Banvæn féþúfa Gunnlaugur Stefánsson skrifar 5. mars 2021 10:00 Ísland er líklega eina landið í heiminum sem leyfir að nota útlenskan og kynbættan stofn í laxeldi. Það skapar óhjákvæmilega erfðablöndun við villta og staðbundna laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir geta komið í veg fyrir það, mesta lagi hægt á þróuninni. Táknrænt um það eru myndavélar sem menn dýfa niður í árvötnin með ærnum kostnaði til að mynda göngufiska og ætla svo að skilja eldisfiskana frá. En stærstur hluti sleppifiska úr opnum sjókvíum eru að uppruna seiði sem sluppu og verða ekki greindir af myndum sem fullorðnir eldisfiskar á göngu upp árnar til hrygningar, en merkingarskylda seiða í kvíum hefur verið afnumin. Þetta vita sérfræðingar, en láta eins og vind um eyru þjóta, og stjórnmálamenn glepjast af „gróðanum“ í eldinu og sjá ekki annað. Fyrr en varir birtast niðurstöður úr rannsóknum sem sýna umtalsverða erfðablöndun í villtum laxastofnum. Eldislax er t.d. þegar kominn í flestar árnar í Arnarfirði. Það er fórnin fyrir gróða norskra auðrisa af nýlendu sinni á Íslandi. Þetta heitir að svíkja umhverfið í banvænar greipar og fórna villta laxinum. Hin pólitíska hugsjón, sem horfir upp á það aðgerðalaus, hlýtur að vera æði dofin og köld. En norsku eldisrisarnir hrósa sér af því heima hjá sér að framtíðin felist ekki í opna sjókvíaeldinu heldfur landeldi og risaseldiskvíum langt úti á hafi víðsfjarri viðkvæmum fjörðum. Reynslan af opna eldinu í fjörðunum í Noregi hefur reynst svo skaðleg fyrir umhverfið og villta fiskistofna að fullreynt þykir. En hér á landi er flest leyfilegt og umhverfisverndin þvælist ekki fyrir. Þá dugar að norskir eldisrisar monti sig af því að bjarga „örmagna“ byggðum og fá svo eldisleyfin nánast ókeypis á silfurfati sem kosta tugi milljarða í Noregi. Líklega hefur landsbyggðarpólitíkin ekki lagst lægra í seinni tíð að verða svo auðblekkt féþúfa fyrir fáeina norska eldisrisa og í boði íslenskra stjórnmálamanna sem virðast uppgefnir á að skapa skilyrði fyrir trausta búsetu og afkomu í dreifðum byggðum. Svo ætla sömu stjórnmálamenn að berja á dyr fólks fyrir kosningar og telja því trú um að þeim sé sérstaklega annt um græna atvinnu og umhverfisvernd. Við lifum örugglega í raunheimum? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ísland er líklega eina landið í heiminum sem leyfir að nota útlenskan og kynbættan stofn í laxeldi. Það skapar óhjákvæmilega erfðablöndun við villta og staðbundna laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir geta komið í veg fyrir það, mesta lagi hægt á þróuninni. Táknrænt um það eru myndavélar sem menn dýfa niður í árvötnin með ærnum kostnaði til að mynda göngufiska og ætla svo að skilja eldisfiskana frá. En stærstur hluti sleppifiska úr opnum sjókvíum eru að uppruna seiði sem sluppu og verða ekki greindir af myndum sem fullorðnir eldisfiskar á göngu upp árnar til hrygningar, en merkingarskylda seiða í kvíum hefur verið afnumin. Þetta vita sérfræðingar, en láta eins og vind um eyru þjóta, og stjórnmálamenn glepjast af „gróðanum“ í eldinu og sjá ekki annað. Fyrr en varir birtast niðurstöður úr rannsóknum sem sýna umtalsverða erfðablöndun í villtum laxastofnum. Eldislax er t.d. þegar kominn í flestar árnar í Arnarfirði. Það er fórnin fyrir gróða norskra auðrisa af nýlendu sinni á Íslandi. Þetta heitir að svíkja umhverfið í banvænar greipar og fórna villta laxinum. Hin pólitíska hugsjón, sem horfir upp á það aðgerðalaus, hlýtur að vera æði dofin og köld. En norsku eldisrisarnir hrósa sér af því heima hjá sér að framtíðin felist ekki í opna sjókvíaeldinu heldfur landeldi og risaseldiskvíum langt úti á hafi víðsfjarri viðkvæmum fjörðum. Reynslan af opna eldinu í fjörðunum í Noregi hefur reynst svo skaðleg fyrir umhverfið og villta fiskistofna að fullreynt þykir. En hér á landi er flest leyfilegt og umhverfisverndin þvælist ekki fyrir. Þá dugar að norskir eldisrisar monti sig af því að bjarga „örmagna“ byggðum og fá svo eldisleyfin nánast ókeypis á silfurfati sem kosta tugi milljarða í Noregi. Líklega hefur landsbyggðarpólitíkin ekki lagst lægra í seinni tíð að verða svo auðblekkt féþúfa fyrir fáeina norska eldisrisa og í boði íslenskra stjórnmálamanna sem virðast uppgefnir á að skapa skilyrði fyrir trausta búsetu og afkomu í dreifðum byggðum. Svo ætla sömu stjórnmálamenn að berja á dyr fólks fyrir kosningar og telja því trú um að þeim sé sérstaklega annt um græna atvinnu og umhverfisvernd. Við lifum örugglega í raunheimum? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun