Mannapar í San Diego bólusettir gegn Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2021 12:38 Alvanalegt er að bólusetja mannapa með bóluefnum sem hafa verið þróuð fyrir hunda og ketti. San Diego Zoo/Christina Simmons Níu mannapar í dýragarðinum í San Diego hafa verið bólusettir gegn Covid-19. Um er að ræða fjóra órangúta og fimm simpasa, sem hafa fengið tvo skammta af bóluefni frá Zoetis, fyrirtæki sem framleiðir lyf fyrir dýr. Um er að ræða tilraunaverkefni en átta górillur í dýragarðinum greindust með Covid-19 í janúar síðastliðnum, fyrstar mannapa í heiminum. Verndunarsinnar hafa áhyggjur af útbreiðslu sjúkdómsins meðal mannapa, ekki síst górilla, sem eru í útrýmingarhættu. „Þetta er ekki normið,“ sagði Nadine Lamberski, yfirmaður hjá San Diego Zoo Wildlife Alliance, í samtali við National Geographic. „Á öllum mínum ferli hef ég aldrei haft aðgang að tilraunabóluefni svona snemma né hef ég haft jafn yfirþyrmandi löngun til að nota það.“ Meðal skepnanna sem voru bólusettar var Karen, fyrsti órangútinn til að gangast undir opna hjartaskurðaðgerð árið 1994. Að sögn Lamberski hefur aukaverkana ekki orðið vart hjá öpunum en ónæmi þeirra verður rannsakað á næstunni til að kanna virkni efnisins. Covid-19 hefur greinst hjá öðrum dýrategundum í dýragörðum, meðal annars ljónum og tígrisdýrum í Bronx-dýragarðinum í New York og ljónum í Barcelona. Þá hefur SARS-CoV-2, veiran sem veldur Covid-19, fundist í hundum, köttum og minkum. Zoetis hóf þróun bóluefnisins í febrúar á síðasta ári eftir að hundur greindist í Hong Kong. Bóluefnið var úrskurðað öruggt og áhrifaríkt í október síðastliðnum, að minnsta kosti hjá hundum og köttum. Að sögn Lamberski er alvanalegt að bóluefni sem þróuð eru með hunda og ketti í huga séu gefin mannöpum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Um er að ræða tilraunaverkefni en átta górillur í dýragarðinum greindust með Covid-19 í janúar síðastliðnum, fyrstar mannapa í heiminum. Verndunarsinnar hafa áhyggjur af útbreiðslu sjúkdómsins meðal mannapa, ekki síst górilla, sem eru í útrýmingarhættu. „Þetta er ekki normið,“ sagði Nadine Lamberski, yfirmaður hjá San Diego Zoo Wildlife Alliance, í samtali við National Geographic. „Á öllum mínum ferli hef ég aldrei haft aðgang að tilraunabóluefni svona snemma né hef ég haft jafn yfirþyrmandi löngun til að nota það.“ Meðal skepnanna sem voru bólusettar var Karen, fyrsti órangútinn til að gangast undir opna hjartaskurðaðgerð árið 1994. Að sögn Lamberski hefur aukaverkana ekki orðið vart hjá öpunum en ónæmi þeirra verður rannsakað á næstunni til að kanna virkni efnisins. Covid-19 hefur greinst hjá öðrum dýrategundum í dýragörðum, meðal annars ljónum og tígrisdýrum í Bronx-dýragarðinum í New York og ljónum í Barcelona. Þá hefur SARS-CoV-2, veiran sem veldur Covid-19, fundist í hundum, köttum og minkum. Zoetis hóf þróun bóluefnisins í febrúar á síðasta ári eftir að hundur greindist í Hong Kong. Bóluefnið var úrskurðað öruggt og áhrifaríkt í október síðastliðnum, að minnsta kosti hjá hundum og köttum. Að sögn Lamberski er alvanalegt að bóluefni sem þróuð eru með hunda og ketti í huga séu gefin mannöpum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira