Ráða STJ sem ráðgjafa vegna útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka Eiður Þór Árnason skrifar 5. mars 2021 13:32 Alþingi hefur veitt heimild til að selja allt að 35 prósenta hlut í Íslandsbanka sem er alfarið í eigu ríkisins. Vísir/vilhelm Bankasýsla ríkisins hefur ráðið STJ Advisors Group Limited sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa vegna alþjóðlegs frumútboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka. Alls gáfu sjö aðilar kost á sér með áhugayfirlýsingum til að verða sjálfstæður fjármálaráðgjafi en að lokum var STJ valið og hefur fyrirtækið þegar hafið störf. Í tilkynningu á vef Bankasýslunnar segir að STJ sé einn af leiðandi sjálfstæðum ráðgjöfum á sviði útboða á hlutabréfum í Evrópu. Marel vann með sama ráðgjafafyrirtæki þegar félagið vann að tvíhliðaskráningu hlutabréfa þess í Amsterdam og á Íslandi árið 2019. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra ákvað í lok janúar að hefja sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslunnar. Gert er ráð fyrir því að selja 25 til 35 prósenta hlut í bankanum en hann er nú alfarið í eigu ríkisins. Þá hefur Bjarni sagt að stefnt verði að því að hluturinn verði í dreifðu eignarhaldi og að hámark verði sett á hlut hvers tilboðsgjafa sem gæti numið 2,5 til 3 prósentum af heildarhlutafé bankans. 42,7 prósent andvígir sölunni Óhætt er að segja að fyrirhuguð sala ríkisins á hlut sínum í bankanum hafi reynst umdeild en samkvæmt könnun Maskínu sem unnin var fyrir fréttastofuna í febrúar eru ríflega fjórir að hverjum tíu andvígir sölunni en rúmlega fjórðungur hlynntur henni. Þá hefur Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, sagt að það væri betra að bíða með söluna svo fólk fái meira traust á bankakerfinu og söluferlinu. Einnig telur hann hagstæðara fyrir ríkið að eiga Íslandsbanka og fá áfram arðgreiðslur en að selja hann og borga niður lán. Komi til greina að bíða betri tíma Bjarni Benediktsson hefur sagt að ríkið vilji fá sanngjarnt og gott verð fyrir hlut sinn í Íslandsbanka og til að greina komi að bíða með söluna ef markaðsaðstæður henta ekki. „Ef markaðurinn ætlar ekki að borga það sem okkur finnst vera sanngjarnt þegar allt er tekið með í reikninginn munum við ekki halda áfram með söluna. Þá munum við bíða betri tíma. Þetta er eitt af stóru atriðunum sem þarf að leggja mat á en ég hef ágætis væntingar miðað við markaðsaðstæður almennt og styrk bankans um að við getum fengið sanngjarnt verð,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu í febrúar. Í núverandi áætlunum er stefnt á útboð í maí eða júní en næstu mánuðir fara í undirbúning, gerð útboðslýsingar og könnunar á hug fjárfesta. „Það verður þess vegna ekki fyrr en í maí sem við stöndum í rauninni frammi fyrir endanlegri ákvörðun en við viljum vera tilbúin til að skrá bankann þá,“ sagði Bjarni. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Sjálfstæðisfólk hlynntast sölu Íslandsbanka en sósíalistar andvígastir Ríflega fjórir af hverjum tíu eru andvígir sölu á Íslandsbanka samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Rúmlega fjórðungur er hlynntur henni. 22. febrúar 2021 23:03 Íslandsbanki tvöfaldaði hagnað sinn á síðasta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,5 milljarða króna eftir skatta á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Er um að ræða tvöföldun frá sama tímabili árið 2019 þegar hagnaður nam 1,7 milljarði króna. 10. febrúar 2021 23:29 Hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis. 29. janúar 2021 17:25 Telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda. 2. febrúar 2021 08:06 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Bankasýslunnar segir að STJ sé einn af leiðandi sjálfstæðum ráðgjöfum á sviði útboða á hlutabréfum í Evrópu. Marel vann með sama ráðgjafafyrirtæki þegar félagið vann að tvíhliðaskráningu hlutabréfa þess í Amsterdam og á Íslandi árið 2019. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra ákvað í lok janúar að hefja sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslunnar. Gert er ráð fyrir því að selja 25 til 35 prósenta hlut í bankanum en hann er nú alfarið í eigu ríkisins. Þá hefur Bjarni sagt að stefnt verði að því að hluturinn verði í dreifðu eignarhaldi og að hámark verði sett á hlut hvers tilboðsgjafa sem gæti numið 2,5 til 3 prósentum af heildarhlutafé bankans. 42,7 prósent andvígir sölunni Óhætt er að segja að fyrirhuguð sala ríkisins á hlut sínum í bankanum hafi reynst umdeild en samkvæmt könnun Maskínu sem unnin var fyrir fréttastofuna í febrúar eru ríflega fjórir að hverjum tíu andvígir sölunni en rúmlega fjórðungur hlynntur henni. Þá hefur Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, sagt að það væri betra að bíða með söluna svo fólk fái meira traust á bankakerfinu og söluferlinu. Einnig telur hann hagstæðara fyrir ríkið að eiga Íslandsbanka og fá áfram arðgreiðslur en að selja hann og borga niður lán. Komi til greina að bíða betri tíma Bjarni Benediktsson hefur sagt að ríkið vilji fá sanngjarnt og gott verð fyrir hlut sinn í Íslandsbanka og til að greina komi að bíða með söluna ef markaðsaðstæður henta ekki. „Ef markaðurinn ætlar ekki að borga það sem okkur finnst vera sanngjarnt þegar allt er tekið með í reikninginn munum við ekki halda áfram með söluna. Þá munum við bíða betri tíma. Þetta er eitt af stóru atriðunum sem þarf að leggja mat á en ég hef ágætis væntingar miðað við markaðsaðstæður almennt og styrk bankans um að við getum fengið sanngjarnt verð,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu í febrúar. Í núverandi áætlunum er stefnt á útboð í maí eða júní en næstu mánuðir fara í undirbúning, gerð útboðslýsingar og könnunar á hug fjárfesta. „Það verður þess vegna ekki fyrr en í maí sem við stöndum í rauninni frammi fyrir endanlegri ákvörðun en við viljum vera tilbúin til að skrá bankann þá,“ sagði Bjarni.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Sjálfstæðisfólk hlynntast sölu Íslandsbanka en sósíalistar andvígastir Ríflega fjórir af hverjum tíu eru andvígir sölu á Íslandsbanka samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Rúmlega fjórðungur er hlynntur henni. 22. febrúar 2021 23:03 Íslandsbanki tvöfaldaði hagnað sinn á síðasta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,5 milljarða króna eftir skatta á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Er um að ræða tvöföldun frá sama tímabili árið 2019 þegar hagnaður nam 1,7 milljarði króna. 10. febrúar 2021 23:29 Hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis. 29. janúar 2021 17:25 Telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda. 2. febrúar 2021 08:06 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Sjálfstæðisfólk hlynntast sölu Íslandsbanka en sósíalistar andvígastir Ríflega fjórir af hverjum tíu eru andvígir sölu á Íslandsbanka samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Rúmlega fjórðungur er hlynntur henni. 22. febrúar 2021 23:03
Íslandsbanki tvöfaldaði hagnað sinn á síðasta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,5 milljarða króna eftir skatta á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Er um að ræða tvöföldun frá sama tímabili árið 2019 þegar hagnaður nam 1,7 milljarði króna. 10. febrúar 2021 23:29
Hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis. 29. janúar 2021 17:25
Telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda. 2. febrúar 2021 08:06