Fleiri Reykvíkingar ánægðir með borgarstjóra en óánægðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2021 12:02 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri nýtur töluverðs meiri stuðnings vestan Elliðaár en austan. Vísir/Vilhelm Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Dæmið snýst hins vegar við þegar horft er til landsbyggðarinnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu þar sem ánægja með störf borgarstjóra var könnuð. Rúmlega fjörutíu prósent Reykvíkinga er ánægður með störf borgarstjóra en þriðjungur er óánægður. Ánægjan er mest í vesturbæ og miðbænum þar sem helmingur er ánægður með störf hans og rétt tæplega það í tilfelli íbúa Hlíða, Laugadals, Háaleitis og Bústaðahverfis. Eftir því sem fjarlægðin við miðbæinn eykst verður óánægjan meiri. Tæplega helmingur íbúa í Breiðholti, Árbæ, Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal er óánægður með störf borgarstjóra. Þar er ánægjan á bilinu 22 til 34 prósent. Íbúar annarra sveitarfélaga eru óánægðari með störf borgarstjóra Reykjavíkur því innan við fjórðungur er ánægður með störf hans en næstum tveir af hverjum fimm óánægðir. Þá eru Reykvíkingar með háskólapróf ánægðari með störf Dags en þeir sem eru með minni menntun. Séu viðhorf allra landsmanna rýnd kemur í ljós að konur eru aðeins ánægðari með störf Dags en karlar, yngra fólk er ánægðara en þeir sem eldri eru og þeir sem eru með háskólapróf eru ánægðari en þeir sem minni menntun hafa. Svarendur könnunar voru 868 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru allsstaðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 15. til 25. febrúar 2021. Tengd skjöl BorgarstjoriPDF183KBSækja skjal Borgarstjórn Reykjavík Skoðanakannanir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Rúmlega fjörutíu prósent Reykvíkinga er ánægður með störf borgarstjóra en þriðjungur er óánægður. Ánægjan er mest í vesturbæ og miðbænum þar sem helmingur er ánægður með störf hans og rétt tæplega það í tilfelli íbúa Hlíða, Laugadals, Háaleitis og Bústaðahverfis. Eftir því sem fjarlægðin við miðbæinn eykst verður óánægjan meiri. Tæplega helmingur íbúa í Breiðholti, Árbæ, Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal er óánægður með störf borgarstjóra. Þar er ánægjan á bilinu 22 til 34 prósent. Íbúar annarra sveitarfélaga eru óánægðari með störf borgarstjóra Reykjavíkur því innan við fjórðungur er ánægður með störf hans en næstum tveir af hverjum fimm óánægðir. Þá eru Reykvíkingar með háskólapróf ánægðari með störf Dags en þeir sem eru með minni menntun. Séu viðhorf allra landsmanna rýnd kemur í ljós að konur eru aðeins ánægðari með störf Dags en karlar, yngra fólk er ánægðara en þeir sem eldri eru og þeir sem eru með háskólapróf eru ánægðari en þeir sem minni menntun hafa. Svarendur könnunar voru 868 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru allsstaðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 15. til 25. febrúar 2021. Tengd skjöl BorgarstjoriPDF183KBSækja skjal
Borgarstjórn Reykjavík Skoðanakannanir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira