræðið í gegn og fór á svokallað ketó mataræði þar sem maður þarf að sneiða alfarið hjá sykri og kolvetnum. Í kjölfarið missti Hallur hundrað kíló en hann var í mikilli yfirþyngd. „Mér fannst bara allt of gott að borða. Ég gat ekki sest niður og horft á bíómynd án þess að vera með helling af snakki, nammi og gosi. Svo batnaði þetta ekki þegar ég byrjaði að drekka áfengi. Ég var þambandi áfengi þrjá daga vikunnar og svo át ég eitthvað ruslfæði eftir djammið og svo jafnvel meira sorpfæði í þynnkunni daginn eftir. Svo ágerðist þetta hægt og bítandi og áður en ég vissi af var ég orðinn 200 kg.“ Hann segir að þróunin hafi verið mjög hæg og alltaf hafi Hallur bætt á sig nokkur kíló á ári. „En af því að þetta gerðist svona hægt þá sætti maður sig bara við hvern naglann í kistuna þegar hann var negldur. Mamma sat andspænis mér, grátandi að biðja mig um að gera eitthvað svo hún þurfi ekki að horfa upp son sinn drepa sig. Ég sá sko alls ekki strax við mér. Nei, fyrst reif ég kjaft við mömmu mína, eins og alger skíthæll. Öskraði hluti eins og „Þú veist ekki hvað þetta er erfitt fyrir mig”, „Hvað má ég ekki borða neitt?” og eitthvað álíka, ef ekki meira dramatískt. Þetta öskraði ég, brjálaður, á mömmu mína sem hafði ekkert gert til að eiga slíka framkomu skilið. Það eina sem hún hafði gert af sér var að þykja vænt um mig og vilja ekki sjá mig deyja úr offitu.“ Að drepa sig hægt og rólega Hann segist hafa áttað sig á því hvernig hann hafði verið að haga sér gagnvart móður sinni nokkrum dögum síðar. „Ég fékk þessa rosalegu löngun til að prufa þetta vinsæla ketó mataræði. Svo ég ákvað að slá til og prufa það. Ég gæti þá prufað það í mánuð og ef mig langaði að snúa aftur í gamla farið og halda áfram að drepa mig hægt og rólega, þá stæði það alltaf til boða og ég væri ekki lengi að bæta upp fyrir þennan mánaðarskort af kolvetnum. En þetta getur verið ótrúlega erfitt fyrir marga, ég held að sumir átti sig ekki almennilega á því. Sérstaklega þau sem eru með réttu genin og hafa aldrei þurft að hafa minnstu áhyggjur af þyngdinni sinni.“ Móðir Halls hefur tekið myndir af honum í gegnum ferlið. Hallur segir að fólk sem hugsi svona sé fólk sem heldur að allir séu í rauninni nákvæmlega eins. „Allir með jafn hröð efnaskipti. Enginn að kljást við nein líkamleg vandamál sem valda matarröskun né þá heldur með andlega kvilla eða jafnvel lent í einhverju áfalli sem gætu líka hæglega og jafnvel mjög líklega valdið ýmis konar matarröskun. Nei, þetta eru augljóslega bara vitleysingar sem kunna ekki að hætta að borða og nenna ekki að hreyfa sig nægilega mikið. Fyrir mörgum er fyrsta skrefið mjög líklega það erfiðasta. Það var það fyrir mig, annars hefði ég tekið þetta fyrsta skref fyrir mörgum árum. Ég gat bara ekki séð fyrir mér lífið án allra þeirra vellystinga sem ég hafði notið í óhófi í öll þessi ár. Lífið væri bókstaflega ekki þess virði að lifa án þess að ég fengi að moða í mig öllum þeim sora sem ég var vanur að gera. Og hvað þá ef ég fengi ekki að drekka mig hauslausan að minnsta kosti tvö kvöld í viku.“ Hallur segist einfaldlega ekki vera sami maður í dag og hann var fyrir tæpum tveimur árum. „Allar tilfinningar, langanir og almennt viðhorf þess gamla Halls er horfið og nýtt viðhorf hefur tekið við, viðhorf sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér. Núna þegar ég er spurður hvort það sé ekki erfitt að neita sér um hin ýmsu góðgæti sem ég tróð í mig á fyrri tímum, þá kem ég með lítt spennandi svar. Bara einfalt og leiðinlegt „nei”. Reglulega biður fólk mig afsökunar þegar það borðar eitthvað gómsætt fyrir framan mig af því að það heldur að gamli feiti Hallur sé þarna inn í mér, grátandi, að reyna að brjótast út til að geta hámað í sig. En það er ekki svo. Ég hef enga sérstaka löngun lengur. Annað hvort það eða löngunin til að halda mig við þennan lífsstíl er meiri og yfirgnæfir alla þá litlu löngun sem innri feiti Hallur hefur.“ Skapar nýja rútínu Hann segist vera viss um að fólk telji sig vera athyglissjúkan með að stíga svona fram. „Ég held að athyglissýki mín hafi ekki farið fram hjá neinum og örugglega hefur hún haft áhrif á mig. En fyrst og fremst datt mér í hug að þetta gæti hjálpað einhverjum sem er í sömu stöðu og ég. Ef þú ert á álíka stað og ég var, vittu þá til að viðhorfið þitt mun breytast eftir þetta fyrsta erfiða skref. Það sem þér finnst ómögulegt núna verður það ekki þegar þú ert byrjaður. Það er eins og heilinn í manni, eða jafnvel innri vitund manns sé að berjast með kjafti og klóm til að halda í þessa óhollu rútínu sem hún er orðin vön. En þegar þú venur þig af henni og skapar nýja rútínu, þá fylgir vitundin og viðhorfið með. Þá finnst þér það ekki hafa verið eitthvað stórmál. Þú manst samt, líkt og ég, hvernig viðhorfið var áður, fyrsta skrefið var erfitt af því að þú sást ekki að það væri nokkur möguleiki á að breyta um lífsstíl án þess að vilja einfaldlega bara fremja sjálfsmorð. Af því að án þess að leyfa þér allt þá er lífið ekki vert að lifa. Þú þarft bara að komast yfir þetta fyrsta skref.“ Hann hvetur fólk til þess að reyna stoppa nægilega snemma, áður en illa fer. „Stoppaðu þegar þú getur ekki reimað skóna þína lengur, þegar þú kemst ekki í sokkana lengur, þegar þú ert kominn um og yfir 200 kíló, þegar þig er farið að verkja í hnén og heldur að þau gefi sig og gætu bognað í öfuga átt á hverri stundu, þegar þú getur varla treyst því að fara að sofa án þess að eiga í hættu að drepast úr kæfisvefni. Eða þegar mamma þín grætur fyrir framan þig og bókstaflega grátbiður þig um að skipta um lífsstíl svo hún þurfi ekki að gera það sem ekkert foreldri á að þurfa að gera, lifa barn sitt. Og svo mikilvægast af öllu, alls ekki, undir neinum kringumstæðum, rífa kjaft við mömmu þegar hún grátbiður þig um að hugsa þinn gang eins og ég gerði.“ Hallur einangraði sig í mörg ár. Hallur segist hafa einangrað sig í lengri tíma. „Ég hafði ekki farið í sund síðan í skólasundi. Mér, þessari fitubollu, leið augljóslega illa með að fara úr fötum fyrir framan aðra í sundklefanum. Ég hafði ekki leitast eftir að finna mér minn betri helming, mikið til af sömu ástæðum. Jafnvel þegar einhver sýndi mér áhuga að fyrra bragði þá stöðvaði ég það, einfaldlega af því að ég vissi að ég gæti aldrei tekið næsta skref, hvort sem það væri bara í átt að svefnherberginu með þeim aðila í eina nótt eða í átt að sambandi. Ekki á meðan ég var svona feitur og óaðlaðandi og með sjálfstraustið, sjálfsálitið og sjálfsímyndina í molum.“ Hann segir að núna sé von fyrir sig. „Ég er ekki orðinn of gamall til að finna mér maka og kannski búa til lítið kríli eins og litlu æðislegu frændsystkinin mín sem ég öfunda systkini mín fyrir að hafa eignast fyrr á lífsleiðinni. Hvað með það þó að ég verði 75 ára pabbinn að ferma strákinn sinn, það verða vonandi komin betri yngingarlyf þá.“ Vigtar sig aðeins tvisvar á ári Hallur segir að keto hafi hentað honum og hvetur fólk til þessa að prófa þann lífsstíl. „Ég sagði engum frá því þegar ég byrjaði, ég póstaði því ekki á Facebook. Ég sagði ekki einu sinni mínum nánustu. Mamma áttaði sig bara á því þegar hún sá mig sneiða hjá öllu kolvetni. Ég mæli ekki með að þið auglýsið það ef þið ákveðið að reyna keto til grenningar. Þið getið gert það seinna þegar þið eruð komin á gott skrið og líður vel á þessum nýja lífsstíl. En ekki setja þessa óþarfa pressu á ykkur sem fylgir því að segja öllum heiminum að þið ætlið að reyna að megra ykkur eða skipta um mataræði. Þá farið þið bara í einhvern skömmustu vítahring ef þið takið smá feilspor. Af því að það er allt í lagi að taka feilspor, þá byrjar maður bara aftur. Ekkert mál.“ Einnig mælir hann með því að takmarka vigtanir. „Í upphafi ætlaði ég ekkert að vigta mig yfirleitt. En þegar móðir mín sá að ég var að prufa nýtt mataræði bað hún mig um að vigta mig til að vita hver upphafsþyngdin mín væri, svona ef þessi kúr skyldi nú ganga vel fyrir mig. Fyrst vigtaði ég mig 17. júní 2019 og svo aftur á jólunum af því að mamma vildi ekkert í jólagjöf nema að fá að vita hvernig kúrinn væri að ganga hjá mér. Svo hef ég haldið mig við þá venju, að vigta mig á hálfsársfresti.“ Hallur segist ekki hafa tekið einn einasta svindldag síðan hann byrjaði á nýju mataræði. „Ég trúi ekki á svindldaga, annað hvort geri ég hlutina af heilum hug eða sleppi þeim. Þú skapar þinn eigin keto kúr, þannig að ef þú vilt leyfa þér að svindla einu sinni eða tvisvar í mánuði og finnst það þess virði að detta úr ketósu og fara aftur í ketósu. Þá mátt þú það mín vegna.“ Í öllu þessu ferli ákvað hann að taka sér áfengispásu. „Ég hef gaman af því að fá mér í glas og þá sérstaklega að fara út í bæ á pöbbarölt og að hitta skemmtilegt fólk. Ég sakna reyndar ekki nærri því jafn mikið að drekka eins og ég sakna alls þess félagslega sem því fylgdi. Núna er ég orðinn einn af þessum gaurum sem mér fannst alltaf svo skrítnir á þessum skemmtistöðum sem ég stundaði. Þessir sem hanga á skemmtistöðunum langt fram eftir nóttu og drekka bara kaffibolla eftir kaffibolla. Áfengispásan hefur kennt mér að meta kaffi miklu meira en ég gerði hér áður. Ég held að ég gæti aldrei haldið mér vakandi úti á skemmtistað með mis-hífuðu fólki án þess að þamba kaffi. Engar áhyggjur þið ykkar sem ég þekki mestmegnis af djamminu. Þið sem hélduð án efa að ykkar kæri djammfélagi Hallur feiti væri dauður af því að þið hafið ekki séð hann í tæp tvö ár á neinum skemmtistað, sérstaklega í ljósi þess að ég fór út að skemmta mér hvert einasta föstudags- og laugardagskvöld síðustu tvo áratugi. Minn tími mun koma.“ Hallur sendi Vísi tölur um hvernig þróunin var á vigtinni: Ég byrjaði á keto 17. júní 2019 og var þá 200kg. Ég vigtaði mig aftur 24. desember 2019 og var þá kominn niður í 144kg. Ég vigtaði mig aftur 17. júní 2020 og var þá kominn niður í 115kg. Ég vigtaði mig aftur 24. desember 2020 og var þá kominn niður í 101kg. „Ég er bókstaflega orðinn hálfur maður. Núna líður mér konunglega, ég er farinn að geta hreyft mig hraðar og eitthvað meira. Það gerðist bara ósjálfrátt þegar kílóin fóru að fjúka. Allt í einu fannst mér ég vera labba svo hægt svo ég ákvað að labba hraðar og áður en ég vissi af þá var ég kominn í hálfgerða ólympíska göngu svo færðist það upp í skokk og hálfgert hlaup. Ég er farinn að geta hlaupið aftur. Eitthvað sem ég hef varla getað gert síðan ég var unglingur. Og allt þetta alveg án þess að mása og blása eins og ég hafði gert eftir léttan göngutúr fyrir ári síðan. Það er meðal annars eitthvað sem ég sá ekki fyrir, ég var bara búinn að sætta mig við skerta hreyfigetu. Gat ekki ímyndað mér að geta hreyft mig hraðar aftur. Og geta farið upp og niður tröppur eðlilega án þess að drepast í hnjánum og þurfa að stoppa við aðra hverja tröppu til þess að ná andanum. Og þetta er fyrir utan alla hina naglana sem ég er hægt og rólega að draga úr kistunni,“ segir Hallur. Hann hvetur fólk sem er í svipuðum sporum og hann var að hafa samband við sig til að fá ráðleggingar.
Heilsa Akureyri Helgarviðtal Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira